Biblíulestur – 18. júlí – 5Mós 5.22–33
Þessi boðorð flutti Drottinn öllum söfnuði ykkar á fjallinu. Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust og bætti engu við. Síðan skráði hann þau á tvær steintöflur og fékk mér þær.
Þegar þið höfðuð heyrt þrumuraustina úr myrkrinu og fjallið stóð enn í björtu báli komuð þið til mín, allir höfðingjar ættbálka ykkar og öldungar, og sögðuð: „Drottinn, Guð okkar, hefur birt okkur dýrð sína og mátt og við heyrðum rödd hans úr eldinum. Í dag höfum við reynt að Guð hefur talað til manna og þeir haldið lífi. Hví skyldum við þá deyja? Þessi mikli eldur gæti gleypt okkur. Ef við heyrum raust Drottins, Guðs okkar, einu sinni enn munum við deyja. Því að hvaða dauðlegur maður hefur nokkru sinni heyrt raust hins lifanda Guðs úr eldi eins og við og haldið lífi? Þú skalt fara einn og hlusta á allt sem Drottinn, Guð okkar, segir og skýra okkur síðan frá öllu sem Drottinn, Guð okkar, segir við þig. Við munum hlusta á það og hlýða.“
Drottinn heyrði hvað þið sögðuð þegar þið töluðuð við mig og sagði við mig: „Ég heyrði hvað þetta fólk sagði þegar það talaði við þig. Allt sem það sagði var rétt. Megi það ávallt vera sama sinnis og óttast mig og halda öll boð mín svo að því og niðjum þess vegni ævinlega vel. Farðu og segðu fólkinu: Snúið aftur til tjalda ykkar. En þú skalt sjálfur vera hér kyrr hjá mér. Ég ætla að flytja þér öll þau fyrirmæli, lög og ákvæði sem þú átt að kenna því að breyta eftir í landinu sem ég fæ því til eignar.“
Gætið þess að breyta eins og Drottinn, Guð ykkar, hefur boðið ykkur. Víkið ekki frá því, hvorki til hægri né vinstri. Gangið þann veg einan sem Drottinn, Guð ykkar, hefur bent ykkur á svo að þið lifið og ykkur vegni vel og þið verðið langlíf í landinu sem þið munuð taka til eignar.
Biblíulestur – 7. júní – Jóh 7.37–39
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi [...]
Biblíulestur – 6. júní – Jóh 15.18–16.4
Ef heimurinn hatar yður þá vitið að hann hefur hatað mig fyrr en yður. Væruð þér af heiminum mundi heimurinn elska sína. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð [...]
Biblíulestur – 5. júní – Jóh 15.1–17
„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann [...]
Biblíulestur – 4. júní – Jóh 14.15–31
Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur [...]
Biblíulestur – 3. júní – Jóh 14.1–14
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt [...]
Biblíulestur – 2. júní – Jóh 13.18–38
Ég tala ekki um yður alla. Ég veit hverja ég hef útvalið. En ritningin verður að rætast: Sá sem etur brauð mitt lyftir hæli sínum móti mér. Ég segi yður [...]