Biblíulestur – 6. nóvember – 2Þess 3.6–18
En ég býð ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann fékk hjá mér. Því að sjálf vitið þið hvernig á að líkja eftir mér. Ekki var ég iðjulaus hjá ykkur, var ekki heldur upp á aðra kominn, heldur vann ég með erfiði og striti nótt og dag til þess að vera ekki neinu ykkar til þyngsla. Ekki af því að ég hafi ekki rétt til þess heldur til þess að ég gæti verið ykkur fyrirmynd að breyta eftir. Því var og það að þegar ég var hjá ykkur bauð ég ykkur: Ef einhver vill ekki vinna þá á hann ekki heldur mat að fá.
Ég heyri að nokkur meðal ykkar slæpast og vasast í því sem þeim kemur ekki við. Slíkum mönnum býð ég og áminni vegna Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og sjá fyrir sér sjálfir.
En þið, systkin, þreytist aldrei gott að gera. En ef einhver hlýðir ekki orðum mínum í bréfi þessu, þá takið eftir þeim manni, slítið samneyti við hann, þá kann hann að blygðast sín. En álítið hann þó ekki óvin heldur áminnið hann sem bróður eða systur.
En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.
Biblíulestur – 29. apríl – Jóh 9.1–12
Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“ Jesús svaraði: [...]
Biblíulestur – 28. apríl – Jóh 8.48–59
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“ Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en [...]
Biblíulestur – 27. apríl – Jóh 20.19–31
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur – 26. apríl – Okv 23.15–35
Sonur minn, verði hjarta þitt viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu og nýru mín fagna þegar varir þínar mæla það sem rétt er. Öfundaðu ekki syndara í hjarta [...]
Biblíulestur – 25. apríl – Jóh 8.31–47
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 24. apríl – Lúk 17.11–19
Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. [...]