Biblíulestur – 10. desember – Ef 1.1–14
Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu í Efesus sem trúa á Krist Jesú.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem í Kristi hefur blessað oss með allri andlegri blessun himinsins. Áður en grunnur heimsins var lagður útvaldi hann oss í Kristi að hann hefði oss fyrir augum sér heilög og lýtalaus í kærleika.
Fyrir fram ákvað hann að gera oss að börnum sínum í Jesú Kristi.
Sá var náðarvilji hans.
Hann vildi að vér yrðum til vegsemdar dýrð hans og náð
sem hann hefur gefið oss í sínum elskaða syni.
Í honum, fyrir hans blóð, eigum vér endurlausnina
og fyrirgefningu afbrota vorra.
Svo auðug er náð hans sem hann gaf oss ríkulega
með hvers konar vísdómi og skilningi.
Og hann hefur birt oss leyndardóm vilja síns,
þann ásetning um Krist
sem hann í náð sinni ætlaði sér að framkvæma í fyllingu tímanna:
Að safna öllu sem til er á himni og jörðu undir eitt höfuð í Kristi.
Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina
eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans
er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns
til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists,
skyldum vera dýrð hans til vegsemdar.
Í honum eruð og þér eftir að hafa heyrt orð sannleikans,
fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar
og tekið trú á hann
og verið merkt innsigli heilags anda sem yður var fyrirheitið.
Hann er pantur arfleifðar vorrar
að vér verðum endurleyst Guði til eignar,
dýrð hans til vegsemdar.
Biblíulestur – Föstudagurinn langi 18. apríl – Jóh 19.16–30
Þá seldi hann þeim hann í hendur og bauð að láta krossfesta hann. Hermennirnir tóku þá við Jesú. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist [...]
Biblíulestur – Skírdagur 17. apríl – Jóh 13.1–5, 34–35
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem [...]
Biblíulestur – 16. apríl – Jóh 7.37–53
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi [...]
Biblíulestur – 15. apríl – Jóh 7.19–36
Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?“ Fólkið ansaði: „Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?“ Jesús svaraði [...]
Biblíulestur – 14. apríl – Jóh 7.1–18
Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu sökum þess að ráðamenn Gyðinga þar sátu um líf hans. Nú fór laufskálahátíð Gyðinga í hönd. Þá sögðu [...]
Biblíulestur – Pálmasunnudagur 13. apríl – Jóh 12.1–16
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]