Daglegur lestur2025-11-23T00:01:48+00:00

Biblíulestur – 4. desember – Fílm 1.1–14

Páll, bandingi Krists Jesú, og Tímóteus bróðir okkar heilsa elskuðum vini okkar og samverkamanni, Fílemon, svo og Appíu systur okkar og Arkippusi samherja okkar og söfnuðinum sem kemur saman í húsi þínu.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Ég þakka Guði mínum ávallt er ég minnist þín í bænum mínum því að ég heyri um trú þína á Drottni Jesú og um kærleika þinn til hinna heilögu. Ég bið að það sem þú átt og gefur í trúnni styrki þig til þess að skilja allt hið góða sem veitist í Kristi. Mikla gleði og uppörvun hef ég þegið sakir kærleika þíns því að þú, bróðir, hefur endurnært hjörtu heilagra.
Þótt ég gæti með fullri djörfung í Kristi boðið þér að gera það sem skylt er, þá fer ég heldur bónarveg vegna kærleika þíns þar sem ég er eins og ég er, hann Páll gamli, og nú líka bandingi Krists Jesú. Ég bið þig þá fyrir barnið mitt sem ég hef getið í fjötrum mínum, hann Onesímus. Hann var þér áður óþarfur en er nú þarfur bæði þér og mér. Ég sendi hann til þín aftur og er hann þó sem hjartað í brjósti mér. Feginn vildi ég hafa haldið honum hjá mér til þess að hann í þinn stað væri mér til hjálpar í fjötrum mínum vegna fagnaðarerindisins. En án þíns samþykkis vildi ég ekkert gera til þess að velgjörð þín skyldi ekki koma eins og af nauðung heldur af fúsum vilja.

Biblíulestur 19. mars – Hlj 3.1–20

Ég er maðurinn sem hefur þjáðst undir reiðisvipu hans. Mig hefur hann hrakið burt, út í myrkur og niðdimmu. Gegn mér snýr hann hendi sinni án afláts allan daginn. Hann [...]

Biblíulestur 18. mars – Hlj 2.18–22

Hrópa hátt til Drottins, þú mærin, dóttir Síonar. Lát tárin renna eins og læk dag og nótt, unn þér engrar hvíldar, lát auga þitt ekki hvílast. Rís á fætur! Kveina [...]

Biblíulestur 17. mars – Hlj 2.11–17

Augu mín daprast af gráti, ég ólga hið innra og galli mínu er úthellt á jörðina sökum tortímingar dótturinnar, þjóðar minnar, börn og brjóstmylkingar hníga magnþrota niður á strætum borgarinnar. [...]

Fara efst