Biblíulestur – 10. ágúst – Matt 7.15–23
Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.
Biblíulestur – 25. júlí – 5Mós 8.7–20
Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land, inn í land með lækjum, lindum og uppsprettum sem streyma fram í dölum og á fjöllum, inn í land þar [...]
Biblíulestur – 24. júlí – 5Mós 7.17–8.6
Þú kynnir að hugsa: „Þessar þjóðir eru fjölmennari en ég, hvernig á ég að geta hrakið þær burt?“ En þú þarft ekki að óttast þær. Hafðu heldur hugfast hvernig Drottinn [...]
Biblíulestur – 23. júlí – 5Mós 7.7–16
Ekki var það vegna þess að þið væruð fjölmennari en allar aðrar þjóðir að Drottinn fékk ást á ykkur og valdi ykkur því að þið eruð fámennari en allar aðrar [...]
Biblíulestur – 22. júlí – 5Mós 6.16–7.6
Þið skuluð ekki reyna Drottin eins og þið reynduð hann við Massa. Þið eigið að halda fyrirmæli Drottins, Guðs ykkar, í einu og öllu, lög þau og ákvæði sem hann [...]
Biblíulestur – 21. júlí – 5Mós 6.1–15
Þetta eru fyrirmælin, lögin og ákvæðin, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið mér að kenna ykkur að halda í landinu sem þið eruð að fara yfir til og slá eign [...]
Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru [...]