Biblíulestur – 15. nóvember – Slm 108.1–14
Ljóð. Davíðssálmur.
Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð,
ég vil syngja og leika.
Vakna þú, sál mín,
vakna þú, harpa og gígja,
ég ætla að vekja morgunroðann.
Ég lofa þig meðal lýðanna, Drottinn,
vegsama þig meðal þjóðanna
því að miskunn þín nær til himna
og trúfesti þín til skýjanna.
Hef þig hátt yfir himininn, Guð,
dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.
Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig
til þess að þeir sem þú elskar megi frelsast.
Guð hefur sagt í helgidómi sínum:
„Ég vil fagna sigri, ég vil skipta Síkem,
mæla Súkkótdalinn.
Ég á Gíleað og ég á Manasse,
Efraím er hjálmurinn á höfði mér,
Júda veldissproti minn.
Móab er handlaug mín,
ég fleygi skóm mínum á Edóm,
ég hrósa sigri yfir Filisteu.“
Hver leiðir mig til virkisborgarinnar,
hver fer með mig til Edóms?
Hefur þú eigi útskúfað oss, Guð,
og ferð eigi út með hersveitum vorum?
Veit oss lið gegn fjandmönnunum
því að hjálp manna er einskis nýt.
Með Guðs hjálp munum vér vinna afrek
og hann mun troða óvini vora fótum.
Biblíulestur – 21. ágúst – 5Mós 12.29–13.6
Þegar Drottinn, Guð þinn, hefur rutt þjóðunum úr vegi í landinu, sem þú ferð inn í til að vinna, og þú ert sestur að, gæt þín þá. Ánetjast ekki háttum [...]
Biblíulestur – 20. ágúst – 5Mós 12.17–28
Þú skalt ekki neyta tíundar af korni þínu, víni eða olíu í borgum þínum né heldur frumburða nautgripa þinna og sauðfjár og ekki neinna þeirra gjafa, sem þú hefur heitið [...]
Biblíulestur – 19. ágúst – 5Mós 12.1–16
Þetta eru þau lög og ákvæði sem þið skuluð fylgja af kostgæfni svo lengi sem þið lifið í landinu sem Drottinn, Guð forfeðra þinna, hefur fengið þér. Þið skuluð fylgja [...]
Biblíulestur – 18. ágúst – 5Mós 11.16–32
En gætið þess að láta ekki ginna ykkur til að víkja af leið og þjóna öðrum guðum og sýna þeim lotningu. Þá mun reiði Drottins blossa upp gegn ykkur og [...]
Biblíulestur – 17. ágúst – Lúk 16.1–9
Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við [...]
Biblíulestur – 16. ágúst – Slm 105.16–25
Þegar hann kallaði hungur yfir landið, svipti þá öllum birgðum brauðs, sendi hann mann á undan þeim. Jósef var seldur sem þræll, þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls [...]