Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum fjandskap áður. Borgirnar voru Beser á hásléttunni í eyðimörkinni fyrir niðja Rúbens, Ramót í Gíleað fyrir Gað og Gólan í Basan fyrir Manasse.
Þetta er lögmálið sem Móse lagði fyrir Ísraelsmenn. Þetta eru þau fyrirmæli, lög og ákvæði sem Móse boðaði Ísraelsmönnum þegar þeir fóru út úr Egyptalandi og voru handan Jórdanar í dalnum gegnt Bet Peór, í landi Síhons Amorítakonungs sem ríkti í Hesbon. Móse og Ísraelsmenn höfðu fellt hann þegar þeir fóru út úr Egyptalandi. Þá höfðu þeir tekið land hans til eignar ásamt landi Ógs, konungs í Basan. Þeir höfðu slegið eign sinni á land hans og land Ógs, konungs í Basan, land beggja konunga Amoríta austan við Jórdan, landið frá Aróer, sem liggur í jaðri Arnondalsins, allt að Síonarfjalllendi, það er Hermon, og allt Arabaláglendið austan við Jórdan, að Arabavatninu undir Pisgahlíðum.
Biblíulestur – Annar í páskum 21. apríl – Lúk 24.13–35
Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði. [...]
Biblíulestur – Páskadagur 20. apríl – Mrk 16.1–7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, [...]
Biblíulestur – 19. apríl – Matt 27.62–66
Næsta dag, hvíldardaginn, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: „Herra, við minnumst þess að svikari þessi sagði í lifanda lífi: Eftir þrjá daga rís ég upp. [...]
Biblíulestur – Föstudagurinn langi 18. apríl – Jóh 19.16–30
Þá seldi hann þeim hann í hendur og bauð að láta krossfesta hann. Hermennirnir tóku þá við Jesú. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist [...]
Biblíulestur – Skírdagur 17. apríl – Jóh 13.1–5, 34–35
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem [...]
Biblíulestur – 16. apríl – Jóh 7.37–53
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi [...]