Biblíulestur 6. janúar – Matt 2.1–12
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.“
Þegar Heródes heyrði þetta varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“
Þeir svöruðu honum: „Í Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum:
Þú Betlehem, í landi Júda,
ekki ert þú síst meðal hefðarborga Júda.
Því að höfðingi mun frá þér koma
sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels.“
Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og grófst eftir því hjá þeim hvenær stjarnan hefði birst. Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“
Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög, þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.
En þar sem þeir fengu bendingu í draumi að snúa ekki aftur til Heródesar fóru þeir aðra leið heim í land sitt.
Biblíulestur – 2. október – 2Kor 13.1–13
Þetta er nú í þriðja sinn sem ég kem til ykkar því að „aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri“. Það sem ég sagði ykkur við aðra [...]
Biblíulestur – 1. október – 2Kor 12.11–21
Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess. Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu [...]
Biblíulestur – 30. september – 2Kor 12.1–10
Ég verð að halda áfram að hrósa mér þótt það komi að litlu gagni. En ég mun nú snúa mér að vitrunum og opinberunum sem Drottinn hefur birt mér. Ég [...]
Biblíulestur – 29. september – 2Kor 11.12–33
En ég mun ekki bregða út af vana mínum til þess að gefa þeim ekki tilefni sem færis leita til þess að vera jafnokar mínir í því sem þeir stæra [...]
Biblíulestur – 28. september – Matt 6.24–34
Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið [...]
Biblíulestur – 27. september – Okv 25.14–28
Ský og vindur en engin rigning, svo er sá sem hrósar sér af örlæti en gefur þó ekkert. Með þolinmæði má telja höfðingja hughvarf, mjúk tunga mylur bein. Finnir þú [...]