Biblíulestur – Fyrsti sunnudagur í aðventu 30. nóvember – Lúk 4.16–21
Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“
Biblíulestur 7. mars – Slm 117.1–2
Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilífu. Hallelúja.
Biblíulestur – 8. mars – Slm 94.16–23
Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna, hver standa með mér gegn illgjörðamönnum? Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar. Þegar ég hugsa: „Mér [...]
Biblíulestur 6. mars – Opb 21.1–8
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. Og ég sá borgina helgu, [...]
Biblíulestur – 7. mars – Jóh 4.19–38
Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar [...]
Biblíulestur 5. mars – Opb 20.4–15
Og ég sá hásæti og menn settust í þau og þeim sem þar sátu var gefið vald til að dæma. Ég sá sálir þeirra sem höfðu verið hálshöggnir af því [...]
Biblíulestur – 6. mars – Jóh 4.1–18
Farísear höfðu heyrt að Jesús fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes. Reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans. Þegar Jesús varð þess vís hvarf hann brott úr [...]