Biblíulestur 4. janúar – Matt 2.13–15
Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“
Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“
Biblíulestur – 9. nóvember – Jóh 4.46–53
Nú kom Jesús aftur til Kana í Galíleu þar sem hann hafði gert vatn að víni. Í Kapernaúm var konungsmaður nokkur sem átti sjúkan son. Þegar hann frétti að Jesús [...]
Biblíulestur – 8. nóvember – Slm 107.33–43
Hann gerir fljótin að eyðimörk og uppsprettur að þurrum lendum, frjósamt land að saltsléttu sakir illsku íbúanna. Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum og þurrlendið að uppsprettum, lætur hungraða setjast þar [...]
Biblíulestur – 7. nóvember – 5Mós 28.1–14
Ef þú hlýðir nákvæmlega boði Drottins, Guðs þíns, heldur það og ferð að öllum fyrirmælum sem ég set þér í dag mun Drottinn, Guð þinn, hefja þig yfir allar þjóðir [...]
Biblíulestur – 6. nóvember – 2Þess 3.6–18
En ég býð ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann [...]
Biblíulestur – 5. nóvember – 2Þess 2.13–3.5
En ætíð hlýt ég að þakka Guði fyrir ykkur, bræður og systur, sem Drottinn elskar. Guð útvaldi ykkur til þess að þið yrðuð frumgróði til hjálpræðis. Guð lét andann helga [...]
Biblíulestur – 4. nóvember – 2Þess 2.1–12
En að því er varðar komu Drottins vors Jesú Krists og að við söfnumst til hans bið ég ykkur, bræður og systur, að vera ekki fljót til að komast í [...]