Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur.
Syngið Drottni nýjan söng
því að hann hefur unnið dásemdarverk,
hægri hönd hans hjálpaði honum
og heilagur armur hans.
Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt
og sýndi þjóðunum réttlæti sitt.
Hann minntist miskunnar sinnar
og trúfesti sinnar við Ísraels hús.
Öll endimörk jarðar
sáu hjálpræði Guðs vors.
Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd,
hefjið gleðisöng, hrópið fagnaðaróp og lofsyngið.
Leikið fyrir Drottni á gígju,
á gígju með lofsöngshljómi,
með lúðraþyt og básúnuhljómi,
látið gleðióp gjalla fyrir konunginum, Drottni.
Hafið drynji og allt sem í því er,
heimurinn og þeir sem í honum búa.
Fljótin skulu klappa lof í lófa,
fjöllin fagna öll saman
fyrir augliti Drottins því að hann kemur
til að ríkja yfir jörðinni,
ríkja yfir heiminum með réttlæti,
yfir þjóðunum með réttvísi.
Biblíulestur – 7. mars – Jóh 4.19–38
Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar [...]
Biblíulestur – 6. mars – Jóh 4.1–18
Farísear höfðu heyrt að Jesús fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes. Reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans. Þegar Jesús varð þess vís hvarf hann brott úr [...]
Biblíulestur – Öskudagur 5. mars – Matt 6.16–21
Þegar þér fastið þá verið ekki döpur í bragði eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín svo að engum dyljist að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið [...]
Biblíulestur – 4. mars – Jóh 3.22–36
Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði. Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið [...]
Biblíulestur – 3. mars – Jóh 3.1–21
Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, og átti sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, við vitum að þú ert lærifaðir kominn [...]
Biblíulestur – 2. mars – Lúk 18.31–34
Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður [...]