Biblíulestur – 21. mars – 1Kor 1.18–31
Því að orð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs. Ritað er:
Ég mun eyða speki spekinganna
og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gera.
Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður, orðkappi þessa heims? Er ekki það sem heimurinn telur speki heimska í augum Guðs?
Enda þótt speki Guðs sé í heiminum gátu mennirnir ekki þekkt Guð með sinni speki. Þess vegna ákvað Guð að boða það sem er heimska í augum manna og frelsa þá sem trúa. Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki en við prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku en okkur sem Guð hefur kallað, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.
Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum. Enginn maður skyldi hrósa sér fyrir Guði. Honum er það að þakka að þið eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn okkur vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. Eins og ritað er: „Sá sem vill hrósa sér hrósi sér í Drottni.“
Biblíulestur 6. október – Jóh 1.35–51
Daginn eftir var Jóhannes þar aftur staddur og tveir lærisveinar hans. Hann sér Jesú á gangi og segir: „Sjá, Guðs lamb.“ Lærisveinar hans tveir heyrðu orð hans og fóru á [...]
Biblíulestur 5. október – Slm 82.1–8
Guð stendur á guðaþingi, hann heldur dóm meðal guðanna. „Hve lengi ætlið þér að dæma ranglega og draga taum óguðlegra? (Sela) Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra, látið þjáða og snauða [...]
Biblíulestur 4. október – Matt 5.27–42
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta [...]
Biblíulestur 3. október – Hós 2.14–25
og eyða vínvið hennar og fíkjutré sem hún sagði um: „Þau eru skækjulaun mín sem ástmenn mínir greiddu mér.“ Ég geri garða hennar að kjarri sem villt dýr munu éta. [...]
Biblíulestur 2. október – Hós 2.4–13
Kærið móður yðar, kærið, því að hún er ekki eiginkona mín og ég ekki eiginmaður hennar. Hún skal fjarlægja skækjumerkið af andliti sínu og hórumerkið milli brjósta sinna. Annars fletti [...]
Biblíulestur 1. október – Hós 1.1–2.3
Orð Drottins sem barst Hósea Beerísyni þegar Ússía, Jótam, Akas og Hiskía voru konungar í Júda og Jeróbóam Jóasson var konungur í Ísrael. Drottinn tók nú að tala til Hósea. [...]