Biblíulestur 6. janúar – Matt 2.1–12
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.“
Þegar Heródes heyrði þetta varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“
Þeir svöruðu honum: „Í Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum:
Þú Betlehem, í landi Júda,
ekki ert þú síst meðal hefðarborga Júda.
Því að höfðingi mun frá þér koma
sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels.“
Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og grófst eftir því hjá þeim hvenær stjarnan hefði birst. Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“
Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög, þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.
En þar sem þeir fengu bendingu í draumi að snúa ekki aftur til Heródesar fóru þeir aðra leið heim í land sitt.
Biblíulestur – 1. nóvember – Slm 107.17–32
Þeir sem sýktust vegna syndugs lífernis, þjáðust vegna misgjörða sinna, þeim bauð við allri fæðu og þeir voru nærri dauðans dyrum. Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og [...]
Biblíulestur – 31. október – Jóh 8.31–36
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 30. október – 1Þess 5.1–28
En um tíma og tíðir hafið þið, bræður og systur, ekki þörf á að ykkur sé skrifað. Þið vitið það sjálf gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu. [...]
Biblíulestur – 29. október – 1Þess 4.1–18
Að endingu bið ég ykkur, bræður og systur, og hvet ykkur í Drottni Jesú til að breyta eins og þið hafið numið af mér og þóknast Guði eins og þið [...]
Biblíulestur – 28. október – 1Þess 3.1–13
Þar kom að ég þoldi ekki lengur við og réð þá af að verða einn eftir í Aþenu en sendi Tímóteus, bróður minn. Hann var samverkamaður Guðs við að boða [...]
Biblíulestur – 27. október – 1Þess 2.13–20
Og þess vegna þakka ég líka Guði án afláts því að þegar þið veittuð viðtöku orði Guðs, sem ég boðaði, þá tókuð þið ekki við því sem manna orði heldur [...]