Biblíulestur – 11. febrúar – Sak 9.9–17
Fagna mjög, dóttirin Síon,
lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem.
Sjá, konungur þinn kemur til þín.
Réttlátur er hann og sigursæll,
lítillátur og ríður asna,
ungum ösnufola.
Hann útrýmir hervögnum úr Efraím
og víghestum úr Jerúsalem.
Öllum herbogum verður eytt.
Hann mun boða þjóðunum frið
og ríki hans mun ná frá hafi til hafs
og frá Fljótinu til endimarka jarðar.
En vegna blóðs sáttmála þíns
læt ég fanga þína lausa
úr gryfjunni vatnslausu.
Snúið aftur til vígisins trausta,
þér vongóðu bandingjar.
Í dag er boðað:
Ég endurgeld þér tvöfalt.
Ég spenni Júda eins og boga,
fylli Efraím sem örvamæli,
vek upp syni þína, Síon,
gegn Javans niðjum
og geri úr þér sverð í garps hendi.
Yfir þeim birtist Drottinn,
örvar hans fljúga sem eldingar.
Drottinn Guð þeytir hornið,
hann fer með fellibyljum Suðurlandsins.
Drottinn allsherjar verður þeim skjöldur.
Þeir munu sigra þá og troða slöngvusteina þeirra undir fótum,
þeir drekka og hafa hátt sem drukknir menn,
flóa yfir eins og fórnarskálar,
dreyrastokknir sem altarishorn.
Á þeim degi mun Drottinn, Guð þeirra, bjarga þeim
sem hjörð þjóðar sinnar
því að þeir eru sem glitrandi krúnusteinar yfir landi hans.
Hvílíkt er ágæti þess, hvílík fegurð þess.
Kornið fjörgar æskumenn
og vínið yngismeyjar.
Biblíulestur 7. desember – Slm 88.1–13
Drottinn, Guð hjálpræðis míns, ég hrópa til þín um daga, um nætur er ég frammi fyrir þér, lát bæn mína koma fyrir þig, hneig eyra þitt að kveini mínu. Ég [...]
Biblíulestur 6. desember – Tít 2.11–3.6
Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, í eftirvæntingu [...]
Biblíulestur 5. desember – Lúk 23.26–43
Þegar þeir leiddu Jesú út tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann að hann bæri hann eftir Jesú. En Jesú fylgdi [...]
Biblíulestur 4. desember – Opb 13.11–18
Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðunni og það hafði tvö horn lík lambshornum en það talaði eins og dreki. Fyrra dýrið hefur gefið því allt vald sitt [...]
Biblíulestur 3. desember – Jóh 20.19–29
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur 2. desember – Jón 4.1–11
Jónas fylltist mikilli gremju, honum brann reiðin og hann sagði við Drottin: „Ó, Drottinn! Var það ekki einmitt þetta sem ég sagði áður en ég fór að heiman? Það var [...]