Biblíulestur – 29. mars – Okv 23.1–14
Þegar þú situr til borðs með valdhafa
gættu þess þá vel hvern þú hefur fyrir framan þig
og settu hníf við barka þér sértu gráðugur.
Láttu þig ekki langa í kræsingar hans
því að þær eru hverful fæða.
Leitastu ekki við að verða ríkur,
hafðu vit á að gera það ekki.
Beinir þú augum þínum til auðsins er hann horfinn.
Hann á sér vængi sem örn og hverfur til himins.
Matastu ekki hjá nískum manni
og láttu þig ekki langa í kræsingar hans.
Hann er eins og maður sem telur eftir.
„Et og drekk,“ segir hann við þig en hugur fylgir ekki máli.
Bitanum, sem þú kyngdir, verður þú að spýta upp aftur
og fagurgalanum hefur þú sólundað.
Talaðu ekki fyrir eyrum heimskingjans
því að hann fyrirlítur skynsemisorð þín.
Færðu ekki úr stað landamerki ekkjunnar
og gakktu ekki inn á akra munaðarleysingjanna
því að lausnari þeirra er máttugur,
hann mun flytja mál þeirra gegn þér.
Snúðu hjarta þínu að umvönduninni
og eyrum þínum að orðum viskunnar.
Sparaðu ekki aga við hinn unga,
ekki deyr hann þótt þú sláir hann með vendi.
Þú slærð hann með vendinum
og frelsar líf hans frá helju.
Biblíulestur 3. desember – Jóh 20.19–29
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur 2. desember – Jón 4.1–11
Jónas fylltist mikilli gremju, honum brann reiðin og hann sagði við Drottin: „Ó, Drottinn! Var það ekki einmitt þetta sem ég sagði áður en ég fór að heiman? Það var [...]
Biblíulestur 1. desember – Matt 21.1–11
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna [...]
Biblíulestur 30. nóvember – Okv 21.1–15
Hjarta konungsins er sem lækir í hendi Drottins, hann sveigir þá hvert sem honum þóknast. Maðurinn telur alla hætti sína rétta en Drottinn vegur hjörtun. Að ástunda réttlæti og rétt [...]
Biblíulestur 29. nóvember – Jón 3.1–10
Orð Drottins kom öðru sinni til Jónasar: „Legg þú af stað og far til Níníve, hinnar miklu borgar, og prédikaðu fyrir henni þann boðskap sem ég mun greina þér frá.“ [...]
Biblíulestur 28. nóvember – Jón 1.1–2.1
Orð Drottins kom til Jónasar Amittaísonar: „Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar. Prédikaðu gegn henni því að illska hennar hefur stigið upp til mín.“ Jónas lagði [...]