Biblíulestur – 24. nóvember – 5Mós 31.30–32.14
Móse flutti þá öllum söfnuði Ísraels þetta ljóð allt frá upphafi til enda.
Hlustið, himnar, og ég mun mæla,
jörðin hlýði á mál mitt.
Kenning mín streymi sem regn,
ræða mín drjúpi sem dögg,
eins og gróðrarskúr á grængresi
og dögg á nýgræðing.
Ég vil kunngjöra nafn Drottins,
lofið mátt Guðs vors.
Hann er bjargið, verk hans fullkomin
og allir hans vegir réttlátir.
Hann er trúfastur Guð og svikalaus,
réttlátur og hreinlyndur.
Svikul kynslóð og spillt brást honum;
sér til svívirðu eru þeir ekki synir hans framar.
Þakkar þú Drottni þannig,
heimska og fávísa þjóð?
Er hann ekki faðir þinn og skapari,
sá er gerði þig og fann þér samastað?
Minnstu fyrri tíða,
hygg að árum genginna kynslóða.
Spyrðu föður þinn, hann fræðir þig,
öldungana, þeir segja þér frá.
Þegar Hinn hæsti fékk guðunum þjóðirnar,
er hann greindi mennina að,
þá setti hann þjóðunum landamerki
eftir fjölda guðanna.
En lýður Drottins kom í hlut hans,
Jakob varð erfðahlutur hans.
Hann fann hann í auðninni,
í ýlfrandi óbyggðum,
sveipaði hann, hlúði að honum,
gætti hans sem sjáaldurs auga síns,
eins og örn sem gætir hreiðurs síns
og svífur yfir ungum sínum,
eins þandi hann vængi sína, greip einn þeirra upp
og bar burt á vængjum sér.
Drottinn einn leiddi Jakob,
enginn framandi guð er með honum.
Hann lét hann fara um hæðir landsins
og nærast af ávexti jarðar.
Hann gaf honum hunang úr klettum að sjúga
og ólífuolíu úr tinnusteinum.
Hann ól hann á rjóma og mjólk úr kúm og ám,
feiti lamba, sauða, hafra og Basannauta,
og besta hveiti,
þrúgnablóð drakkstu sem freyðandi vín.
Biblíulestur – 5. október – Lúk 7.11–17
Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að [...]
Biblíulestur – 4. október – Slm 106.24–39
Þeir fyrirlitu hið unaðslega land og treystu ekki orðum hans, mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu ekki á boð Drottins. Þá hóf hann hönd sína gegn þeim til að fella [...]
Biblíulestur – 3. október – 5Mós 20.1–14
Þegar þú ferð í hernað gegn fjandmönnum þínum og sérð hesta, hervagna og her sem er fjölmennari en þinn skaltu ekki óttast þá því að Drottinn, Guð þinn, er með [...]
Biblíulestur – 2. október – 2Kor 13.1–13
Þetta er nú í þriðja sinn sem ég kem til ykkar því að „aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri“. Það sem ég sagði ykkur við aðra [...]
Biblíulestur – 1. október – 2Kor 12.11–21
Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess. Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu [...]
Biblíulestur – 30. september – 2Kor 12.1–10
Ég verð að halda áfram að hrósa mér þótt það komi að litlu gagni. En ég mun nú snúa mér að vitrunum og opinberunum sem Drottinn hefur birt mér. Ég [...]