Biblíulestur – 11. nóvember – 5Mós 28.30–44
Þú festir þér konu en annar leggst með henni. Þú reisir þér hús en býrð ekki í því. Þú plantar víngarð en nýtur ekki einu sinni fyrstu uppskerunnar. Nauti þínu verður slátrað fyrir augum þínum en þú færð ekki að neyta neins af því. Asna þínum verður stolið að þér ásjáandi og verður ekki skilað aftur. Sauðfé þitt verður afhent fjandmönnum en enginn hjálpar þér. Synir þínir og dætur verða seld í hendur annarri þjóð. Augu þín munu daprast af að mæna á eftir þeim allan daginn en þú færð ekkert að gert. Ávöxt akurlands þíns og allan afrakstur af striti þínu gleypir þjóð sem þú þekkir ekki. Þú verður einungis kúgaður og píndur ævinlega og þú munt ganga af vitinu sakir þess sem þú verður að horfa á með eigin augum.
Drottinn slær þig illkynjuðum kaunum á hnjám og lærum, ólæknandi sárum frá hvirfli til ilja. Drottinn leiðir þig og konunginn, sem þú tekur þér, til þjóðar sem hvorki þú né forfeður þínir hafa þekkt. Þar muntu þjóna öðrum guðum, stokkum og steinum. Þú munt vekja hroll og þú munt hafður að háði og spotti á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn leiðir þig til. Þú flytur mikið sáðkorn út á akurinn en uppskerð lítið eitt því að engisprettur éta það upp. Þú plantar víngarða og yrkir þá en færð hvorki vín til að drekka né til að geyma því að ormar átu þrúgurnar. Ólífutré vaxa um land þitt allt en þú smyrð þig ekki með olíu því að ólífur þínar detta af trjánum. Þú eignast syni og dætur en færð ekki að hafa þau hjá þér því að þau fara í útlegð. Skordýr leggja undir sig öll þín tré og ávöxt lands þíns. Aðkomumaðurinn, sem býr hjá þér, stígur hærra og hærra yfir þig en þú sjálfur niðurlægist meira og meira. Hann lánar þér en þú getur ekki lánað honum neitt. Hann verður höfuðið, þú halinn.
Biblíulestur – 19. maí – Jóh 10.1–21
„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi en sá sem kemur inn um [...]
Biblíulestur – 18. maí – Jóh 16.5–15
Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu af því ég var með yður. En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer [...]
Biblíulestur – 17. maí – Slm 101.1–8
Davíðssálmur. Ég vil syngja um náð og rétt, lofsyngja þér, Drottinn. Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda, hvenær kemur þú til mín? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga [...]
Biblíulestur – 16. maí – 1Kor 16.1–24
Hvað samskotin til hinna heilögu í Jerúsalem snertir, þá skuluð einnig þið fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar [...]
Biblíulestur – 15. maí – 1Kor 15.42–58
Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt. Sáð er í vansæmd en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika en upp rís í [...]
Biblíulestur – 14. maí – 1Kor 15.20–41
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands [...]