Biblíulestur – Þorláksmessa 23. desember – Matt 24.42–47
Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúin því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.
Hver er sá trúi og hyggni þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.
Biblíulestur – 29. ágúst – 5Mós 16.1–17
Gæt þess að halda Drottni, Guði þínum, páska í abíbmánuði. Það var nótt eina í abíbmánuði að Drottinn, Guð þinn, leiddi þig út úr Egyptalandi. Þú skalt slátra Drottni, Guði [...]
Biblíulestur – 28. ágúst – 5Mós 15.12–23
Selji landi þinn sig þér, hvort sem er hebreskur karl eða kona, skal hann þjóna þér í sex ár en sjöunda árið skaltu láta hann frjálsan frá þér fara. Þegar [...]
Biblíulestur – 27. ágúst – 5Mós 15.1–11
Sjöunda hvert ár skaltu fella niður skuldir. Eftir þessum reglum skaltu fella niður skuldir: Sérhver lánardrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum. Hann skal [...]
Biblíulestur – 26. ágúst – 5Mós 14.22–29
Á hverju ári skaltu taka tíund af allri uppskerunni sem akurinn gefur af sáðkorni þínu. Síðan skaltu neyta tíundarinnar af korni þínu, víni og olíu og af frumburðum nauta þinna [...]
Biblíulestur – 25. ágúst – 5Mós 14.3–21
Þú skalt ekki eta neitt viðbjóðslegt. Þetta eru dýrin sem þið megið eta: naut, sauðfé, geitur, hirtir, skógargeitur, dádýr, steingeitur, fjallageitur, antílópur og gemsur. Þið megið eta öll dýr sem [...]
Biblíulestur – 24. ágúst – Lúk 19.41–48
Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það [...]