Biblíulestur – 6. maí – 1Kor 12.1–13
En svo ég minnist á gáfur andans, systkin, þá vil ég ekki að þið séuð fáfróð um þær. Þið vitið að þegar þið voruð heiðingjar létuð þið leiða ykkur til mállausra skurðgoðanna rétt eins og verkast vildi. Þess vegna læt ég ykkur vita að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: „Bölvaður sé Jesús!“ og enginn getur sagt: „Jesús er Drottinn!“ nema af heilögum anda.
Mismunur er á náðargjöfum en andinn er hinn sami, mismunur er á þjónustustörfum en Drottinn hinn sami. Mismunur er á framkvæmdum en Guð hinn sami sem öllu kemur til leiðar í öllum. Þannig birtist andinn sérhverjum manni til þess að hann geri öðrum gagn. Einum gefur andinn gáfu að mæla af speki, öðrum gefur sami andi kraft að mæla af þekkingu. Sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að sannreyna anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. Öllu þessu kemur eini og sami andinn til leiðar og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni.
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. Í einum anda vorum við öll skírð til að vera einn líkami, hvort sem við erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og öll fengum við einn anda að drekka.
Biblíulestur – Páskadagur 20. apríl – Mrk 16.1–7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, [...]
Biblíulestur – 19. apríl – Matt 27.62–66
Næsta dag, hvíldardaginn, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: „Herra, við minnumst þess að svikari þessi sagði í lifanda lífi: Eftir þrjá daga rís ég upp. [...]
Biblíulestur – Föstudagurinn langi 18. apríl – Jóh 19.16–30
Þá seldi hann þeim hann í hendur og bauð að láta krossfesta hann. Hermennirnir tóku þá við Jesú. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist [...]
Biblíulestur – Skírdagur 17. apríl – Jóh 13.1–5, 34–35
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem [...]
Biblíulestur – 16. apríl – Jóh 7.37–53
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi [...]
Biblíulestur – 15. apríl – Jóh 7.19–36
Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?“ Fólkið ansaði: „Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?“ Jesús svaraði [...]