Biblíulestur 17. janúar – Slm 113.1–9
Hallelúja.
Lofið Drottin, þér þjónar hans,
lofið nafn Drottins.
Nafn Drottins sé blessað
héðan í frá og að eilífu.
Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.
Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir,
dýrð hans er himnum hærri.
Hver er sem Drottinn, Guð vor?
Hann situr hátt
og horfir djúpt.
Hver er sem hann á himni og á jörðu?
Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,
lyftir snauðum úr svaðinu
og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum,
hjá höfðingjum þjóðar sinnar.
Hann fær óbyrjunni heimili
sem glaðri barnamóður.
Hallelúja.
Biblíulestur – 12. desember – Ef 2.11–22
Þið skuluð því minnast þessa: Þið voruð upprunalega heiðingjar og kallaðir óumskornir af mönnum sem kalla sig umskorna og eru umskornir á holdi með höndum manna. Sú var tíðin er [...]
Biblíulestur – 11. desember – Ef 1.15–2.10
Eftir að hafa heyrt um trú ykkar á Drottin Jesú og um kærleika ykkar til allra heilagra hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir ykkur er [...]
Biblíulestur – 10. desember – Ef 1.1–14
Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu í Efesus sem trúa á Krist Jesú. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú [...]
Biblíulestur – 9. desember – Júd 1.14–25
Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að [...]
Biblíulestur – 8. desember – Júd 1.1–13
Júdas, þjónn Jesú Krists, bróðir Jakobs, heilsar þeim sem Guð faðir elskar og hefur kallað og Jesús Kristur varðveitir. Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur. Þið elskuðu, mér var [...]
Biblíulestur – Annar sunnudagur í aðventu 7. desember – Mrk 13.31–37
Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema [...]