Biblíulestur – 4. nóvember – 2Þess 2.1–12
En að því er varðar komu Drottins vors Jesú Krists og að við söfnumst til hans bið ég ykkur, bræður og systur, að vera ekki fljót til að komast í uppnám eða verða hrædd, hvorki þótt vísað sé til andavitrunar né einhvers sem ég á að hafa kennt eða skrifað um að dagur Drottins sé þegar fyrir höndum. Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði.
Minnist þið ekki þess að ég sagði ykkur þetta meðan ég enn þá var hjá ykkur? Þið vitið hvað aftrar honum nú. Hann á að bíða síns tíma. Því að leyndardómur lögleysisins er þegar farinn að starfa en fyrst verður að ryðja þeim burt sem stendur í vegi. Þá mun lögleysinginn opinberast en Drottinn Jesús mun koma og birtast, tortíma honum með anda munns síns og gera hann að engu. Þegar lögleysinginn kemur fram er Satan að verki með alls kyns furðuverkum, lygatáknum, undrum og alls konar ranglætisvélum sem blekkja þau sem eru á glötunarleið. Þau glatast af því að þau vildu ekki þiggja kærleikann til sannleikans svo að þau mættu verða hólpin. Þess vegna sendir Guð þeim megna villu til þess að þau trúi lyginni. Þannig verða þau öll dæmd sem trúðu ekki sannleikanum en höfðu velþóknun á ranglætinu.
Biblíulestur – Skírdagur 17. apríl – Jóh 13.1–5, 34–35
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem [...]
Biblíulestur – 16. apríl – Jóh 7.37–53
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi [...]
Biblíulestur – 15. apríl – Jóh 7.19–36
Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?“ Fólkið ansaði: „Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?“ Jesús svaraði [...]
Biblíulestur – 14. apríl – Jóh 7.1–18
Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu sökum þess að ráðamenn Gyðinga þar sátu um líf hans. Nú fór laufskálahátíð Gyðinga í hönd. Þá sögðu [...]
Biblíulestur – Pálmasunnudagur 13. apríl – Jóh 12.1–16
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur. Syngið Drottni nýjan söng því að hann hefur unnið dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og heilagur armur hans. Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt og sýndi þjóðunum réttlæti sitt. Hann [...]