Biblíulestur – 3. apríl – 1Kor 7.17–28
Þó skal hver og einn lifa því lífi sem Drottinn hefur úthlutað honum og vera áfram í þeirri stöðu sem hann var í þegar Guð kallaði hann. Þannig mæli ég fyrir í öllum söfnuðunum. Sá sem var umskorinn, þegar hann var kallaður, breyti því ekki. Sá sem var óumskorinn láti ekki umskera sig. Það skiptir ekki máli hvort maður er umskorinn eða ekki, heldur að hann haldi boðorð Guðs. Hver og einn sé kyrr í þeirri stöðu sem hann var kallaður í. Varst þú þræll er þú varst kallaður? Set það ekki fyrir þig en ef þú getur orðið frjáls, þá kjós það heldur. Því að sá sem var þræll er Drottinn kallaði hann er frelsingi Drottins. Á sama hátt er sá sem var frjáls er Drottinn kallaði hann þræll Krists. Þið eruð verði keyptir. Verðið ekki þrælar manna. Bræður, sérhver verði frammi fyrir Guði kyrr í þeirri stétt sem hann var í þegar Guð kallaði hann.
Um einlífi hef ég enga skipun frá Drottni. En álit mitt læt ég í ljós eins og sá er hlotið hefur þá náð af Drottni að vera trúr.
Mín skoðun er að vegna yfirstandandi neyðar sé það gott fyrir mann að vera þannig. Ertu við konu bundinn? Leitast þá ekki við að verða laus. Ertu laus orðinn við konu? Leita þá ekki kvonfangs. En þótt þú kvongist syndgar þú ekki og ef ógifta konan giftist syndgar hún ekki. En erfitt verður slíkum lífið hér á jörðu. Við því vildi ég hlífa ykkur.
Biblíulestur – 2. janúar – 2Sam 7.1–17
Þegar konungur var sestur að í húsi sínu og Drottinn hafði veitt honum frið við alla óvini umhverfis sagði hann við Natan spámann: „Þú sérð að ég bý í húsi [...]
Biblíulestur – Nýársdagur 1. janúar – Lúk 2.21
Þegar átta dagar voru liðnir skyldi umskera hann og var hann látinn heita Jesús eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi.
Biblíulestur 31. desember – Lúk 13.6–9
Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í [...]
Biblíulestur 30. desember – Post 6.1–7
Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta yfir því að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun. Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: [...]
Biblíulestur 29. desember – Lúk 2.33–40
Faðir hans og móðir undruðust það er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: „Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar [...]
Biblíulestur 28. desember – Okv 21.16–31
Sá maður sem villist af vegi viskunnar mun brátt hvílast í samneyti framliðinna. Öreigi verður sá sem sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu verður [...]