Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 10. febrúar – Jes 62.6–12

Ég setti varðmenn á múra þína, Jerúsalem,
þeir mega aldrei þagna, hvorki dag né nótt.
Þér, sem eigið að minna Drottin á,
unnið yður engrar hvíldar
og veitið honum enga ró
fyrr en hann hefur endurreist Jerúsalem
og gert hana vegsamlega á jörðinni.
Drottinn hefur svarið við hægri hönd sína
og máttugan arm sinn:
„Ég mun aldrei framar gefa korn þitt
óvinum þínum að eta
og útlendingar skulu aldrei framar drekka vínið
sem þú hefur erfiðað fyrir
heldur skulu þeir sem hirtu kornið neyta þess sjálfir
og lofa Drottin
og þeir sem tíndu vínberin
skulu drekka vínið í forgörðum helgidóms míns.“
Gangið út, já, gangið út um hliðin,
greiðið götu þjóðarinnar.
Leggið, leggið braut,
ryðjið grjótinu burt,
reisið merki fyrir þjóðirnar.
Sjá, Drottinn hefur kunngjört
allt til endimarka jarðar:
„Segið dótturinni Síon,
sjá, hjálpræði þitt kemur.
Sjá, sigurlaun hans fylgja honum
og fengur hans fer fyrir honum.“
Þeir verða nefndir heilagur lýður,
hinir endurleystu Drottins,
og þú kölluð Hin eftirsótta,
Borgin sem aldrei verður yfirgefin.

Biblíulestur 23. nóvember – Slm 87.1–7

Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum. Hann elskar hlið Síonar meira en alla bústaði Jakobs, dýrlega er talað um þig, þú borg Guðs. (Sela) Fólk frá Egyptalandi og Babýlon [...]

Fara efst