Biblíulestur – 7. ágúst – 1Jóh 5.1–12
Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. Því að elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.
Hver er sá sem sigrar heiminn nema sá sem trúir að Jesús sé sonur Guðs?
Hann er sá sem kom með vatni og blóði, Jesús Kristur. Ekki með vatninu eingöngu heldur með vatninu og með blóðinu. Og andinn er sá sem vitnar því að andinn er sannleikurinn. Þrír eru þeir sem vitna [í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:] Andinn og vatnið og blóðið og þeim þremur ber saman. Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri. Þetta er vitnisburður Guðs sem hann hefur vitnað um son sinn. Sá sem trúir á son Guðs hefur vitnisburðinn innra með sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gert hann að lygara af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð sem Guð hefur vitnað um son sinn. Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki á son Guðs á ekki lífið.
Biblíulestur – 17. júní – Matt 7.7–12
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, [...]
Biblíulestur – 16. júní – Jóh 18.1–14
Þegar Jesús hafði þetta mælt fór hann út með lærisveinum sínum og yfir um lækinn Kedron. Þar var grasgarður sem Jesús gekk inn í og lærisveinar hans. Júdas, sem sveik [...]
Biblíulestur – Þrenningarhátíð 15. júní – Jóh 3.1–15
Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, og átti sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, við vitum að þú ert lærifaðir kominn [...]
Biblíulestur – 14. júní – Slm 102.13–23
En þú, Drottinn, ríkir að eilífu og þín er minnst frá kyni til kyns. Þú munt rísa upp, sýna Síon miskunn því að nú er tími til kominn að líkna [...]
Biblíulestur – 13. júní – Jóh 17.13–26
Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn. Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði [...]
Biblíulestur – 12. júní – Jóh 17.1–12
Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Ger son þinn dýrlegan til þess að sonurinn geri þig dýrlegan. Þú gafst honum vald yfir [...]