Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur.
Syngið Drottni nýjan söng
því að hann hefur unnið dásemdarverk,
hægri hönd hans hjálpaði honum
og heilagur armur hans.
Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt
og sýndi þjóðunum réttlæti sitt.
Hann minntist miskunnar sinnar
og trúfesti sinnar við Ísraels hús.
Öll endimörk jarðar
sáu hjálpræði Guðs vors.
Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd,
hefjið gleðisöng, hrópið fagnaðaróp og lofsyngið.
Leikið fyrir Drottni á gígju,
á gígju með lofsöngshljómi,
með lúðraþyt og básúnuhljómi,
látið gleðióp gjalla fyrir konunginum, Drottni.
Hafið drynji og allt sem í því er,
heimurinn og þeir sem í honum búa.
Fljótin skulu klappa lof í lófa,
fjöllin fagna öll saman
fyrir augliti Drottins því að hann kemur
til að ríkja yfir jörðinni,
ríkja yfir heiminum með réttlæti,
yfir þjóðunum með réttvísi.
Biblíulestur – 12. mars – Jóh 5.19–30
Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gert af sjálfum sér. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera. Því hvað [...]
Biblíulestur – 11. mars – Jóh 5.1–18
Þessu næst var ein af hátíðum Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim [...]
Biblíulestur – 10. mars – Jóh 4.39–54
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til [...]
Biblíulestur – 9. mars – Matt 4.1–11
Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina til þess að djöfullinn gæti freistað hans. Þar fastaði Jesús fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður. Þá kom djöfullinn [...]
Biblíulestur – 8. mars – Slm 94.16–23
Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna, hver standa með mér gegn illgjörðamönnum? Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar. Þegar ég hugsa: „Mér [...]
Biblíulestur – 7. mars – Jóh 4.19–38
Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar [...]