Biblíulestur – 3. apríl – 1Kor 7.17–28
Þó skal hver og einn lifa því lífi sem Drottinn hefur úthlutað honum og vera áfram í þeirri stöðu sem hann var í þegar Guð kallaði hann. Þannig mæli ég fyrir í öllum söfnuðunum. Sá sem var umskorinn, þegar hann var kallaður, breyti því ekki. Sá sem var óumskorinn láti ekki umskera sig. Það skiptir ekki máli hvort maður er umskorinn eða ekki, heldur að hann haldi boðorð Guðs. Hver og einn sé kyrr í þeirri stöðu sem hann var kallaður í. Varst þú þræll er þú varst kallaður? Set það ekki fyrir þig en ef þú getur orðið frjáls, þá kjós það heldur. Því að sá sem var þræll er Drottinn kallaði hann er frelsingi Drottins. Á sama hátt er sá sem var frjáls er Drottinn kallaði hann þræll Krists. Þið eruð verði keyptir. Verðið ekki þrælar manna. Bræður, sérhver verði frammi fyrir Guði kyrr í þeirri stétt sem hann var í þegar Guð kallaði hann.
Um einlífi hef ég enga skipun frá Drottni. En álit mitt læt ég í ljós eins og sá er hlotið hefur þá náð af Drottni að vera trúr.
Mín skoðun er að vegna yfirstandandi neyðar sé það gott fyrir mann að vera þannig. Ertu við konu bundinn? Leitast þá ekki við að verða laus. Ertu laus orðinn við konu? Leita þá ekki kvonfangs. En þótt þú kvongist syndgar þú ekki og ef ógifta konan giftist syndgar hún ekki. En erfitt verður slíkum lífið hér á jörðu. Við því vildi ég hlífa ykkur.
Biblíulestur – 7. janúar – Lúk 6.12–19
En svo bar við um þessar mundir að Jesús fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dagur rann kallaði hann til [...]
Biblíulestur – Þrettándinn 6. janúar – Matt 2.1–12
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans [...]
Biblíulestur – 5. janúar – Lúk 2.41–52
Foreldrar Jesú ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni. Þegar hann var tólf ára fóru þau upp þangað eins og þau voru vön og tóku Jesú með sér. Þau voru [...]
Biblíulestur – 4. janúar – Slm 89.20–38
Áður fyrr talaðir þú í sýn til þeirra sem treystu þér og sagðir: „Ég hef sett kórónu á kappa, upphafið ungan mann af lýðnum. Ég fann þjón minn Davíð, smurði [...]
Biblíulestur – 3. janúar – Jer 23.1–8
Vei hirðunum sem leiða sauðina afvega og tvístra hjörðinni sem ég gæti, segir Drottinn. Þess vegna segir Drottinn, Guð Ísraels, um hirðana sem gæta þjóðar minnar: Þér hafið tvístrað sauðum [...]
Biblíulestur – 2. janúar – 2Sam 7.1–17
Þegar konungur var sestur að í húsi sínu og Drottinn hafði veitt honum frið við alla óvini umhverfis sagði hann við Natan spámann: „Þú sérð að ég bý í húsi [...]