Biblíulestur 16. janúar – Esk 3.4–15
Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, farðu nú til Ísraelsmanna og flyttu þeim orð mín því að þú ert ekki sendur til fólks sem talar framandi eða óskiljanlegt tungumál, heldur til Ísraelsmanna, ekki til margra þjóða sem tala framandi tungumál sem þú skilur ekki orð í. Ef ég hefði sent þig til þeirra hefðu þær hlustað á þig. En Ísraelsmenn vilja ekki hlusta á þig af því að þeir vilja ekki hlusta á mig. Þar sem allir Ísraelsmenn hafa hart enni og forhert hjarta herði ég nú andlit þitt eins og andlit þeirra og enni þitt eins og enni þeirra. Ég hef gert enni þitt hart sem demant, harðara en kvars. Þú skalt hvorki óttast þá né skelfast þó að þeir séu þverúðugt fólk.“
Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, hlýddu með athygli á öll þau orð sem ég tala til þín og festu þau í huga þér. Haltu af stað, farðu til útlaganna, samlanda þinna, ávarpaðu þá og segðu: Svo segir Drottinn Guð, hvort sem þeir hlusta eða ekki.“
Þá hóf andinn mig upp. Ég heyrði drunur frá miklum jarðskjálfta að baki mér þegar dýrð Drottins hófst upp frá stað sínum, þytinn frá vængjum veranna sem snerust, hvin hjólanna við hlið þeirra og drunur frá miklum jarðskjálfta. Andinn hóf mig upp og bar mig með sér. Ég hélt af stað bitur og reiður því að hönd Drottins hvíldi þungt á mér. Ég kom til útlaganna í Tel Abíb, þeirra sem bjuggu við Kebarfljót. Ég sat á meðal þeirra í sjö daga, stjarfur af skelfingu.
Biblíulestur – 16. desember – Ef 3.14–4.6
Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi ykkur af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda [...]
Biblíulestur – 15. desember – Ef 3.1–13
Þess vegna er það að ég, Páll, bandingi Krists Jesú vegna ykkar, heiðinna manna, beygi kné mín. Víst hafið þið heyrt um þá náð sem Guð hefur sýnt mér og [...]
Biblíulestur – Þriðji sunnudagur í aðventu 14. desember – Lúk 3.1–18
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð [...]
Biblíulestur – 13. desember – Slm 109.21—31
En þú, Drottinn, Guð minn, breyt vel við mig sakir nafns þíns, frelsa mig sakir gæsku þinnar og miskunnar því að ég er hrjáður og snauður, hjartað berst í brjósti [...]
Biblíulestur – 12. desember – Ef 2.11–22
Þið skuluð því minnast þessa: Þið voruð upprunalega heiðingjar og kallaðir óumskornir af mönnum sem kalla sig umskorna og eru umskornir á holdi með höndum manna. Sú var tíðin er [...]
Biblíulestur – 11. desember – Ef 1.15–2.10
Eftir að hafa heyrt um trú ykkar á Drottin Jesú og um kærleika ykkar til allra heilagra hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir ykkur er [...]