Biblíulestur – 6. apríl – Jóh 8.46–59
Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“
Þá sögðu þeir við hann: „Nú vitum við að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir og þú segir að sá sem varðveitir orð þitt skuli aldrei að eilífu deyja. Ert þú meiri en faðir okkar, Abraham? Hann dó og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?“
Jesús svaraði: „Ef ég vegsama sjálfan mig er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar. Og þér þekkið hann ekki en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans. Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn og hann sá hann og gladdist.“
Þá sögðu þeir við hann: „Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur og hefur séð Abraham!“
Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.“
Þá tóku menn upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og hvarf úr helgidóminum.
Biblíulestur – 25. janúar – Okv 22.1–16
Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Ríkur og fátækur mætast en Drottinn skapaði báða. Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en [...]
Biblíulestur – 24. janúar – Esk 34.1–16
Orð Drottins kom til mín: Mannssonur, spáðu gegn hirðum Ísraels og segðu við þá: Svo segir Drottinn Guð: Vei hirðum Ísraels sem aðeins hirða um sjálfa sig. Eiga þeir ekki [...]
Biblíulestur – 23. janúar – Job 22.21–30
Náðu sáttum við Guð og lifðu í friði. Þá hlýturðu velgengni. Þiggðu ráð úr munni hans, leggðu þér orð hans á hjarta. Snúirðu þér til Hins almáttka og auðmýkir þig, [...]
Biblíulestur – 22. janúar – Opb 7.9–17
Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum, stóð frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, [...]
Biblíulestur – 21. janúar – 1Pét 2.1–10
Segið því skilið við alla vonsku og alla pretti, hræsni, öfund og allt baktal. Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni [...]
Biblíulestur – 20. janúar – Post 26.9–18
Sjálfur taldi ég mér skylt að vinna af öllu megni gegn nafni Jesú frá Nasaret. Það gerði ég og í Jerúsalem, hneppti marga hinna heilögu í fangelsi með valdi frá [...]