Biblíulestur – 25. mars – Lúk 1.26–38
En í sjötta mánuði sendi Guð Gabríel engil til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“
En María varð hrædd við þessi orð og hugleiddi hvað þessi kveðja ætti að merkja. Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita JESÚ. Hann mun verða mikill og kallaður sonur Hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun enginn endir verða.“
Þá sagði María við engilinn: „Hvernig má þetta verða þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“
Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæsta mun yfirskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs. Elísabet, frændkona þín, er einnig orðin þunguð að syni í elli sinni og þetta er sjötti mánuður hennar sem kölluð var óbyrja en Guði er enginn hlutur um megn.“
Þá sagði María: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ Og engillinn fór burt frá henni.
Biblíulestur – 24. mars – 1Kor 2.1–16
Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum. Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa [...]
Biblíulestur – 23. mars – Lúk 11.14–28
Jesús var að reka út illan anda og var sá mállaus. Þegar illi andinn var farinn út tók málleysinginn að mæla og undraðist mannfjöldinn. En sumir þeirra sögðu: „Með fulltingi [...]
Biblíulestur – 22. mars – Slm 96.1–14
Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni, öll lönd, syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra [...]
Biblíulestur – 21. mars – 1Kor 1.18–31
Því að orð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs. Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna og hyggindi hyggindamannanna [...]
Biblíulestur – 20. mars – 1Kor 1.1–17
Páll, sem Guð kallaði til að vera postuli Jesú Krists, og Sósþenes, bróðirinn, heilsa söfnuði Guðs í Korintu, þeim sem Guð hefur helgað í samfélagi við Jesú Krist og kallað [...]
Biblíulestur – 19. mars – Jóh 6.52–71
Nú deildu Gyðingar hver við annan og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur líkama sinn að eta?“ Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér [...]