Biblíulestur – 8. nóvember – Slm 107.33–43
Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.
Biblíulestur – 22. október – 5Mós 27.11–26
Sama dag gaf Móse fólkinu eftirfarandi fyrirmæli: „Þessir ættbálkar eiga að standa á Garísímfjalli til að blessa fólkið þegar þið eruð komin yfir Jórdan: Símeon, Leví, Júda, Íssakar, Jósef og [...]
Biblíulestur – 21. október – 5Mós 27.1–10
Móse og öldungar Ísraels gáfu fólkinu eftirfarandi fyrirmæli: „Haldið öll þau fyrirmæli sem ég set ykkur í dag. Þegar þið eruð komin yfir Jórdan og inn í landið sem Drottinn, [...]
Biblíulestur – 20. október – 5Mós 26.10b–19
Þegar þú hefur sett körfuna niður frammi fyrir Drottni, Guði þínum, skaltu falla fram fyrir Drottin, Guð þinn. Síðan skaltu gleðjast yfir öllum þeim gæðum sem Drottinn, Guð þinn, hefur [...]
Biblíulestur – 19. október – Mrk 12.28–34
Þá kom til Jesú fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“ Jesús svaraði: „Æðst [...]
Biblíulestur – 18. október – Slm 107.1–16
Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefur leyst úr nauðum og safnað saman [...]
Biblíulestur – 17. október – 5Mós 25.17–26.10a
Minnstu þess hvernig Amalek lék þig á leiðinni þegar þið fóruð frá Egyptalandi. Án þess að óttast Guð réðst hann á þig á leiðinni, þegar þú varst þreyttur og uppgefinn, [...]