Biblíulestur – 30. ágúst – Okv 25.1–13
Þetta eru líka orðskviðir Salómons sem menn Hiskía Júdakonungs söfnuðu:
Guði er sæmd að dylja mál,
konungum sæmd að útkljá mál.
Eins og hæð himins og dýpt jarðar,
svo eru konungshjörtun órannsakanleg.
Sé sorinn tekinn úr silfrinu,
þá fær smiðurinn ker úr því.
Séu hinir ranglátu teknir burt frá augliti konungsins,
þá verður hásæti hans stöðugt í réttlæti.
Stærðu þig ekki frammi fyrir konunginum
og ætlaðu þér ekki stað stórmenna
því að betra er að menn segi við þig:
„Færðu þig hingað upp,“
en að menn niðurlægi þig frammi fyrir tignarmanni.
Hvað sem augu þín kunna að hafa séð,
vertu þá ekki of hvatur í málavafstur
því að hverjar verða lyktirnar
ef náungi þinn gerir þér minnkun?
Verðu rétt þinn gegn náunga þínum
en ljóstraðu ekki upp leyndarmálum annars manns
til þess að sá sem heyrir það átelji þig ekki
og þú fáir á þig varanlegt óorð.
Gullepli í silfurskálum,
svo eru vel valin orð.
Eins og gullhringur og skartgripur af skíru gulli,
svo er áminning viturs manns sem hlýtt er á.
Eins og snjósvali um uppskerutímann,
svo er áreiðanlegur sendiboði þeim sem sendir hann
því að hann hressir sál húsbónda síns.
Biblíulestur 14. ágúst – Okv 8.1–21
Heyr, spekin kallar. Viskan hefur upp raust sína. Uppi á hæðunum, við veginn og við krossgöturnar stendur hún, við hliðin út úr borginni, þar sem gengið er inn, kallar hún [...]
Biblíulestur 13. ágúst – 1Jóh 5.13–21
Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: [...]
Biblíulestur 12. ágúst – Heb 2.1–13
Þess vegna ber okkur að gefa því enn betur gaum er við höfum heyrt svo að við berumst eigi afleiðis. Fyrst orðið, sem englar fluttu, hefur reynst stöðugt og þau [...]
Biblíulestur 11. ágúst – Matt 23.1–12
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra [...]
Biblíulestur 10. ágúst – Slm 78.52–64
Því næst hélt hann af stað með þjóð sína eins og fjársafn, leiddi hana eins og hjörð um eyðimörkina. Hann leiddi þá óhulta og óttalausa en óvini þeirra huldi hafið. [...]
Biblíulestur 9. ágúst – Heb 1.1–14
Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til okkar talað í syni sínum sem hann setti [...]