Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum fjandskap áður. Borgirnar voru Beser á hásléttunni í eyðimörkinni fyrir niðja Rúbens, Ramót í Gíleað fyrir Gað og Gólan í Basan fyrir Manasse.
Þetta er lögmálið sem Móse lagði fyrir Ísraelsmenn. Þetta eru þau fyrirmæli, lög og ákvæði sem Móse boðaði Ísraelsmönnum þegar þeir fóru út úr Egyptalandi og voru handan Jórdanar í dalnum gegnt Bet Peór, í landi Síhons Amorítakonungs sem ríkti í Hesbon. Móse og Ísraelsmenn höfðu fellt hann þegar þeir fóru út úr Egyptalandi. Þá höfðu þeir tekið land hans til eignar ásamt landi Ógs, konungs í Basan. Þeir höfðu slegið eign sinni á land hans og land Ógs, konungs í Basan, land beggja konunga Amoríta austan við Jórdan, landið frá Aróer, sem liggur í jaðri Arnondalsins, allt að Síonarfjalllendi, það er Hermon, og allt Arabaláglendið austan við Jórdan, að Arabavatninu undir Pisgahlíðum.
Biblíulestur – 21. maí – Jóh 11.1–27
Maður sá var sjúkur er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar. En María var sú er smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu. [...]
Biblíulestur – 20. maí – Jóh 10.22–42
Nú var vígsluhátíðin í Jerúsalem og kominn vetur. Jesús gekk um í súlnagöngum Salómons í helgidóminum. Þá söfnuðust menn um hann og sögðu: „Hve lengi lætur þú okkur í óvissu? [...]
Biblíulestur – 19. maí – Jóh 10.1–21
„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi en sá sem kemur inn um [...]
Biblíulestur – 18. maí – Jóh 16.5–15
Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu af því ég var með yður. En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer [...]
Biblíulestur – 17. maí – Slm 101.1–8
Davíðssálmur. Ég vil syngja um náð og rétt, lofsyngja þér, Drottinn. Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda, hvenær kemur þú til mín? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga [...]
Biblíulestur – 16. maí – 1Kor 16.1–24
Hvað samskotin til hinna heilögu í Jerúsalem snertir, þá skuluð einnig þið fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar [...]