Biblíulestur – 22. október – 5Mós 27.11–26
Sama dag gaf Móse fólkinu eftirfarandi fyrirmæli: „Þessir ættbálkar eiga að standa á Garísímfjalli til að blessa fólkið þegar þið eruð komin yfir Jórdan: Símeon, Leví, Júda, Íssakar, Jósef og Benjamín. En þessir ættbálkar eiga að standa á Ebalfjalli og lýsa yfir bölvun: Rúben, Gað, Asser, Sebúlon, Dan og Naftalí.
Síðan eiga Levítarnir að ávarpa alla Ísraelsmenn og hrópa hárri röddu:
Bölvaður er sá maður sem gerir skurðgoð eða steypt líkneski sem er Drottni viðurstyggð, handaverk smiðs, og reisir það á laun. Allt fólkið skal svara og segja: Amen.
Bölvaður er sá sem óvirðir föður sinn eða móður. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem færir landamerki nágranna síns úr stað. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem leiðir blindan mann af réttri leið. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem hallar rétti aðkomumanns, munaðarleysingja eða ekkju. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem leggst með konu föður síns því að hann hefur flett upp ábreiðu föður síns. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem hefur samræði við nokkra skepnu. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem leggst með systur sinni, hvort heldur hún er dóttir föður hans eða móður. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem leggst með tengdamóður sinni. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem vegur náunga sinn á laun. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem lætur múta sér til að vega saklausan mann. Allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður er sá sem ekki virðir ákvæði þessara laga með því að fylgja þeim. Allt fólkið skal segja: Amen.“
Biblíulestur – 9. júlí – 5Mós 3.1–13
Þegar við snerum á leið upp til Basan kom Óg, konungur í Basan, ásamt öllum her sínum til að berjast við okkur hjá Edreí. Þá sagði Drottinn við mig: „Óttastu [...]
Biblíulestur – 8. júlí – 5Mós 2.16–37
Þegar allir vopnfærir menn þjóðarinnar voru dánir sagði Drottinn við mig: „Í dag muntu fara yfir Móabsland um Ar. Þegar þú nálgast Ammóníta skaltu hvorki sýna þeim fjandskap né ráðast [...]
Biblíulestur – 7. júlí – 5Mós 2.1–15
Eftir þá dvöl héldum við út í eyðimörkina og áleiðis til Sefhafsins eins og Drottinn hafði boðið mér og marga daga vorum við á leiðinni umhverfis Seírfjalllendið. Þá sagði Drottinn [...]
Biblíulestur – 6. júlí – Lúk 15.1–10
Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ En [...]
Biblíulestur – 5. júlí – Slm 103.1–10
Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir [...]
Biblíulestur – 4. júlí – 5Mós 1.34–46
Þegar Drottinn heyrði það sem þið sögðuð reiddist hann og sór: „Enginn af þessari illu kynslóð skal fá að sjá landið góða, sem ég sór að gefa forfeðrum ykkar, nema [...]