Biblíulestur – 31. október – Jóh 8.31–36
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?“
Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir.
Biblíulestur – 13. september – Slm 106 1.1–12
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans? Sælir eru þeir sem gæta [...]
Biblíulestur – 12. september – 2Kor 3.1–18
Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur? Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta [...]
Biblíulestur – 11. september – 2Kor 2.1–17
En það ásetti ég mér að koma ekki aftur til ykkar með hryggð. Ef ég hryggi ykkur, hver er þá sá sem gleður mig? Sá sem ég er að hryggja? [...]
Biblíulestur – 10. september – 2Kor 1.12–24
Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, [...]
Biblíulestur – 9. september – 2Kor 1.1–11
Páll, að Guðs vilja postuli Krists Jesú, og Tímóteus, bróðir okkar, heilsa söfnuði Guðs, sem er í Korintu, ásamt öllum heilögum, í gervallri Akkeu. Náð sé með yður og friður [...]
Biblíulestur – 8. september – 5Mós 19.14–21
Þú skalt ekki færa úr stað landamerki nágranna þíns sem forfeðurnir hafa sett í erfðalandi þínu sem kemur í hlut þinn í landinu sem Drottinn, Guð þinn, fær þér til [...]