Biblíulestur – 30. september – 2Kor 12.1–10
Ég verð að halda áfram að hrósa mér þótt það komi að litlu gagni. En ég mun nú snúa mér að vitrunum og opinberunum sem Drottinn hefur birt mér. Ég þekki kristinn mann. Fyrir fjórtán árum var hann hrifinn burt allt til þriðja himins. Hvort það var í líkamanum eða utan líkamans veit ég ekki. Guð veit það. / Og mér er kunnugt um að þessi maður var hrifinn upp í Paradís og heyrði ósegjanleg orð sem engum manni er leyft að mæla. Hvort það var í líkamanum eða utan líkamans veit ég ekki. Guð veit það. Af slíku vil ég hrósa mér en af sjálfum mér vil ég ekki hrósa mér nema þá af veikleika mínum. Þótt ég vildi hrósa mér væri ég ekki frávita því að ég væri að segja sannleika. En ég veigra mér við því til þess að enginn skuli ætla mig meiri en hann sér mig eða heyrir.
Og til þess að ég skuli ekki ofmetnast af hinum miklu opinberunum er mér gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig til þess að ég skuli ekki líta of stórt á mig. Þrisvar hef ég beðið Drottin þess að láta hann fara frá mér. Og hann hefur svarað mér: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur þá er ég máttugur.
Biblíulestur – 22. júlí – 5Mós 6.16–7.6
Þið skuluð ekki reyna Drottin eins og þið reynduð hann við Massa. Þið eigið að halda fyrirmæli Drottins, Guðs ykkar, í einu og öllu, lög þau og ákvæði sem hann [...]
Biblíulestur – 21. júlí – 5Mós 6.1–15
Þetta eru fyrirmælin, lögin og ákvæðin, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið mér að kenna ykkur að halda í landinu sem þið eruð að fara yfir til og slá eign [...]
Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru [...]
Biblíulestur – 19. júlí – Slm 104.1–18
Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir [...]
Biblíulestur – 18. júlí – 5Mós 5.22–33
Þessi boðorð flutti Drottinn öllum söfnuði ykkar á fjallinu. Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust og bætti engu við. Síðan skráði hann þau á tvær steintöflur [...]
Biblíulestur – 17. júlí – 5Mós 5.1–21
Móse kallaði allan Ísrael saman og sagði: Heyr þú, Ísrael, lögin og ákvæðin sem ég boða ykkur nú í dag. Lærið þau, haldið þau af kostgæfni. Drottinn, Guð okkar, gerði [...]