Biblíulestur – 9. nóvember – Jóh 4.46–53
Nú kom Jesús aftur til Kana í Galíleu þar sem hann hafði gert vatn að víni. Í Kapernaúm var konungsmaður nokkur sem átti sjúkan son. Þegar hann frétti að Jesús væri kominn frá Júdeu til Galíleu fór hann til hans og bað hann að koma niður eftir og lækna son sinn. En hann var dauðvona. Þá sagði Jesús við hann: „Þið trúið ekki nema þið sjáið tákn og stórmerki.“
Konungsmaður bað hann: „Drottinn, kom þú áður en barnið mitt andast.“
Jesús svaraði: „Far þú, sonur þinn lifir.“
Maðurinn trúði því sem Jesús sagði við hann og fór af stað. En meðan hann var á leiðinni ofan eftir mættu honum þjónar hans og sögðu að sonur hans væri á lífi.
Hann spurði þá hvenær honum hefði farið að létta og þeir svöruðu: „Í gær upp úr hádegi fór hitinn úr honum.“ Þá sá faðirinn að það var á þeirri stundu þegar Jesús hafði sagt við hann: „Sonur þinn lifir.“ Og hann tók trú og allt hans heimafólk.
Biblíulestur – 12. maí – 1Kor 14.22–40
Þannig er tungutalið tákn, ekki trúuðum heldur vantrúuðum. En spámannleg gáfa er ekki tákn vantrúuðum heldur trúuðum. Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum og inn kæmu [...]
Biblíulestur – 11. maí – Jóh 16.16–23
Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“ Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við okkur: [...]
Biblíulestur – 10. maí – Slm 100.1–5
Þakkarfórnarsálmur. Öll veröldin fagni fyrir Drottni. Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður [...]
Biblíulestur – 9. maí – 1Kor 14.1–21
Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans en einkum eftir spámannlegri gáfu. Því að sá sem talar tungum talar ekki við menn heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda [...]
Biblíulestur – 8. maí – 1Kor 13.1–13
Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla [...]
Biblíulestur – 7. maí – 1Kor 12.14–31
Því að líkaminn er ekki einn limur heldur margir. Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. [...]