Biblíulestur – 23. október – 1Þess 1.1–10
Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður.
Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er ég minnist ykkar í bænum mínum. Ég minnist stöðugt fyrir augliti Guðs vors og föður hve mikið þið starfið í trúnni, stríðið í kærleikanum og eruð staðföst í voninni á Drottin vorn Jesú Krist. Guð elskar ykkur, systkin. Ég veit að hann hefur útvalið ykkur. Fagnaðarerindi mitt kom ekki til ykkar í orðum einum heldur í krafti og heilögum anda með fyllstu sannfæringu. Eins vitið þið hverju ég kom til vegar ykkar vegna. Þið hafið gerst eftirbreytendur mínir og Drottins. Þrátt fyrir mikla þrengingu tókuð þið á móti orðinu með fögnuði sem heilagur andi gefur. Þannig eruð þið orðin fyrirmynd öllum trúuðum í Makedóníu og í Akkeu. Frá ykkur hefur orð Drottins hljómað, ekki einungis í Makedóníu og Akkeu, heldur er trú ykkar á Guð kunn orðin alls staðar. Um það þarf ég ekki að fjölyrða. Allir segja frá því á hvern hátt ég kom til ykkar og hvernig þið sneruð ykkur til Guðs frá skurðgoðunum til þess að þjóna lifandi og sönnum Guði, og hvernig þið væntið nú sonar hans, frá himnum, Jesú, sem Guð vakti upp frá dauðum og mun frelsa okkur frá hinni komandi reiði.
Biblíulestur – 21. júlí – 5Mós 6.1–15
Þetta eru fyrirmælin, lögin og ákvæðin, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið mér að kenna ykkur að halda í landinu sem þið eruð að fara yfir til og slá eign [...]
Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru [...]
Biblíulestur – 19. júlí – Slm 104.1–18
Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir [...]
Biblíulestur – 18. júlí – 5Mós 5.22–33
Þessi boðorð flutti Drottinn öllum söfnuði ykkar á fjallinu. Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust og bætti engu við. Síðan skráði hann þau á tvær steintöflur [...]
Biblíulestur – 17. júlí – 5Mós 5.1–21
Móse kallaði allan Ísrael saman og sagði: Heyr þú, Ísrael, lögin og ákvæðin sem ég boða ykkur nú í dag. Lærið þau, haldið þau af kostgæfni. Drottinn, Guð okkar, gerði [...]
Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum [...]