Biblíulestur – 8. febrúar – Slm 92.1–16
Sálmur. Hvíldardagsljóð.
Gott er að lofa Drottin,
lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,
að kunngjöra miskunn þína að morgni
og trúfesti þína um nætur
á tístrengjað hljóðfæri og hörpu
og við strengjaleik gígjunnar.
Þú gleður mig, Drottinn, með dáðum þínum,
ég fagna yfir verkum handa þinna.
Hversu mikil eru verk þín, Drottinn,
hversu djúpar hugsanir þínar.
Fávís maður skynjar það ekki
og heimskinginn skilur það ekki:
Þótt óguðlegir grói sem grasið
og allir illvirkjar blómstri
verða þeir upprættir um aldur og ævi
en þú, Drottinn, ert eilíflega upphafinn.
Því sjá, óvinir þínir, Drottinn,
því sjá, óvinir þínir farast
og allir illvirkjar tvístrast.
En þú hefur horn mitt hátt eins og á villinauti,
smyrð mig ferskri olíu.
Auga mitt lítur með gleði niður á fjandmenn mína,
eyra mitt heyrir með gleði um níðingana er rísa gegn mér.
Réttlátir dafna sem pálmi,
vaxa sem sedrustré á Líbanon,
þeir eru gróðursettir í húsi Drottins,
þeir blómgast í forgörðum Guðs vors,
bera ávöxt í hárri elli,
eru safaríkir og grænir,
og boða: „Drottinn er réttlátur,
hann er bjarg mitt, hjá honum er ekkert rangt til.“
Biblíulestur 14. nóvember – 1Mós 19.12–18
Mennirnir spurðu Lot: „Hverja aðra átt þú þér nákomna hér? Tengdasyni, syni, dætur eða aðra sem þú átt að í borginni skaltu hafa á burt héðan. Við munum tortíma þessum [...]
Biblíulestur 13. nóvember – 1Mós 19.1–11
Englarnir tveir komu til Sódómu um kvöldið og sat þá Lot í borgarhliðinu. Og er hann sá þá stóð hann upp til þess að heilsa þeim og hneigði ásjónu sína [...]
Biblíulestur 12. nóvember – 1Mós 18.16–33
Mennirnir tóku sig nú upp þaðan og horfðu í átt til Sódómu. Abraham ætlaði að fylgja þeim áleiðis. Þá mælti Drottinn: „Hví ætti ég að dylja Abraham þess sem ég [...]
Biblíulestur 11. nóvember – 1Pét 1.13–25
Gerið því hugi ykkar viðbúna og verið vakandi. Bindið alla von ykkar við þá náð sem ykkur mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið [...]
Biblíulestur 10. nóvember – Matt 24.3–14
Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin [...]
Biblíulestur 9. nóvember – Slm 86.1–11
Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig því að ég er hjálparvana og snauður. Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum [...]