Biblíulestur – 16. september – 2Kor 5.1–10
Við vitum að þótt jarðnesk tjaldbúð okkar verði rifin niður þá höfum við hús frá Guði, eilíft hús á himnum sem eigi er með höndum gert. Á meðan andvörpum við og þráum að íklæðast húsi okkar frá himnum. Þegar við íklæðumst því munum við ekki standa uppi nakin. En á meðan við erum í tjaldbúðinni stynjum við mædd. Við viljum ekki afklæðast forgengilegum líkama okkar heldur íklæðast óforgengilegum líkama til þess að dauðleg tilvera okkar umbreytist og verði eilíf. En það er Guð sem er að verki í okkur og gerir okkur þetta fært og hann hefur gefið okkur anda sinn sem tryggingu.
Ég er því ávallt hughraustur þótt ég viti að meðan ég lifi á jörðinni er ég að heiman frá Drottni því að við lifum í trú án þess að sjá. Já, ég er hughraustur og mig langar öllu fremur til að hverfa burt úr líkamanum og vera heima hjá Drottni. Þess vegna kosta ég kapps um, hvort sem ég er heima eða að heiman, að vera honum þóknanlegur. Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists til þess að sérhver fái það endurgoldið sem hann hefur aðhafst í lifanda lífi, hvort sem það er gott eða illt.
Biblíulestur 29. nóvember – Jón 3.1–10
Orð Drottins kom öðru sinni til Jónasar: „Legg þú af stað og far til Níníve, hinnar miklu borgar, og prédikaðu fyrir henni þann boðskap sem ég mun greina þér frá.“ [...]
Biblíulestur 28. nóvember – Jón 1.1–2.1
Orð Drottins kom til Jónasar Amittaísonar: „Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar. Prédikaðu gegn henni því að illska hennar hefur stigið upp til mín.“ Jónas lagði [...]
Biblíulestur 27. nóvember – 1Kon 10.1–13
Drottningin af Saba heyrði það orð sem fór af Salómon og kom til þess að reyna hann með gátum. Hún kom til Jerúsalem ásamt miklu fylgdarliði og hafði úlfalda klyfjaða [...]
Biblíulestur 26. nóvember – Lúk 18.9–17
Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var [...]
Biblíulestur 25. nóvember – Lúk 8.40–56
En er Jesús kom aftur fagnaði mannfjöldinn honum því að allir væntu hans. Þá kom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann [...]
Biblíulestur 24. nóvember – Matt 22.23–33
Sama dag komu saddúkear til Jesú, en þeir neita því að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus þá skal bróðir hans ganga að [...]