Biblíulestur 10. janúar – Slm 112.1–10
Hallelúja.
Sæll er sá sem óttast Drottin
og gleðst yfir boðum hans.
Niðjar hans verða voldugir í landinu,
ætt réttvísra mun blessun hljóta.
Nægtir og auðæfi eru í húsi hans
og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.
Réttvísum skín ljós í myrkri,
mildum, miskunnsömum og réttlátum.
Vel farnast þeim sem lánar fúslega
og annast málefni sín af réttvísi
því að hann mun aldrei haggast.
Minning hins réttláta er ævarandi,
hann þarf ekki að kvíða ótíðindum,
hjarta hans er stöðugt, hann treystir Drottni.
Hjarta hans er óhult, hann óttast ekki;
skjótt fær hann að líta fall óvina sinna.
Hann hefur miðlað mildilega og gefið fátækum,
réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu,
horn hans er hafið upp með sæmd.
Hinn óguðlegi sér það og honum gremst,
hann gnístir tönnum og ferst.
Óskir óguðlegra rætast ekki.
Biblíulestur – 31. október – Jóh 8.31–36
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 30. október – 1Þess 5.1–28
En um tíma og tíðir hafið þið, bræður og systur, ekki þörf á að ykkur sé skrifað. Þið vitið það sjálf gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu. [...]
Biblíulestur – 29. október – 1Þess 4.1–18
Að endingu bið ég ykkur, bræður og systur, og hvet ykkur í Drottni Jesú til að breyta eins og þið hafið numið af mér og þóknast Guði eins og þið [...]
Biblíulestur – 28. október – 1Þess 3.1–13
Þar kom að ég þoldi ekki lengur við og réð þá af að verða einn eftir í Aþenu en sendi Tímóteus, bróður minn. Hann var samverkamaður Guðs við að boða [...]
Biblíulestur – 27. október – 1Þess 2.13–20
Og þess vegna þakka ég líka Guði án afláts því að þegar þið veittuð viðtöku orði Guðs, sem ég boðaði, þá tókuð þið ekki við því sem manna orði heldur [...]
Biblíulestur – 26. október – Matt 9.1–8
Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði [...]