Biblíulestur – 7. apríl – 1Kor 8.1–13
Þá er að minnast á kjötið sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Við vitum að öll höfum við þekkingu. Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp. Ef einhver þykist þekkja eitthvað þá þekkir hann enn ekki svo sem þekkja ber. En sá sem elskar Guð er þekktur af honum.
En hvað varðar neyslu kjöts, sem fórnað hefur verið skurðgoðum, þá vitum við að skurðgoð er ekkert í heiminum og að enginn er Guð nema einn. Því að enda þótt til séu svonefndir guðir, hvort heldur er á himni eða á jörðu – enda eru margir guðir og margir drottnar – þá höfum við ekki nema einn Guð, föðurinn, sem skapað hefur alla hluti og líf okkar stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allt varð til fyrir og við fyrir hann.
Ekki hafa allir þessa þekkingu. Vegna vanans við skurðgoðadýrkun eta sumir kjötið enn sem fórnarkjöt og finnst þeir þá saurga sig því að samviska þeirra er veik fyrir. En matur færir okkur ekki nær Guði. Hvorki missum við neins þótt við etum það ekki né ávinnum við neitt þótt við etum.
En gætið þess að þetta frelsi ykkar verði ekki hinum óstyrku að falli. Því sjái einhver þig, sem hefur þekkinguna, sitja til borðs í goðahofi, mundi það ekki hvetja þann sem óstyrkur er til að neyta fórnarkjöts? Hinn óstyrki glatast þá vegna þekkingar þinnar, bróðirinn sem Kristur dó fyrir. Þegar þið þannig syndgið gegn systkinunum og særið óstyrka samvisku þeirra, þá syndgið þið á móti Kristi. Þess vegna mun ég, ef matur verður einhverju trúsystkina minna til falls, ekki neyta kjöts um aldur og ævi til þess að ég verði þeim ekki til falls.
Biblíulestur – 31. janúar – Jer 31.31–40
Þeir dagar koma, segir Drottinn, þegar ég geri nýjan sáttmála við Ísraelsmenn og Júdamenn. Hann verður ekki eins og sáttmálinn sem ég gerði við feður þeirra þegar ég tók í [...]
Biblíulestur – 30. janúar – Jer 31.18–30
Ég heyrði kvein Efraíms: „Þú hirtir mig og ég tók hirtingunni líkt og óvaninn kálfur. Lát mig snúa heim, þá skal ég snúa við því að þú ert Drottinn, Guð [...]
Biblíulestur – 29. janúar – Jak 4.1–10
Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal ykkar? Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykkar? Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og [...]
Biblíulestur – 28. janúar – Lúk 19.1–10
Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá hver Jesús væri en tókst það [...]
Biblíulestur – 27. janúar – Esk 34.17–31
En þú, hjörð mín, svo segir Drottinn Guð: Ég dæmi milli kindar og kindar, milli hrúta og hafra. Nægir ykkur ekki að ganga í besta haglendi? Þurfið þið að traðka [...]
Biblíulestur – 26. janúar – Matt 8.1–13
Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“ Jesús [...]