Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur.
Syngið Drottni nýjan söng
því að hann hefur unnið dásemdarverk,
hægri hönd hans hjálpaði honum
og heilagur armur hans.
Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt
og sýndi þjóðunum réttlæti sitt.
Hann minntist miskunnar sinnar
og trúfesti sinnar við Ísraels hús.
Öll endimörk jarðar
sáu hjálpræði Guðs vors.
Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd,
hefjið gleðisöng, hrópið fagnaðaróp og lofsyngið.
Leikið fyrir Drottni á gígju,
á gígju með lofsöngshljómi,
með lúðraþyt og básúnuhljómi,
látið gleðióp gjalla fyrir konunginum, Drottni.
Hafið drynji og allt sem í því er,
heimurinn og þeir sem í honum búa.
Fljótin skulu klappa lof í lófa,
fjöllin fagna öll saman
fyrir augliti Drottins því að hann kemur
til að ríkja yfir jörðinni,
ríkja yfir heiminum með réttlæti,
yfir þjóðunum með réttvísi.
Biblíulestur – 2. mars – Lúk 18.31–34
Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður [...]
Biblíulestur – 1. mars – Slm 94.1–15
Drottinn, Guð hefndarinnar, Guð hefndarinnar, birst þú í ljóma. Rís þú upp, dómari jarðar, endurgjald drembilátum breytni þeirra. Hve lengi, Drottinn, mega guðlausir, hve lengi mega guðlausir fagna? Þeir ausa [...]
Biblíulestur – 28. febrúar – Jóh 2.13–25
Nú fóru páskar Gyðinga í hönd og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá er seldu naut, sauði og dúfur og víxlarana sem sátu þar. Þá [...]
Biblíulestur – 27. febrúar – Jóh 2.1–12
Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. En er vín þraut segir móðir Jesú við [...]
Biblíulestur – 26. febrúar – Jóh 1.35–51
Daginn eftir var Jóhannes þar aftur staddur og tveir lærisveinar hans. Hann sér Jesú á gangi og segir: „Sjá, Guðs lamb.“ Lærisveinar hans tveir heyrðu orð hans og fóru á [...]
Biblíulestur – 25. febrúar – Jóh 1.19–34
Þessi er vitnisburður Jóhannesar þegar ráðamenn í Jerúsalem sendu til hans presta og Levíta til að spyrja hann: „Hver ert þú?“ Hann svaraði ótvírætt og játaði: „Ekki er ég Kristur.“ [...]