Biblíulestur – 18. október – Slm 107.1–16
Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.
Biblíulestur – 24. júní – Lúk 1.57–67, 76–80
Nú kom sá tími að Elísabet skyldi verða léttari og ól hún son. Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni og samfögnuðu henni. Á [...]
Biblíulestur – 23. júní – Jóh 19.17–27
Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra hvorn til sinnar handar, Jesú [...]
Biblíulestur – 22. júní – Lúk 16.19–31
Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá [...]
Biblíulestur – 21. júní – Slm 102.24–29
Hann bugaði kraft minn á miðri ævi, fækkaði ævidögum mínum. Ég segi: „Guð minn, sviptu mér ekki burt á miðri ævi því að ár þín vara frá kyni til kyns.“ [...]
Biblíulestur – 20. júní – Jóh 19.1–16
Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann [...]
Biblíulestur – 19. júní – Jóh 18.28–40
Menn æðsta prestsins fóru nú með Jesú frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Þeir fóru ekki sjálfir inn í höllina svo að þeir saurguðust ekki heldur mættu [...]