Biblíulestur – 5. september – 5Mós 19.1–13
Þegar Drottinn, Guð þinn, upprætir þjóðirnar sem búa í landinu sem Drottinn, Guð þinn, mun fá þér og þú hefur tekið eignir þeirra og ert sestur að í borgum þeirra og húsum, þá skaltu veita þremur borgum sérstöðu í landinu sem Drottinn, Guð þinn, fær þér svo að þú sláir eign þinni á það. Þú skalt stika út veginn að þeim og skipta landinu, sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér að erfðahlut, í þrennt til þess að hver sá sem orðið hefur öðrum að bana geti flúið til þessara borga.
Þetta skal gilda um þann sem hefur orðið manni að bana og flýr þangað til að bjarga lífi sínu. Hafi hann óviljandi orðið öðrum að bana og án þess að hafa áður verið óvinur hans, svo sem þegar maður fer við annan mann út í skóg til að fella tré, reiðir upp öxina til að höggva tréð en hún gengur af skaftinu og lendir á náunga hans svo að hann fær bana af, getur sá maður flúið til einhverrar þessara borga til að bjarga lífi sínu.
Leiðin til griðaborgarinnar má ekki vera of löng svo að hefnandi, sem eltir veganda, geti náð honum og drepið hann, knúinn hefndarþorsta, þótt banamaðurinn sé ekki dauðasekur enda ekki óvinur hans áður.
Af þessum sökum býð ég þér og segi: Þú skalt veita þremur borgum sérstöðu. Ef Drottinn, Guð þinn, eykur land þitt, eins og hann hét forfeðrum þínum, og gefur þér allt landið sem hann hafði heitið þeim, þar sem þú heldur öll boðorðin sem ég set þér í dag, framfylgir þeim með því að elska Drottin, Guð þinn, og ganga á hans vegum alla ævi, þá skaltu enn bæta þremur borgum við þessar þrjár. Með því skal komið í veg fyrir að saklausu blóði verði úthellt og blóðsekt komi yfir þig í landi þínu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér að erfðahlut.
En hatist maður við náunga sinn, sitji um hann, ráðist á hann og ljósti hann til bana og flýi síðan í einhverja af griðaborgunum, skulu öldungar heimaborgar hans senda menn og sækja hann þangað. Þeir skulu framselja hann til lífláts í hendur þess sem á blóðsektar að hefna. Þú skalt ekki sýna honum neina samúð heldur hreinsa Ísrael af sök vegna saklauss blóðs svo að þér farnist vel.
Biblíulestur 24. september – Róm 5.1–11
Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Hann hefur veitt okkur aðgang að þeirri náð sem við lifum í og við fögnum í [...]
Biblíulestur 23. september – Róm 3.21–31
En nú hefur Guð opinberað réttlæti sitt sem lögmálið og spámennirnir vitna um og byggist ekki á lögmáli. Það er: Réttlæti trúarinnar sem Guð gefur öllum þeim sem trúa á [...]
Biblíulestur 22. september – Mrk 2.15–17
Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans. Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, [...]
Biblíulestur 21. september – Slm 81.1–17
Gleðjist fyrir Guði sem er styrkur vor, fagnið fyrir Jakobs Guði. Hefjið lofsöng og berjið bumbur, knýið kliðmjúka lútu og hörpu. Þeytið hafurshorn með nýju tungli, við tunglfylling á hátíðisdegi [...]
Biblíulestur 20. september – Róm 3.1–20
Hvað hefur þá Gyðingurinn fram yfir aðra? Eða hvert er gagn umskurnarinnar? Mikið á allan hátt. Fyrst og helst er það að Guð hefur trúað Gyðingum fyrir orðum sínum. Sumir [...]
Biblíulestur 19. september – 2Þess 3.6–16
En ég býð ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann [...]