Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 7. september – Mrk 7.31–37

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú.
Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: „Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Biblíulestur 5. október – Slm 82.1–8

Guð stendur á guðaþingi, hann heldur dóm meðal guðanna. „Hve lengi ætlið þér að dæma ranglega og draga taum óguðlegra? (Sela) Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra, látið þjáða og snauða [...]

Biblíulestur 2. október – Hós 2.4–13

Kærið móður yðar, kærið, því að hún er ekki eiginkona mín og ég ekki eiginmaður hennar. Hún skal fjarlægja skækjumerkið af andliti sínu og hórumerkið milli brjósta sinna. Annars fletti [...]

Fara efst