Biblíulestur – 9. september – 2Kor 1.1–11
Páll, að Guðs vilja postuli Krists Jesú, og Tímóteus, bróðir okkar, heilsa söfnuði Guðs, sem er í Korintu, ásamt öllum heilögum, í gervallri Akkeu.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar sem hughreystir mig í sérhverri þrenging minni svo að ég geti hughreyst alla aðra í þrengingum þeirra á sama hátt og hann hughreystir mig. Eins og ég tek í ríkum mæli þátt í þjáningum Krists, þannig uppörvar Kristur mig einnig í ríkum mæli. En ef ég sæti þrengingum, þá er það til þess að þið öðlist kjark og frelsist og ef ég er vongóður, þá er það til þess að þið verðið vongóð og öðlist kjark og kraft til að standast þær þjáningar sem ég einnig líð. Ég ber fullt traust til ykkar því að ég veit að fyrst þið takið þátt í þjáningum mínum hljótið þið og að taka þátt í trúarvissu minni.
Ég vil ekki, bræður mínir og systur, að ykkur sé ókunnugt um þrenging þá sem ég varð fyrir í Asíu. Ég var aðþrengdur langt um megn fram svo að ég jafnvel örvænti um lífið. Já, mér sýndist sjálfum að ég hefði þegar fengið minn dauðadóm. Því að mér átti að lærast að treysta ekki sjálfum mér heldur Guði sem uppvekur hina dauðu. Úr slíkri dauðans hættu frelsaði hann mig og mun frelsa mig. Til hans hef ég sett von mína að hann muni enn frelsa mig. Þið getið einnig hjálpað til þess með því að biðja fyrir mér. Þá munu margir taka undir þakkir til Guðs fyrir það sem hann hefur veitt mér.
Biblíulestur 18. október – 1Tím 6.3–10
Ef einhver fer með villukenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum Drottins vors Jesú Krists og því sem trú okkar kennir, þá hefur hann ofmetnast og veit ekki neitt. Hann [...]
Biblíulestur 17. október – Post 4.32–37
En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál og enginn þeirra taldi neitt vera sitt er hann átti heldur höfðu menn allt sameiginlegt. Postularnir [...]
Biblíulestur 16. október – Okv 28.14–28
Sæll er sá maður sem ávallt er var um sig en sá sem herðir hjarta sitt fellur í ógæfu. Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er ranglátur drottnari [...]
Biblíulestur 15. október – Job 42.1–6
Job svaraði Drottni og sagði: Nú skil ég að þú getur allt, ekkert, sem þú vilt, er þér um megn. Hver myrkvar ráðsályktunina án þekkingar? Ég hef talað af skilningsleysi [...]
Biblíulestur 14. október – 5Mós 5.16–33
Heiðra föður þinn og móður þína eins og Drottinn, Guð þinn, hefur boðið þér svo að þú verðir langlífur og þér vegni vel í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur [...]
Biblíulestur 13. október – Matt 21.33–44
Enn sagði Jesús: „Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr [...]