Biblíulestur – 17. mars – Jóh 6.16–29
Þegar kvöld var komið fóru lærisveinar Jesú niður að vatninu, stigu út í bát og lögðu af stað yfir um vatnið til Kapernaúm. Myrkur var skollið á og Jesús var ekki enn kominn til þeirra. Vind gerði hvassan og tók vatnið að æsast. Þegar þeir höfðu róið hér um bil tuttugu og fimm eða þrjátíu skeiðrúm sáu þeir Jesú gangandi á vatninu og nálgast bátinn. Þeir urðu hræddir en hann sagði við þá: „Það er ég, óttist eigi.“ Þeir vildu þá taka hann í bátinn en í sömu svifum rann báturinn að landi þar sem þeir ætluðu að lenda.
Daginn eftir sá fólkið, sem eftir var handan vatnsins, að þar hafði ekki verið nema einn bátur og að Jesús hafði ekki stigið í bátinn með lærisveinum sínum heldur höfðu þeir farið burt einir saman. Aðrir bátar komu frá Tíberías í nánd við staðinn þar sem Drottinn hafði gert þakkir og fólkið etið brauðið. Nú sáu menn að Jesús var ekki þarna fremur en lærisveinar hans. Þeir stigu því í bátana og komu til Kapernaúm í leit að Jesú.
Þeir fundu hann hinum megin við vatnið og spurðu hann: „Rabbí, nær komstu hingað?“
Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér leitið mín ekki af því að þér sáuð tákn, heldur af því að þér átuð af brauðunum og urðuð mettir. Aflið yður eigi þeirrar fæðu sem eyðist heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því að faðirinn, sjálfur Guð, hefur veitt honum vald sitt.“
Þá sögðu þeir við hann: „Hvað eigum við að gera svo að við vinnum verk Guðs?“
Jesús svaraði þeim: „Það er verk Guðs að þér trúið á þann sem hann sendi.“
Biblíulestur 7. september – Slm 80.1–8
Hirðir Ísraels, hlýð á, þú, sem leiðir Jósef eins og hjörð. Þú, sem ríkir yfir kerúbunum, birst þú í geisladýrð fyrir Efraím, Benjamín og Manasse. Vek upp kraft þinn og [...]
Biblíulestur 6. september – Job 31.16–32
Hafi ég synjað bón þurfandi manns og gert augu ekkjunnar döpur, hafi ég borðað bitann minn einn án þess að deila honum með munaðarleysingjanum, nei, frá barnæsku hef ég verið [...]
Biblíulestur 5. september – Job 29.1–17
Job hélt áfram ræðu sinni og sagði: Ég vildi að ég væri eins og áður fyrr þegar Guð verndaði mig, þegar hann lét lampa sinn lýsa yfir höfði mér og [...]
Biblíulestur 4. september – Opb 21.9–27
Nú kom einn af englunum sjö, sem héldu á skálunum sjö, sem fullar voru af síðustu plágunum sjö, og talaði við mig og sagði: „Kom hingað og ég mun sýna [...]
Biblíulestur 3. september – Matt 22.1–14
Þá tók Jesús enn að segja þeim dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns. Hann sendi þjóna sína að kalla boðsgestina til brúðkaupsins en [...]
Biblíulestur 2. september – Matt 15.21–28
Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af [...]