Biblíulestur – 13. desember – Slm 109.21—31
En þú, Drottinn, Guð minn, breyt vel við mig sakir nafns þíns,
frelsa mig sakir gæsku þinnar og miskunnar
því að ég er hrjáður og snauður,
hjartað berst í brjósti mér.
Ég hverf sem skugginn er degi hallar,
ég er flæmdur burt eins og engispretta,
hné mín skjögra af föstu
og hold mitt skortir feiti.
Ég er orðinn mönnum að spotti,
þeir hrista höfuðið þegar þeir sjá mig.
Hjálpa mér, Drottinn, Guð minn,
bjarga mér eftir miskunn þinni,
að þeir megi komast að raun um að það var þín hönd,
að það varst þú, Drottinn, sem gerðir það.
Bölvi þeir, blessar þú,
rísi þeir gegn mér verði þeir til skammar
en þjónn þinn gleðjist.
Andstæðingar mínir íklæðist svívirðing,
sveipi sig skömminni eins og skikkju.
Ég vil lofa Drottin með munni mínum,
í fjölmenni vegsama ég hann
því að hann stendur við hlið hins snauða
til að hjálpa honum gegn þeim sem sakfella hann.
Biblíulestur – 6. maí – 1Kor 12.1–13
En svo ég minnist á gáfur andans, systkin, þá vil ég ekki að þið séuð fáfróð um þær. Þið vitið að þegar þið voruð heiðingjar létuð þið leiða ykkur til [...]
Biblíulestur – 5. maí – 1Kor 11.17–34
En um leið og ég gef ykkur þessi fyrirmæli get ég ekki hrósað ykkur fyrir samkomur ykkar sem eru fremur til ills en góðs. Í fyrsta lagi heyri ég að [...]
Biblíulestur – 4. maí – Jóh 10.11–16
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar [...]
Biblíulestur – 3. maí – Slm 99.1–9
Drottinn er konungur, þjóðirnar skjálfa, hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötrar. Drottinn er voldugur á Síon og hafinn yfir allar þjóðir, þær lofi nafn þitt, máttugt og ógnþrungið. Heilagur [...]
Biblíulestur – 2. maí – 1Kor 11.2–16
Ég hrósa ykkur fyrir það að þið í öllu minnist mín og haldið fast við kenningarnar eins og ég flutti ykkur þær. En ég vil að þið vitið að Kristur [...]
Biblíulestur – 1. maí – Jóh 9.24–41
Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“ Hann svaraði: „Ekki [...]