Biblíulestur – 20. desember – Slm 110.1–7
Davíðssálmur.
Svo segir Drottinn við herra minn:
„Set þig mér til hægri handar,
þá mun ég leggja óvini þína
sem skör fóta þinna.“
Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon.
Drottna þú meðal óvina þinna.
Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn.
Á helgum fjöllum fæddi ég þig
eins og dögg úr skauti morgunroðans.
Drottinn hefur svarið
og hann iðrar þess eigi:
„Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.“
Drottinn er þér til hægri handar,
hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
Hann heldur dóm meðal þjóðanna,
fyllir allt líkum,
knosar höfðingja um víðan vang.
Á leiðinni drekkur hann úr læknum,
þess vegna ber hann höfuðið hátt.
Biblíulestur – 4. desember – Fílm 1.1–14
Páll, bandingi Krists Jesú, og Tímóteus bróðir okkar heilsa elskuðum vini okkar og samverkamanni, Fílemon, svo og Appíu systur okkar og Arkippusi samherja okkar og söfnuðinum sem kemur saman í [...]
Biblíulestur – 3. desember – 5Mós 34.1–12
Síðan gekk Móse frá Móabssléttu og á Nebófjall, upp á Pisgatind gegnt Jeríkó, og Drottinn sýndi honum allt landið: Gíleað allt til Dan, allt Naftalí, Efraímsland og Manasse, allt land [...]
Biblíulestur – 2. desember – 5Mós 33.22–29
Um Dan sagði hann: Dan er ljónshvolpur sem kemur stökkvandi frá Basan. Um Naftalí sagði hann: Naftalí er saddur af velvild, mettaður af blessun Drottins. Hann skal hljóta vatnið og [...]
Biblíulestur – 1. desember – 5Mós 33.12–21
Um Benjamín sagði hann: Sá sem Drottinn elskar skal vera óhultur hjá honum. Hinn hæsti verndar hann hvern dag, hann býr milli fjallshlíða hans. Um Jósef sagði hann: Land hans [...]
Biblíulestur – Fyrsti sunnudagur í aðventu 30. nóvember – Lúk 4.16–21
Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja [...]
Biblíulestur – 29. nóvember – Okv 26.17–28
Sá sem blandar sér í annarra deilu er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur. Eins og óður maður sem þeytir eldibröndum og örvum [...]