Daglegur lestur2025-11-23T00:01:48+00:00

Biblíulestur 17. janúar – Slm 113.1–9

Hallelúja.
Lofið Drottin, þér þjónar hans,
lofið nafn Drottins.
Nafn Drottins sé blessað
héðan í frá og að eilífu.
Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.
Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir,
dýrð hans er himnum hærri.
Hver er sem Drottinn, Guð vor?
Hann situr hátt
og horfir djúpt.
Hver er sem hann á himni og á jörðu?
Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,
lyftir snauðum úr svaðinu
og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum,
hjá höfðingjum þjóðar sinnar.
Hann fær óbyrjunni heimili
sem glaðri barnamóður.
Hallelúja.

Biblíulestur – 8. desember – Júd 1.1–13

Júdas, þjónn Jesú Krists, bróðir Jakobs, heilsar þeim sem Guð faðir elskar og hefur kallað og Jesús Kristur varðveitir. Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur. Þið elskuðu, mér var [...]

Fara efst