Biblíulestur 7. janúar – Kól 2.6–19
Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.
Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.
Í honum eruð þið umskorin þeirri umskurn sem ekki er með höndum gerð. Með umskurn Krists voruð þið afklædd hinum synduga líkama, greftruð með Kristi í skírninni og uppvakin til lífs með honum fyrir trúna á mátt Guðs sem vakti hann frá dauðum.
Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur. Látið þá ekki taka af ykkur hnossið sem stæra sig af auðmýkt sinni og engladýrkun og státa af sýnum sínum. Þeir hrokast upp af engu í sjálfshyggju í stað þess að halda sér við hann sem er höfuðið og styrkir allan líkamann og tengir hann saman með taugum og böndum svo að hann vex eins og Guð vill.
Biblíulestur – 8. október – 5Mós 22.1–12
Þú skalt ekki horfa aðgerðalaus á naut eða sauðfé bróður þíns á flækingi heldur skalt þú þegar í stað reka þau aftur til hans. Búi bróðir þinn ekki í grennd [...]
Biblíulestur – 7. október – 5Mós 21.10–23
Þegar þú heldur í hernað gegn fjandmönnum þínum og Drottinn, Guð þinn, selur þá þér í hendur og þú tekur fanga og sérð fríða konu á meðal fanganna, fellir hug [...]
Biblíulestur – 6. október – 5Mós 20.15–21.9
Þannig skaltu fara með allar þær borgir sem eru mjög fjarlægar þér og eru ekki meðal þeirra borga sem þjóðirnar hér ráða yfir. En þú skalt ekki láta neitt, sem [...]
Biblíulestur – 5. október – Lúk 7.11–17
Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að [...]
Biblíulestur – 4. október – Slm 106.24–39
Þeir fyrirlitu hið unaðslega land og treystu ekki orðum hans, mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu ekki á boð Drottins. Þá hóf hann hönd sína gegn þeim til að fella [...]
Biblíulestur – 3. október – 5Mós 20.1–14
Þegar þú ferð í hernað gegn fjandmönnum þínum og sérð hesta, hervagna og her sem er fjölmennari en þinn skaltu ekki óttast þá því að Drottinn, Guð þinn, er með [...]