Biblíulestur 21. janúar – Opb 1.12–20
Ég sneri mér við til að sjá hvers raust það væri sem við mig talaði. Og er ég sneri mér við sá ég sjö gullljósastikur og milli ljósastikanna einhvern, líkan mannssyni, klæddan skósíðum kyrtli og gullbelti var spennt um bringu hans. Höfuð hans og hár var hvítt eins og hvít ull, eins og mjöll, og augu hans eins og eldslogi. Og fætur hans voru sem glóandi málmur í eldsofni og raust hans sem niður mikilla vatna. Hann hafði í hægri hendi sér sjö stjörnur og beitt, tvíeggjað sverð gekk út af munni hans og ásjóna hans skein sem sólin í mætti sínum.
Þegar ég sá hann féll ég fyrir fætur honum sem dauður væri. Og hann lagði hægri hönd sína yfir mig og sagði: Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi. Ég dó en nú lifi ég um aldir alda og ég hef lykla dauðans og heljar. Rita þú nú það er þú sérð, bæði það sem er og það sem verður eftir þetta. Þessi er leyndardómurinn um stjörnurnar sjö, sem þú hefur séð í hægri hendi minni, og um gullstikurnar sjö. Stjörnurnar sjö eru englar þeirra sjö safnaða og ljósastikurnar sjö eru söfnuðirnir sjö.
Biblíulestur 5. janúar – Kól 1.24–2.5
Nú er ég glaður í þjáningum mínum ykkar vegna og uppfylli með þjáningum líkama míns það sem enn vantar á þjáningar Krists til heilla fyrir líkama hans, kirkjuna. Hennar þjónn [...]
Biblíulestur 4. janúar – Matt 2.13–15
Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi [...]
Biblíulestur 3. janúar – Slm 111.1–10
Hallelúja. Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk [...]
Biblíulestur 2. janúar – Kól 1.12–23
þakkað föðurnum sem hefur gert ykkur fært að fá arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. Í [...]
Biblíulestur Nýársdagur – Jóh 2.23–25
Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni fóru margir að trúa á hann því þeir sáu þau tákn sem hann gerði. En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn því hann [...]
Biblíulestur – Gamlársdagur 31. desember – Lúk 13.6–9
Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í [...]