Biblíulestur – 20. september – Slm 106.13–23
En þeir gleymdu fljótt verkum hans,
biðu ekki ráða hans.
Þeir fylltust græðgi í eyðimörkinni
og freistuðu Guðs í auðninni.
Hann uppfyllti ósk þeirra
en sendi þeim tærandi sjúkdóm.
Þá öfunduðu þeir Móse í herbúðunum
og Aron, hinn heilaga Drottins.
Jörðin opnaðist og gleypti Datan
og huldi flokk Abírams.
Eldur kviknaði í flokki þeirra,
logi gleypti hina óguðlegu.
Þeir gerðu kálf við Hóreb
og féllu fram fyrir steyptu líkneski,
létu vegsemd sína í skiptum
fyrir mynd af nauti sem bítur gras.
Þeir gleymdu Guði, frelsara sínum,
sem vann máttarverk í Egyptalandi,
gerði undur í landi Kams,
ógnvekjandi dáðir við Sefhafið.
Hann hugðist tortíma þeim
en Móse, sem hann hafði útvalið,
gekk á milli og bægði frá tortímandi reiði hans.
Biblíulestur 28. desember – Okv 21.16–31
Sá maður sem villist af vegi viskunnar mun brátt hvílast í samneyti framliðinna. Öreigi verður sá sem sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu verður [...]
Biblíulestur 27. desember – Jóh 12.1–11
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur 26. desember – Matt 1.18–25
Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var [...]
Biblíulestur 25. desember – Jóh 1.1–14
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem [...]
Biblíulestur 24. desember – Lúk 2.1–14
En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri [...]
Biblíulestur 23. desember – Matt 24.42–47
Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu [...]