Biblíulestur – 28. október – 1Þess 3.1–13
Þar kom að ég þoldi ekki lengur við og réð þá af að verða einn eftir í Aþenu en sendi Tímóteus, bróður minn. Hann var samverkamaður Guðs við að boða fagnaðarerindið um Krist og átti að styrkja ykkur og uppörva ykkur í trúnni svo að enginn léti bifast í þessum þrengingum. Þið vitið sjálf að þeirra er að vænta. Þegar ég var hjá ykkur þá sagði ég ykkur fyrir að ég mundi verða að þola þrengingar. Það er líka komið fram eins og þið vitið. Því þoldi ég ekki lengur við og sendi Tímóteus til að fá að vita um trú ykkar, hvort freistarinn kynni að hafa freistað ykkar og erfiði mitt orðið til einskis.
En nú er Tímóteus aftur kominn til mín frá ykkur og hefur borið mér gleðifregn um trú ykkar og kærleika. Hann segir að þið minnist mín ávallt með hlýjum hug og ykkur langi til að sjá mig, eins og mig líka til að sjá ykkur. Sökum þessa hef ég, systkin, hlotið huggun í neyð minni og þrengingu vegna trúar ykkar. Nú lifi ég fyrst þið standið stöðug í trúnni á Drottin. Hvernig get ég nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði er hann lét ykkur veita mér? Ég bið nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá ykkur og bæta úr því sem áfátt er trú ykkar.
Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg minn til ykkar. En Drottinn efli ykkur og auðgi að kærleika hvert til annars og til allra eins og ég ber kærleika til ykkar. Þannig styrkir hann hjörtu ykkar svo að þið verðið óaðfinnanleg og heilög í augum Guðs, föður vors, þegar Drottinn vor Jesús kemur ásamt öllum sínum heilögu.
Biblíulestur – 26. ágúst – 5Mós 14.22–29
Á hverju ári skaltu taka tíund af allri uppskerunni sem akurinn gefur af sáðkorni þínu. Síðan skaltu neyta tíundarinnar af korni þínu, víni og olíu og af frumburðum nauta þinna [...]
Biblíulestur – 25. ágúst – 5Mós 14.3–21
Þú skalt ekki eta neitt viðbjóðslegt. Þetta eru dýrin sem þið megið eta: naut, sauðfé, geitur, hirtir, skógargeitur, dádýr, steingeitur, fjallageitur, antílópur og gemsur. Þið megið eta öll dýr sem [...]
Biblíulestur – 24. ágúst – Lúk 19.41–48
Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það [...]
Biblíulestur – 23. ágúst – Slm 105.26–35
Hann sendi Móse, þjón sinn, og Aron sem hann hafði valið sér. Þeir gerðu tákn hans í Egyptalandi og undur í landi Kams. Hann sendi sorta og myrkvaði landið en [...]
Biblíulestur – 22. ágúst – 5Mós 13.7–14.2
Ef bróðir þinn sammæðra, sonur, dóttir, konan í faðmi þínum eða vinur, sem þú elskar eins og sjálfan þig, reynir á laun að leiða þig afvega með því að segja: [...]
Biblíulestur – 21. ágúst – 5Mós 12.29–13.6
Þegar Drottinn, Guð þinn, hefur rutt þjóðunum úr vegi í landinu, sem þú ferð inn í til að vinna, og þú ert sestur að, gæt þín þá. Ánetjast ekki háttum [...]