Biblíulestur – 30. október – 1Þess 5.1–28
En um tíma og tíðir hafið þið, bræður og systur, ekki þörf á að ykkur sé skrifað. Þið vitið það sjálf gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu. Þegar menn segja: „Friður og engin hætta,“ þá kemur snögglega tortíming yfir þá eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast. En þið, systkin, eruð ekki í myrkri svo að dagurinn geti komið yfir ykkur sem þjófur. Þið eruð öll börn ljóssins og börn dagsins. Við heyrum ekki nóttunni til eða myrkrinu. Sofum því ekki eins og aðrir heldur vökum og verum allsgáð. Því að þau sem sofa, sofa um nætur og þau sem drekka sig drukkin, drekka um nætur. En við sem heyrum deginum til skulum vera allsgáð, klædd trú og kærleika sem brynju og voninni um frelsun sem hjálmi. Guð hefur ekki ætlað okkur að verða reiðinni að bráð heldur að öðlast sáluhjálp sakir Drottins vors Jesú Krists. Hann dó fyrir okkur til þess að við mættum lifa með honum, hvort sem við vökum eða sofum. Hvetjið því og uppbyggið hvert annað, eins og þið og gerið.
Ég bið ykkur, systkin, að meta þá að verðleikum sem erfiða á meðal ykkar, veita ykkur forstöðu og kenna ykkur að lifa í samfélagi Drottins. Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir starf þeirra. Lifið í friði ykkar á milli.
Ég hvet ykkur, systkin: Vandið um við iðjulausa, hughreystið ístöðulitla, takið að ykkur óstyrka, verið þolinmóð við alla. Gætið þess að enginn gjaldi neinum illt með illu en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hvert við annað og við alla aðra.
Verið ætíð glöð. Biðjið án afláts. Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú.
Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið allt, haldið því sem gott er. En forðist allt illt í hvaða mynd sem er.
En sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil og vammlaus við komu Drottins vors Jesú Krists. Trúr er sá er yður kallar, hann mun koma þessu til leiðar.
Systkin, biðjið fyrir mér.
Heilsið öllum í söfnuðinum með heilögum kossi.
Ég bið og brýni yður í Drottins nafni að þér látið lesa bréf þetta upp fyrir öllum í söfnuðinum.
Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður.
Biblíulestur – 30. ágúst – Okv 25.1–13
Þetta eru líka orðskviðir Salómons sem menn Hiskía Júdakonungs söfnuðu: Guði er sæmd að dylja mál, konungum sæmd að útkljá mál. Eins og hæð himins og dýpt jarðar, svo eru [...]
Biblíulestur – 29. ágúst – 5Mós 16.1–17
Gæt þess að halda Drottni, Guði þínum, páska í abíbmánuði. Það var nótt eina í abíbmánuði að Drottinn, Guð þinn, leiddi þig út úr Egyptalandi. Þú skalt slátra Drottni, Guði [...]
Biblíulestur – 28. ágúst – 5Mós 15.12–23
Selji landi þinn sig þér, hvort sem er hebreskur karl eða kona, skal hann þjóna þér í sex ár en sjöunda árið skaltu láta hann frjálsan frá þér fara. Þegar [...]
Biblíulestur – 27. ágúst – 5Mós 15.1–11
Sjöunda hvert ár skaltu fella niður skuldir. Eftir þessum reglum skaltu fella niður skuldir: Sérhver lánardrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum. Hann skal [...]
Biblíulestur – 26. ágúst – 5Mós 14.22–29
Á hverju ári skaltu taka tíund af allri uppskerunni sem akurinn gefur af sáðkorni þínu. Síðan skaltu neyta tíundarinnar af korni þínu, víni og olíu og af frumburðum nauta þinna [...]
Biblíulestur – 25. ágúst – 5Mós 14.3–21
Þú skalt ekki eta neitt viðbjóðslegt. Þetta eru dýrin sem þið megið eta: naut, sauðfé, geitur, hirtir, skógargeitur, dádýr, steingeitur, fjallageitur, antílópur og gemsur. Þið megið eta öll dýr sem [...]