Biblíulestur – 8. ágúst – 1Jóh 5.13–21
Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. Og ef við vitum að hann bænheyrir okkur um hvað sem við biðjum, þá vitum við að við höfum þegar öðlast það sem við báðum hann um.
Ef einhver sér bróður sinn eða systur drýgja synd, sem leiðir ekki til dauða, þá skal hann biðja Guð og hann mun gefa líf þeim sem syndgar ekki til dauða. Til er synd sem leiðir til dauða. Fyrir henni segi ég ekki að hann skuli biðja. Allt ranglæti er synd en til er synd sem ekki leiðir til dauða.
Við vitum að börn Guðs syndga ekki, hann sem er sonur Guðs varðveitir þau og hinn vondi snertir þau ekki.
Við vitum að við erum Guðs eign og allur heimurinn er á valdi hins vonda. Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. Við lifum í hinum sanna Guði, í syni hans Jesú Kristi. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Börnin mín, gætið ykkar á falsguðunum.
Biblíulestur – 3. júlí – 5Mós 1.19–33
Því næst héldum við af stað frá Hóreb og fórum gegnum alla þessa miklu og skelfilegu eyðimörk sem þið hafið sjálf séð. Við fórum áleiðis til fjalllendis Amoríta eins og [...]
Biblíulestur – 2. júlí – 5Mós 1.1–18
Hér á eftir fer ræðan sem Móse flutti öllum Ísraelsmönnum í eyðimörkinni austan við Jórdan. Hann flutti hana í Araba, austan við Súf, milli Paran og Tófel, Laban, Hatserót og [...]
Biblíulestur – 1. júlí – Jóh 21.15–25
Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?“ Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við [...]
Biblíulestur – 30. júní – Jóh 21.1–14
Eftir þetta birtist Jesús lærisveinunum aftur og þá við Tíberíasvatn. Hann birtist þannig: Þeir voru saman: Símon Pétur, Tómas, kallaður tvíburi, Natanael frá Kana í Galíleu, Sebedeussynirnir og tveir enn [...]
Biblíulestur – 29. júní – Lúk 14.16–24
Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gerði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Er stundin kom að veislan skyldi vera sendi hann þjón sinn að segja þeim er boðnir voru: Komið, [...]
Biblíulestur – 28. júní – Okv 24.11–22
Bjargaðu þeim sem leiddir eru til lífláts, þeim sem eru dæmdir til aftöku. Ef þú segir: „Vér vissum það ekki,“ mun þá ekki sá sem gaumgæfir hjörtun verða þess var [...]