Biblíulestur 3. janúar – Slm 111.1–10
Hallelúja.
Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta
í félagi og söfnuði réttvísra.
Mikil eru verk Drottins,
verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim.
Tign og vegsemd eru verk hans
og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.
Hann hefur látið minnast dásemdarverka sinna,
náðugur og miskunnsamur er Drottinn,
hann gaf þeim fæðu er óttast hann,
minnist sáttmála síns ævinlega.
Hann kunngjörði þjóð sinni mátt verka sinna
með því að gefa henni erfðahlut annarra þjóða.
Hann er trúr og réttlátur í öllum verkum sínum,
öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg,
standa óhagganleg um aldur og ævi,
framkvæmd í trúfesti og réttvísi.
Hann sendi lausn lýð sínum,
setti sáttmála sinn að eilífu,
heilagt og óttalegt er nafn hans.
Að óttast Drottin er upphaf speki,
þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans.
Lofstír hans stendur um eilífð.
Biblíulestur – 9. október – 5Mós 22.13–27
Ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni en fær þá óbeit á henni, sakar hana um skammarlegt athæfi, spillir mannorði hennar og segir: „Ég kvæntist þessari konu en [...]
Biblíulestur – 8. október – 5Mós 22.1–12
Þú skalt ekki horfa aðgerðalaus á naut eða sauðfé bróður þíns á flækingi heldur skalt þú þegar í stað reka þau aftur til hans. Búi bróðir þinn ekki í grennd [...]
Biblíulestur – 7. október – 5Mós 21.10–23
Þegar þú heldur í hernað gegn fjandmönnum þínum og Drottinn, Guð þinn, selur þá þér í hendur og þú tekur fanga og sérð fríða konu á meðal fanganna, fellir hug [...]
Biblíulestur – 6. október – 5Mós 20.15–21.9
Þannig skaltu fara með allar þær borgir sem eru mjög fjarlægar þér og eru ekki meðal þeirra borga sem þjóðirnar hér ráða yfir. En þú skalt ekki láta neitt, sem [...]
Biblíulestur – 5. október – Lúk 7.11–17
Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að [...]
Biblíulestur – 4. október – Slm 106.24–39
Þeir fyrirlitu hið unaðslega land og treystu ekki orðum hans, mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu ekki á boð Drottins. Þá hóf hann hönd sína gegn þeim til að fella [...]