Biblíulestur – 26. nóvember – 5Mós 32.30–38
Hvernig fær einn elt þúsund
eða tveir menn hrakið tíu þúsund á flótta
nema bjarg þeirra hafi framselt þá,
Drottinn ofurselt þá?
En bjarg fjandmannanna er ekki sem bjarg vort,
um það geta óvinir vorir dæmt.
Vínviður þeirra er af vínviði Sódómu,
hann er úr víngörðum Gómorru,
vínber þeirra eru eitruð,
þrúgurnar beiskar,
vín þeirra er slöngueitur
úr banvænum nöðrum.
Er það ekki í minni vörslu,
innsiglað í forðabúri mínu?
Mín er hefndin og mitt að endurgjalda
er þeir gerast valtir á fótum.
Skapadægur þeirra er nærri,
það sem fyrir þeim liggur ber brátt að.
Því að Drottinn mun rétta hlut þjóðar sinnar,
sýna þjónum sínum miskunn
þegar hann sér að hver hönd er máttlaus,
engir eftir nema kúgaðir menn og hjálparvana.
Þá mun hann spyrja: Hvar eru guðir þeirra,
bjargið sem þeir leituðu hælis hjá
sem átu feiti sláturfórna þeirra,
drukku vín dreypifórna þeirra?
Gangi þeir nú fram og hjálpi yður,
verði þeir nú vörn yðar.
Biblíulestur – 19. febrúar – 1Mós 3.14–24
Þá sagði Drottinn Guð við höggorminn: Af því að þú gerðir þetta skaltu vera bölvaður meðal alls fénaðarins og meðal allra dýra merkurinnar. Á kviði þínum skaltu skríða og mold [...]
Biblíulestur – 18. febrúar – 1Mós 3.1–13
Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré [...]
Biblíulestur – 17. febrúar – 1Mós 2.4–25
Á þeim degi er Drottinn Guð gerði himin og jörð var enginn runni merkurinnar til á jörðinni og engar jurtir spruttu því að Drottinn Guð hafði ekki enn látið rigna [...]
Biblíulestur – 16. febrúar – Matt 20.1–16
Jesús sagði þessa dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun [...]
Biblíulestur – 15. febrúar – Slm 93.1–5
Drottinn er konungur, skrýddur hátign, Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti. Heimurinn er stöðugur, haggast ekki. Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu, frá eilífð ert þú. Fljótin hófu upp, Drottinn, fljótin [...]
Biblíulestur – 14. febrúar – 1Mós 1.24–2.4
Þá sagði Guð: „Jörðin leiði fram lifandi skepnur, hverja eftir sinni tegund, búfé, skriðdýr og villidýr, hvert eftir sinni tegund.“ Og það varð svo. Guð gerði villidýrin, hvert eftir sinni [...]