Biblíulestur – 8. september – 5Mós 19.14–21
Þú skalt ekki færa úr stað landamerki nágranna þíns sem forfeðurnir hafa sett í erfðalandi þínu sem kemur í hlut þinn í landinu sem Drottinn, Guð þinn, fær þér til eignar.
Ekki nægir eitt vitni á móti neinum þeim sem sakaður er um afbrot eða glæp, hvert svo sem brotið er. Því aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri.
En komi fram ljúgvitni gegn einhverjum og beri að hann hyggi á lögbrot skulu báðir sem hlut eiga að deilunni koma fram fyrir Drottin, prestana og dómarana sem þá gegna embætti. Dómararnir skulu rannsaka málsatvik rækilega. Komi þá í ljós að þetta er ljúgvitni, sem borið hefur bróður sinn lognum sökum, skuluð þið fara með hann eins og hann ætlaði að fara með bróður sinn og þannig skaltu eyða hinu illa þín á meðal. Hinir skulu frétta þetta svo að þeir skelfist og drýgi ekki framar þvílíkt ódæði þín á meðal. Þú skalt enga vægð sýna honum: Líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót.
Biblíulestur 12. október – Slm 83.1–19
Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull, ó Guð, né aðgerðalaus. Því sjá, óvinir þínir gera hark og hatursmenn þínir reigja sig. Þeir sitja á svikráðum við lýð þinn, leggja [...]
Biblíulestur 11. október – 5Mós 5.1–15
Móse kallaði allan Ísrael saman og sagði: Heyr þú, Ísrael, lögin og ákvæðin sem ég boða ykkur nú í dag. Lærið þau, haldið þau af kostgæfni. Drottinn, Guð okkar, gerði [...]
Biblíulestur 10. október – Kól 1.24–2.5
Nú er ég glaður í þjáningum mínum ykkar vegna og uppfylli með þjáningum líkama míns það sem enn vantar á þjáningar Krists til heilla fyrir líkama hans, kirkjuna. Hennar þjónn [...]
Biblíulestur 9. október – Jóh 15.9–25
Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni. Ef þér haldið boðorð mín verðið þér stöðug í elsku minni, eins og ég hef [...]
Biblíulestur 8. október – Matt 18.15–20
Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér] skaltu fara og tala um fyrir honum og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast hefur þú endurheimt bróður þinn. En [...]
Biblíulestur 7. október – 2Kon 2.1–14
Þegar Drottinn hugðist hefja Elía til himins í stormviðri voru þeir Elía og Elísa á leið frá Gilgal. Elía sagði við Elísa: „Bíð hér því að Drottinn hefur sent mig [...]