Biblíulestur – 15. júlí – 5Mós 4.32–40
Spyrðu um fyrri tíma, sem voru fyrir þína tíð, allt frá þeim degi að Guð skapaði manninn á jörðinni, kannaðu heimskauta á milli: Hefur nokkru sinni orðið jafnstórfenglegur atburður og þessi eða heyrst um nokkuð þessu líkt? Hefur nokkur þjóð heyrt Guð tala hátt úr eldi, á sama hátt og þú heyrðir, og þó haldið lífi? Eða hefur nokkur guð reynt að sækja sér þjóð frá annarri þjóð með máttarverkum, táknum og undrum og með stríði, sterkri hendi og útréttum armi og miklum skelfingum eins og Drottinn, Guð ykkar, gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi? Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann. Af himni lét hann þig heyra raust sína til þess að leiðbeina þér. Á jörðu sýndi hann þér sinn mikla eld og úr eldinum heyrðir þú orð hans. Af því að hann elskaði forfeður þína valdi hann niðja þeirra. Hann leiddi þig sjálfur út úr Egyptalandi með sínum mikla mætti. Hann ruddi úr vegi þínum þjóðum, sem voru fjölmennari og voldugri en þú, til þess að fara með þig inn í land þeirra og gefa þér það að erfðalandi eins og nú er orðið.
Í dag skalt þú játa og festa þér í huga að Drottinn er Guð á himnum uppi og á jörðu niðri og enginn annar. Haltu því lög hans og ákvæði sem ég set þér nú í dag svo að þér vegni vel og síðan niðjum þínum og þú lifir lengi í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér til ævarandi eignar.
Biblíulestur – 15. apríl – Jóh 7.19–36
Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?“ Fólkið ansaði: „Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?“ Jesús svaraði [...]
Biblíulestur – 14. apríl – Jóh 7.1–18
Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu sökum þess að ráðamenn Gyðinga þar sátu um líf hans. Nú fór laufskálahátíð Gyðinga í hönd. Þá sögðu [...]
Biblíulestur – Pálmasunnudagur 13. apríl – Jóh 12.1–16
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur. Syngið Drottni nýjan söng því að hann hefur unnið dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og heilagur armur hans. Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt og sýndi þjóðunum réttlæti sitt. Hann [...]
Biblíulestur – 11. apríl – 1Kor 10.19–11.1
Hvað segi ég þá? Að kjöt fórnað skurðgoðum sé nokkuð? Eða skurðgoð sé nokkuð? Nei, skurðgoðadýrkendur blóta illum öndum, ekki Guði. En ég vil ekki að þið hafið samfélag við [...]
Biblíulestur – 10. apríl – 1Kor 10.1–18
Ég vil ekki, systkin, að ykkur skuli vera ókunnugt um það að forfeður okkar voru allir undir skýinu og gengu allir yfir hafið. Allir voru þeir skírðir í skýinu og [...]