Biblíulestur – 29. september – 2Kor 11.12–33
En ég mun ekki bregða út af vana mínum til þess að gefa þeim ekki tilefni sem færis leita til þess að vera jafnokar mínir í því sem þeir stæra sig af. Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn er taka á sig mynd postula Krists. Og ekki er það undur því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. Það er því ekki mikið þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna. Afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra.
Enn segi ég: Ekki álíti neinn mig fávísan. En þó svo væri lofið mér þá að vera það til þess að ég geti líka hrósað mér dálítið. Það sem ég tala nú, þegar ég tek upp á að hrósa mér, tala ég ekki eins og Drottinn vill að ég tali heldur eins og í heimsku. Með því að margir hrósa sér af sínum mannlegu afrekum vil ég einnig hrósa mér svo því að fúslega umberið þið hina fávísu svo vitur sem þið eruð. Þið umberið það þótt einhver hneppi ykkur í ánauð, nái ykkur á sitt vald, þótt einhver beiti ykkur klækjum og arðræni ykkur, þótt einhver lítilsvirði ykkur og slái ykkur í andlitið. Ég segi það mér til minnkunar að í þessu hef ég sýnt mig veikan.
En þar sem aðrir láta drýgindalega – ég tala fávíslega – þar geri ég það líka. Eru þeir Hebrear? Ég líka. Eru þeir Ísraels niðjar? Ég líka. Eru þeir Abrahams niðjar? Ég líka. Eru þeir þjónar Krists? – Nú tala ég eins og vitfirringur! – Ég fremur. Meira hef ég unnið, oftar verið í fangelsi, fleiri högg þolað og oft dauðans hættu. Af Gyðingum hef ég fimm sinnum fengið höggin þrjátíu og níu, þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar beðið skipbrot, verið sólarhring í sjó. Ég hef verið á sífelldum ferðalögum, komist í hann krappan í ám, lent í háska af völdum ræningja, í háska af völdum samlanda og af völdum útlendinga. Ég hef lent í háska í borgum og í óbyggðum, á sjó og meðal falsbræðra. Ég hef stritað og erfiðað, átt margar svefnlausar nætur, verið hungraður og þyrstur og iðulega fastað og ég hef verið kaldur og klæðlaus. Og ofan á allt annað bætist það sem mæðir á mér hvern dag, áhyggjan fyrir öllum söfnuðunum. Hver er sjúkur án þess að ég sé sjúkur? Hver hrasar án þess að ég líði?
Ef ég á að hrósa mér vil ég hrósa mér af veikleika mínum. Guð og faðir Drottins Jesú, sem blessaður er að eilífu, veit að ég lýg ekki. Í Damaskus setti landshöfðingi Areta konungs vörð um borgina til þess að handtaka mig. En gegnum glugga var ég látinn síga út fyrir múrinn í körfu og slapp þannig úr höndum hans.
Biblíulestur – 26. apríl – Okv 23.15–35
Sonur minn, verði hjarta þitt viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu og nýru mín fagna þegar varir þínar mæla það sem rétt er. Öfundaðu ekki syndara í hjarta [...]
Biblíulestur – 25. apríl – Jóh 8.31–47
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 24. apríl – Lúk 17.11–19
Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. [...]
Biblíulestur – 23. apríl – Jóh 8.21–30
Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“ Nú sagði [...]
Biblíulestur – 22. apríl – Jóh 8.1–20
En Jesús fór til Olíufjallsins. Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma [...]
Biblíulestur – Annar í páskum 21. apríl – Lúk 24.13–35
Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði. [...]