Biblíulestur – 5. nóvember – 2Þess 2.13–3.5
En ætíð hlýt ég að þakka Guði fyrir ykkur, bræður og systur, sem Drottinn elskar. Guð útvaldi ykkur til þess að þið yrðuð frumgróði til hjálpræðis. Guð lét andann helga ykkur og þið trúið á sannleikann. Til þessa kallaði hann ykkur. Hann lét mig boða ykkur fagnaðarboðskapinn um að þið skylduð öðlast hlutdeild í dýrð Drottins vors Jesú Krists. Systkin, standið því stöðug og haldið fast við þær postullegu kenningar er ég hef flutt ykkur munnlega eða með bréfi.
En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.
Að endingu, systkin: Biðjið fyrir mér að orð Drottins megi breiðast út og vera í heiðri haft eins og hjá ykkur og að ég mætti frelsast frá spilltum og vondum mönnum. Því að ekki er trúin allra.
En trúr er Drottinn og hann mun styrkja ykkur og vernda fyrir hinum vonda. En ég ber það traust til ykkar vegna Drottins að þið bæði gerið og munið gera það sem ég legg fyrir ykkur.
En Drottinn leiði hjörtu ykkar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.
Biblíulestur – 17. október – 5Mós 25.17–26.10a
Minnstu þess hvernig Amalek lék þig á leiðinni þegar þið fóruð frá Egyptalandi. Án þess að óttast Guð réðst hann á þig á leiðinni, þegar þú varst þreyttur og uppgefinn, [...]
Biblíulestur – 16. október – 5Mós 25.1–16
Þegar deila rís milli manna og þeir fara fyrir rétt og dómur er kveðinn upp yfir þeim á þann veg að sá saklausi er sýknaður en sá seki sakfelldur og [...]
Biblíulestur – 15. október – 5Mós 24.10–22
Þegar þú lánar náunga þínum eitthvað skaltu ekki ganga inn í hús hans til að taka veð hjá honum. Þú skalt standa utan dyra og maðurinn, sem þú lánaðir, skal [...]
Biblíulestur – 14. október – 5Mós 23.25–24.9
Þegar þú kemur á kornakur í eigu annars manns mátt þú tína öx með hendinni en sigð mátt þú ekki sveifla á kornakri náunga þíns. Nú gengur maður að eiga [...]
Biblíulestur – 13. október – 5Mós 23.10–24
Sé einhver með þér sem ekki er hreinn vegna þess sem hefur hent hann um nóttina skal hann ganga út fyrir herbúðirnar og má ekki inn í þær koma. Að [...]
Biblíulestur – 12. október – Lúk 14.1–11
Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar og höfðu menn gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá [...]