Biblíulestur – 1. október – 2Kor 12.11–21
Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess. Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu postulum að baki enda þótt ég sé ekki neitt. Ég gerði postulatákn á meðal ykkar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk. Í hverju voruð þið sett lægra en hinir söfnuðirnir nema ef vera skyldi í því að ég sjálfur hef ekki verið ykkur til byrði? Fyrirgefið mér þennan órétt.
Þetta er nú í þriðja sinn að ég er ferðbúinn að koma til ykkar og ætla ég ekki að verða ykkur til byrði. Ég sækist ekki eftir eigum ykkar heldur ykkur sjálfum því að ekki eiga börnin að sjá fyrir foreldrunum heldur foreldrarnir fyrir börnunum. Ég er fús til að verja því sem ég á, já, leggja sjálfan mig í sölurnar fyrir ykkur. Elskið þið mig síður ef ég elska ykkur heitar? En látum svo að ég hafi ekki verið ykkur til byrði en samt verið slægur og veitt ykkur með brögðum. Hef ég notað nokkurn þeirra sem ég hef sent til ykkar til þess að hafa eitthvað af ykkur? Ég bað Títus að fara og sendi bróðurinn með honum. Hefur þá Títus haft eitthvað af ykkur? Komum við ekki fram í einum og sama anda? Fetuðum við ekki í sömu fótsporin?
Fyrir löngu eruð þið farin að halda að ég sé að verja mig gagnvart ykkur. Nei, ég beini orðum mínum til Guðs eins og þeir sem trúa á Krist. Allt er það ykkur til uppbyggingar, mín elskuðu. Þegar ég kem er ég hræddur um að mér muni þykja þið öðruvísi en ég óska og að ykkur muni þykja ég öðruvísi en þið óskið. Ég er hræddur um að þið kunnið að eiga í deilum og að öfund, reiði og eigingirni ríki meðal ykkar og menn móðgi og rægi hverjir aðra og séu hrokafullir og fullir ofstopa. Ég er hræddur um að Guð minn muni auðmýkja mig hjá ykkur þegar ég kem aftur og að ég muni hryggjast yfir mörgum þeirra sem áður hafa syndgað og ekki hafa snúið sér frá saurlífi, frillulífi og ólifnaði sem þeir hafa drýgt.
Biblíulestur – 1. ágúst – 1Jóh 2.22–3.6
Hver er lygari ef ekki sá sem neitar að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn sem afneitar föðurnum og syninum. Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá [...]
Biblíulestur – 31. júlí – 1Jóh 2.7–21
Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. Eigi að [...]
Biblíulestur – 30. júlí – 1Jóh 1.1–2.6
Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem við höfum heyrt, það sem við höfum séð með augunum, það sem við horfðum á og hendurnar þreifuðu á, það [...]
Biblíulestur – 29. júlí – 5Mós 9.13–29
Enn fremur sagði Drottinn við mig: „Ég sé nú að þetta er harðsvírað fólk. Farðu frá mér því að ég ætla að eyða því og afmá nafn þess undir himninum. [...]
Biblíulestur – 28. júlí – 5Mós 9.1–12
Heyr, Ísrael. Í dag muntu fara yfir Jórdan til að vinna þjóðir sem eru fjölmennari og voldugri en þú, stórar borgir sem eru víggirtar himinháum múrum. Þar er stór og [...]
Biblíulestur – 27. júlí – Matt 28.18–20
Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í [...]