Biblíulestur – 14. nóvember – 5Mós 29.1–14
Móse kallaði saman allan Ísrael og sagði: Þið hafið sjálfir séð allt það sem Drottinn gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi gegn faraó, öllum þjónum hans og öllu ríki hans. Þú sást með eigin augum hinar miklu raunir, tákn og máttarverk. En allt fram á þennan dag hefur Drottinn ekki gefið ykkur hjarta til að skilja, augu til að sjá eða eyru til að heyra.
Ég leiddi ykkur um eyðimörkina í fjörutíu ár og hvorki slitnuðu klæðin utan af ykkur né ilskórnir af fótum ykkar. Þið hvorki átuð brauð né drukkuð vín eða áfengt öl til þess að þið mættuð skilja að ég er Drottinn, Guð ykkar.
Þegar þið komuð hingað héldu Síhon, konungur í Hesbon, og Óg, konungur í Basan, gegn okkur með ófriði en við sigruðum þá. Við tókum land þeirra og fengum það ættbálkum Rúbens, Gaðs og hálfum ættbálki Manasse að erfðahlut. Haldið því ákvæði þessa sáttmála og breytið eftir þeim til þess að ykkur lánist allt sem þið gerið. Í dag standið þið allir frammi fyrir Drottni, Guði ykkar, höfðingjar ættbálka ykkar, öldungar ykkar og ritarar, allir karlmenn í Ísrael, börn ykkar og konur og aðkomumennirnir sem eru í búðum þínum, bæði viðarhöggsmenn þínir og vatnsberar. Þú gengst hér með undir sáttmála Drottins, Guðs ykkar, og eiðinn sem Drottinn, Guð þinn, sver þér í dag. Hann staðfestir í dag að þú ert hans þjóð og hann þinn Guð eins og hann hefur heitið þér og hann sór feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakobi. En ég geri þennan sáttmála og legg eið að, ekki við ykkur eina heldur bæði við þá sem standa hér hjá okkur í dag frammi fyrir Drottni, Guði okkar, og við þá sem ekki eru hér hjá okkur í dag.
Biblíulestur 29. nóvember – Jón 3.1–10
Orð Drottins kom öðru sinni til Jónasar: „Legg þú af stað og far til Níníve, hinnar miklu borgar, og prédikaðu fyrir henni þann boðskap sem ég mun greina þér frá.“ [...]
Biblíulestur 28. nóvember – Jón 1.1–2.1
Orð Drottins kom til Jónasar Amittaísonar: „Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar. Prédikaðu gegn henni því að illska hennar hefur stigið upp til mín.“ Jónas lagði [...]
Biblíulestur 27. nóvember – 1Kon 10.1–13
Drottningin af Saba heyrði það orð sem fór af Salómon og kom til þess að reyna hann með gátum. Hún kom til Jerúsalem ásamt miklu fylgdarliði og hafði úlfalda klyfjaða [...]
Biblíulestur 26. nóvember – Lúk 18.9–17
Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var [...]
Biblíulestur 25. nóvember – Lúk 8.40–56
En er Jesús kom aftur fagnaði mannfjöldinn honum því að allir væntu hans. Þá kom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann [...]
Biblíulestur 24. nóvember – Matt 22.23–33
Sama dag komu saddúkear til Jesú, en þeir neita því að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus þá skal bróðir hans ganga að [...]