Páskasöfnun HÍB – Ljúkum lestri Davíðssálma (2020)

Páskasöfnun Biblíufélagsins miðar að því að safna fyrir hljóðritun Davíðssálmanna. Þegar hefur rausnarleg gjöf Hallgrímskirkju í minningu Dr. Sigurðar Pálssonar skilað okkur langt. En nú vantar herslumuninn!

Hver Sálmur kostar um 4900 krónur í hljóðritun og frágangi. Hvaða sálm myndir þú greiða fyrir ef þú gætir? Hægt er að skrá uppáhaldssálm í athugasemdum í greiðsluferlinu.

Eins má styðja við verkefnið með upphæð að eigin vali með því að skrá aðra upphæð hér fyrir neðan, t.d. sem nemur upplestri fimm versa fyrir 1.490 krónur eða tíu versa fyrir 2.980 krónur.

Lýsing

Biblíufélagið gleðst yfir stóraukinni notkun Íslendinga á hljóðbókum Nýja testamentisins undanfarin misseri. Því mun Páskasöfnun Hins íslenska biblíufélags árið 2020 snúa að Hljóðbókarvæðingu Davíðssálmanna, lengsta rits Biblíunnar sem telur 150 kafla og 2.461 vers. Guðjón Davíð Karlsson (Gói) leikari hefur tekið að sér að lesa ritið en hann hefur áður lesið Markúsarguðpjall fyrir félagið.

Meðalkostnaður við hvern Davíðssálm er 4.900 krónur per sálm eða 298 krónur á hvert vers. Innifalið í því er upptaka í hljóðveri, lestur, hljóðblöndun, prófarkahlustun, tæknivinna, tenging við Biblíuappið og uppsetning á heimasíðu Biblíufélagsins.

Nú þegar hefur félaginu borist minningargjöf frá Hallgrímskirkju í minningu Dr. Sigurðar Pálssonar fyrrverandi sóknarprests sem lést í fyrra, ásamt stuðningi frá nýstofnuðum hópi Bakhjarla biblíufélagsins. Útaf stendur að fjármagna síðusta þriðjung Davíðssálmanna og það ætlum við klára í Páskasöfnunni 2020.  Þú getur tryggt fjármögnun á einum Davíðssálmi fyrir 4.900 krónur eða upplestur á fimm versum fyrir 1.490 krónur.


Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: salmar.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555

Fara efst