Biblíulestur – 26. nóvember – 5Mós 32.30–38
Hvernig fær einn elt þúsund
eða tveir menn hrakið tíu þúsund á flótta
nema bjarg þeirra hafi framselt þá,
Drottinn ofurselt þá?
En bjarg fjandmannanna er ekki sem bjarg vort,
um það geta óvinir vorir dæmt.
Vínviður þeirra er af vínviði Sódómu,
hann er úr víngörðum Gómorru,
vínber þeirra eru eitruð,
þrúgurnar beiskar,
vín þeirra er slöngueitur
úr banvænum nöðrum.
Er það ekki í minni vörslu,
innsiglað í forðabúri mínu?
Mín er hefndin og mitt að endurgjalda
er þeir gerast valtir á fótum.
Skapadægur þeirra er nærri,
það sem fyrir þeim liggur ber brátt að.
Því að Drottinn mun rétta hlut þjóðar sinnar,
sýna þjónum sínum miskunn
þegar hann sér að hver hönd er máttlaus,
engir eftir nema kúgaðir menn og hjálparvana.
Þá mun hann spyrja: Hvar eru guðir þeirra,
bjargið sem þeir leituðu hælis hjá
sem átu feiti sláturfórna þeirra,
drukku vín dreypifórna þeirra?
Gangi þeir nú fram og hjálpi yður,
verði þeir nú vörn yðar.
Biblíulestur – 26. október – Matt 9.1–8
Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði [...]
Biblíulestur – 25. október – Okv 26.1–16
Eins og snjór um sumar eða regn um uppskeru, svo illa á sæmd við heimskan mann. Eins og spörfugl hlýtur að flögra og svala að fljúga, eins er um óverðskuldaða [...]
Biblíulestur – 24. október – 1Þess 2.1–12
Sjálf vitið þið, bræður og systur, að koma mín til ykkar varð ekki árangurslaus. Ykkur er kunnugt að ég hafði áður þolað illt og verið misþyrmt í Filippí en Guð [...]
Biblíulestur – 23. október – 1Þess 1.1–10
Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður. Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er [...]
Biblíulestur – 22. október – 5Mós 27.11–26
Sama dag gaf Móse fólkinu eftirfarandi fyrirmæli: „Þessir ættbálkar eiga að standa á Garísímfjalli til að blessa fólkið þegar þið eruð komin yfir Jórdan: Símeon, Leví, Júda, Íssakar, Jósef og [...]
Biblíulestur – 21. október – 5Mós 27.1–10
Móse og öldungar Ísraels gáfu fólkinu eftirfarandi fyrirmæli: „Haldið öll þau fyrirmæli sem ég set ykkur í dag. Þegar þið eruð komin yfir Jórdan og inn í landið sem Drottinn, [...]