Biblíulestur – 24. október – 1Þess 2.1–12
Sjálf vitið þið, bræður og systur, að koma mín til ykkar varð ekki árangurslaus. Ykkur er kunnugt að ég hafði áður þolað illt og verið misþyrmt í Filippí en Guð minn gaf mér djörfung til að tala til ykkar fagnaðarerindi Guðs þótt baráttan væri mikil. Boðun mín er ekki sprottin af villu eða af óhreinum hvötum og ég reyni ekki að blekkja neinn. En Guð hefur talið mig maklegan þess að trúa mér fyrir fagnaðarerindinu. Þannig hef ég líka talað, ekki til þess að þóknast mönnum heldur Guði sem rannsakar hjörtu okkar. Aldrei hafði ég nein smjaðuryrði á vörum, það vitið þið. Og ekki bjó þar ásælni að baki – Guð er vottur þess. Ekki leitaði ég vegsemdar af mönnum, hvorki ykkur né öðrum, þótt ég hefði getað beitt myndugleika sem postuli Krists. Nei, ég var mildur á meðal ykkar, eins og móðir sem hlúir að börnum sínum. Ég bar slíkt kærleiksþel til ykkar að glaður hefði ég ekki einungis gefið ykkur fagnaðarerindi Guðs heldur og mitt eigið líf, svo ástfólgin voruð þið orðin mér. Þið munið, bræður og systur, eftir erfiði mínu og striti: Ég vann nótt og dag til þess að vera ekki neinu ykkar til þyngsla um leið og ég prédikaði fyrir ykkur fagnaðarerindi Guðs.
Þið eruð vottar þess með Guði að framkoma mín við ykkur sem trúið var hrein, réttvís og óaðfinnanleg. Þið vitið hvernig ég lagði að ykkur og hvatti og grátbændi hvert og eitt ykkar eins og faðir börn sín að þið skylduð breyta eins og samboðið er Guði sem kallar ykkur til ríkis síns og dýrðar.
Biblíulestur – 26. júlí – Okv 24.23–34
Þessi spakmæli eru líka eftir spekinga: Hlutdrægni í dómi er röng. Þeim sem segir við hinn seka: „Þú hefur rétt fyrir þér,“ honum formæla menn og þjóðir fordæma hann. Þeim [...]
Biblíulestur – 25. júlí – 5Mós 8.7–20
Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land, inn í land með lækjum, lindum og uppsprettum sem streyma fram í dölum og á fjöllum, inn í land þar [...]
Biblíulestur – 24. júlí – 5Mós 7.17–8.6
Þú kynnir að hugsa: „Þessar þjóðir eru fjölmennari en ég, hvernig á ég að geta hrakið þær burt?“ En þú þarft ekki að óttast þær. Hafðu heldur hugfast hvernig Drottinn [...]
Biblíulestur – 23. júlí – 5Mós 7.7–16
Ekki var það vegna þess að þið væruð fjölmennari en allar aðrar þjóðir að Drottinn fékk ást á ykkur og valdi ykkur því að þið eruð fámennari en allar aðrar [...]
Biblíulestur – 22. júlí – 5Mós 6.16–7.6
Þið skuluð ekki reyna Drottin eins og þið reynduð hann við Massa. Þið eigið að halda fyrirmæli Drottins, Guðs ykkar, í einu og öllu, lög þau og ákvæði sem hann [...]
Biblíulestur – 21. júlí – 5Mós 6.1–15
Þetta eru fyrirmælin, lögin og ákvæðin, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið mér að kenna ykkur að halda í landinu sem þið eruð að fara yfir til og slá eign [...]