Biblíulestur – 19. nóvember – 5Mós 30.15–20
Hér með legg ég fyrir þig líf og heill, dauða og óheill.
Ef þú hlýðir boðum Drottins, sem ég set þér í dag, með því að elska Drottin, Guð þinn, ganga á vegum hans og halda boð hans, ákvæði og lög, munt þú lifa og þér mun fjölga og Drottinn, Guð þinn, mun blessa þig í landinu sem þú heldur nú inn í til að taka það til eignar.
En ef hjarta þitt gerist fráhverft og þú hlýðir ekki og lætur tælast til að sýna öðrum guðum lotningu og þjóna þeim, lýsi ég því hér með yfir að ykkur verður gereytt. Þið munuð þá ekki lifa lengi í landinu sem þú heldur inn í yfir Jórdan að taka til eignar.
Ég kveð bæði himin og jörð til vitnis gegn ykkur í dag: Ég hef lagt fyrir þig líf og dauða, blessun og bölvun. Veldu þá lífið svo að þú og niðjar þínir megið lifa með því að elska Drottin, Guð þinn, hlýða boði hans og halda þér fast við hann því að þá muntu lifa og verða langlífur í landinu sem Drottinn hét að gefa feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakobi.
Biblíulestur – 14. september – Lúk 10.23–37
Og Jesús sneri sér að lærisveinum sínum og sagði einslega við þá: „Sæl eru þau augu sem sjá það sem þér sjáið. Því að ég segi yður: Margir spámenn og [...]
Biblíulestur – 13. september – Slm 106 1.1–12
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans? Sælir eru þeir sem gæta [...]
Biblíulestur – 12. september – 2Kor 3.1–18
Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur? Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta [...]
Biblíulestur – 11. september – 2Kor 2.1–17
En það ásetti ég mér að koma ekki aftur til ykkar með hryggð. Ef ég hryggi ykkur, hver er þá sá sem gleður mig? Sá sem ég er að hryggja? [...]
Biblíulestur – 10. september – 2Kor 1.12–24
Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, [...]
Biblíulestur – 9. september – 2Kor 1.1–11
Páll, að Guðs vilja postuli Krists Jesú, og Tímóteus, bróðir okkar, heilsa söfnuði Guðs, sem er í Korintu, ásamt öllum heilögum, í gervallri Akkeu. Náð sé með yður og friður [...]