Biblíulestur 10. janúar – Slm 112.1–10
Hallelúja.
Sæll er sá sem óttast Drottin
og gleðst yfir boðum hans.
Niðjar hans verða voldugir í landinu,
ætt réttvísra mun blessun hljóta.
Nægtir og auðæfi eru í húsi hans
og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.
Réttvísum skín ljós í myrkri,
mildum, miskunnsömum og réttlátum.
Vel farnast þeim sem lánar fúslega
og annast málefni sín af réttvísi
því að hann mun aldrei haggast.
Minning hins réttláta er ævarandi,
hann þarf ekki að kvíða ótíðindum,
hjarta hans er stöðugt, hann treystir Drottni.
Hjarta hans er óhult, hann óttast ekki;
skjótt fær hann að líta fall óvina sinna.
Hann hefur miðlað mildilega og gefið fátækum,
réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu,
horn hans er hafið upp með sæmd.
Hinn óguðlegi sér það og honum gremst,
hann gnístir tönnum og ferst.
Óskir óguðlegra rætast ekki.
Biblíulestur – 20. nóvember – 5Mós 31.1–15
Síðan gekk Móse fram og flutti öllum Ísrael þessa ræðu og sagði: „Ég er nú orðinn hundrað og tuttugu ára og get ekki lengur farið fyrir ykkur og Drottinn hefur [...]
Biblíulestur – 19. nóvember – 5Mós 30.15–20
Hér með legg ég fyrir þig líf og heill, dauða og óheill. Ef þú hlýðir boðum Drottins, sem ég set þér í dag, með því að elska Drottin, Guð þinn, [...]
Biblíulestur – 18. nóvember – 5Mós 30.1–14
Þegar allt þetta, blessunin og bölvunin sem ég hef lagt fyrir þig í dag, er yfir þig komið og þú minnist þeirra orða á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn, [...]
Biblíulestur – 17. nóvember – 5Mós 29.15–28
Þið vitið að við bjuggum í Egyptalandi og hvernig við komumst um lönd þeirra þjóða sem þið fóruð um. Þið sáuð hina viðurstyggilegu hjáguði þeirra og skurðgoð úr tré og [...]
Biblíulestur – 16. nóvember – Matt 25.1–13
Enn sagði Jesús: „Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku [...]
Biblíulestur – 15. nóvember – Slm 108.1–14
Ljóð. Davíðssálmur. Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika. Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Ég lofa þig [...]