Biblíulestur – 19. nóvember – 5Mós 30.15–20
Hér með legg ég fyrir þig líf og heill, dauða og óheill.
Ef þú hlýðir boðum Drottins, sem ég set þér í dag, með því að elska Drottin, Guð þinn, ganga á vegum hans og halda boð hans, ákvæði og lög, munt þú lifa og þér mun fjölga og Drottinn, Guð þinn, mun blessa þig í landinu sem þú heldur nú inn í til að taka það til eignar.
En ef hjarta þitt gerist fráhverft og þú hlýðir ekki og lætur tælast til að sýna öðrum guðum lotningu og þjóna þeim, lýsi ég því hér með yfir að ykkur verður gereytt. Þið munuð þá ekki lifa lengi í landinu sem þú heldur inn í yfir Jórdan að taka til eignar.
Ég kveð bæði himin og jörð til vitnis gegn ykkur í dag: Ég hef lagt fyrir þig líf og dauða, blessun og bölvun. Veldu þá lífið svo að þú og niðjar þínir megið lifa með því að elska Drottin, Guð þinn, hlýða boði hans og halda þér fast við hann því að þá muntu lifa og verða langlífur í landinu sem Drottinn hét að gefa feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakobi.
Biblíulestur – 18. nóvember – 5Mós 30.1–14
Þegar allt þetta, blessunin og bölvunin sem ég hef lagt fyrir þig í dag, er yfir þig komið og þú minnist þeirra orða á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn, [...]
Biblíulestur – 17. nóvember – 5Mós 29.15–28
Þið vitið að við bjuggum í Egyptalandi og hvernig við komumst um lönd þeirra þjóða sem þið fóruð um. Þið sáuð hina viðurstyggilegu hjáguði þeirra og skurðgoð úr tré og [...]
Biblíulestur – 16. nóvember – Matt 25.1–13
Enn sagði Jesús: „Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku [...]
Biblíulestur – 15. nóvember – Slm 108.1–14
Ljóð. Davíðssálmur. Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika. Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Ég lofa þig [...]
Biblíulestur – 14. nóvember – 5Mós 29.1–14
Móse kallaði saman allan Ísrael og sagði: Þið hafið sjálfir séð allt það sem Drottinn gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi gegn faraó, öllum þjónum hans og öllu ríki hans. [...]
Biblíulestur – 13. nóvember – 5Mós 28.58–69
Ef þú heldur ekki öll ákvæði þessa lögmáls sem skráð eru á þessa bók og breytir eftir þeim, og berð lotningu fyrir hinu dýrlega og ógnvekjandi nafni, nafninu Drottinn, Guð [...]