Biblíulestur – 7. febrúar – Jes 40.9–17
Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði.
Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði.
Hef upp raustina og óttast eigi,
seg borgunum í Júda:
Sjá, Guð yðar kemur í mætti
og ríkir með máttugum armi.
Sjá, sigurlaun hans eru með honum
og fengur hans fer fyrir honum.
Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga,
taka unglömbin í faðm sér
og bera þau í fangi sínu
en leiða mæðurnar.
Hver mældi vötnin í lófa sínum
og afmarkaði himininn með spönn sinni?
Hver mældi duft jarðar í mælikeri,
vó fjöllin á reislu
og hæðirnar á vogarskálum?
Hver getur stýrt anda Drottins,
hver ráðlagt honum og kennt?
Hvern spurði hann ráða sér til skilningsauka,
hver fræddi hann um leið réttvísinnar,
veitti honum þekkingu,
vísaði honum veginn til skilnings?
Þjóðirnar eru sem dropi úr fötu
og eru metnar sem ryk á vogarskálum,
hann vegur eyjarnar sem sandkorn væru.
Líbanonsskógur nægir ekki til eldiviðar
og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum,
hann metur þær einskis, minna en ekkert.
Biblíulestur 8. nóvember – 1Þess 4.13–5.11
Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. Því að ef [...]
Biblíulestur 7. nóvember – Mrk 13.28–36
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]
Biblíulestur 6. nóvember – Matt 24.32–51
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]
Biblíulestur 5. nóvember – Dan 7.1–10
Á fyrsta stjórnarári Belsassars konungs í Babýlon dreymdi Daníel draum í rekkju sinni og sá sýnir. Hann skráði síðan drauminn og í upphafi frásagnarinnar greinir Daníel svo frá: Í nætursýn [...]
Biblíulestur 4. nóvember – Róm 10.5-17
Móse ritar um réttlætið sem lögmálið veitir: „Sá maður sem breytir eftir boðum þess mun lífið fá af því.“ En réttlætið af trúnni mælir þannig: „Seg þú ekki í hjarta [...]
Biblíulestur 3. nóvember – Matt 6.1–4
Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir [...]