Daglegur lestur2025-11-23T00:01:48+00:00

Biblíulestur 15. janúar – Esk 2.1–3.3

Hann sagði við mig: „Mannssonur, stattu á fætur og ég mun tala við þig.“
Þegar hann talaði til mín kom andi í mig sem reisti mig á fætur og ég hlustaði á það sem hann sagði við mig. Hann sagði við mig: „Mannssonur, ég sendi þig til Ísraelsmanna sem eru uppreisnargjarnir og hafa risið gegn mér. Þeir og feður þeirra hafa brotið gegn mér allt til þessa dags. Ég sendi þig til barna sem eru hörð á svip og hafa forhert hjarta. Þú skalt segja við þau: Svo segir Drottinn Guð. Hvort sem þeir hlusta eða neita að hlusta, því að þeir eru þverúðugt fólk, skulu þeir játa að spámaður hefur verið á meðal þeirra. En þú, mannssonur, skalt ekki óttast þá né hræðast orð þeirra þó að þyrnar umlyki þig og þú sitjir á sporðdrekum. Þú skalt ekki óttast orð þeirra og ekki hræðast fyrir augliti þeirra því að þeir eru þverúðugir. Þú skalt flytja þeim orð mín hvort sem þeir hlusta á þau eða gefa þeim engan gaum því að þeir eru þverúðugir. En þú, mannssonur, hlýddu á það sem ég segi við þig. Vertu ekki þrjóskur eins og þetta þverúðuga fólk. Opnaðu munn þinn og et það sem ég fæ þér.“
Þegar ég leit upp sá ég hönd sem að mér var rétt og í henni var bók. Hann rakti hana sundur fyrir mér og á hana voru rituð, bæði á framhlið hennar og bakhlið, harmakvein, andvörp og kveinstafir.
Hann sagði við mig: „Mannssonur, et það sem að þér er rétt. Et þessa bók og farðu síðan og ávarpaðu Ísraelsmenn.“ Þá opnaði ég munninn og hann fékk mér bókina að eta og sagði við mig: „Mannssonur, et bók þessa og láttu hana fylla magann.“ Þá át ég hana og hún var sæt sem hunang í munni mér.

Biblíulestur 13. janúar – Esk 1.1–14

Á fimmta degi fjórða mánaðar á þrítugasta árinu, þegar ég dvaldist á meðal útlaganna við Kebarfljót, opnaðist himinninn og ég sá guðdómlegar sýnir. Á fimmta degi mánaðarins, það er að [...]

Biblíulestur 9. janúar – Kól 3.12–4.1

Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur [...]

Fara efst