Biblíulestur – 16. apríl – Jóh 7.37–53
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ Þarna átti hann við andann er þau skyldu hljóta sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.
Þá sögðu nokkrir úr mannfjöldanum sem hlýddu á þessi orð: „Þessi er sannarlega spámaðurinn.“
Aðrir mæltu: „Hann er Kristur.“ En sumir sögðu: „Mundi Kristur þá koma frá Galíleu? Hefur ekki ritningin sagt að Kristur komi af kyni Davíðs og frá Betlehem, þorpinu þar sem Davíð var?“ Þannig greindi menn á um hann. Nokkrir þeirra vildu grípa hann en þó lagði enginn hendur á hann.
Nú komu þjónarnir til æðstu prestanna og faríseanna sem sögðu við þá: „Hvers vegna komuð þið ekki með hann?“
Þjónarnir svöruðu: „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.“
Þá sögðu farísearnir: „Létuð þið þá einnig leiðast afvega? Ætli nokkur af höfðingjunum hafi farið að trúa á hann eða þá af faríseum? Þessi almúgi sem veit ekkert í lögmálinu, hann er bölvaður!“
Nikódemus, sem kom til hans fyrrum og var einn af þeim, segir við þá: „Mundi lögmál okkar dæma mann nema hann sé yfirheyrður áður og að því komist hvað hann hefur aðhafst?“ Þeir svöruðu honum: „Ert þú nú líka frá Galíleu? Gáðu að og sjáðu að enginn spámaður kemur úr Galíleu.“ Nú fór hver heim til sín.
Biblíulestur – 15. apríl – Jóh 7.19–36
Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?“ Fólkið ansaði: „Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?“ Jesús svaraði [...]
Biblíulestur – 14. apríl – Jóh 7.1–18
Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu sökum þess að ráðamenn Gyðinga þar sátu um líf hans. Nú fór laufskálahátíð Gyðinga í hönd. Þá sögðu [...]
Biblíulestur – Pálmasunnudagur 13. apríl – Jóh 12.1–16
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur – 12. apríl – Slm 98.1–9
Sálmur. Syngið Drottni nýjan söng því að hann hefur unnið dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og heilagur armur hans. Drottinn kunngjörði hjálpræði sitt og sýndi þjóðunum réttlæti sitt. Hann [...]
Biblíulestur – 11. apríl – 1Kor 10.19–11.1
Hvað segi ég þá? Að kjöt fórnað skurðgoðum sé nokkuð? Eða skurðgoð sé nokkuð? Nei, skurðgoðadýrkendur blóta illum öndum, ekki Guði. En ég vil ekki að þið hafið samfélag við [...]
Biblíulestur – 10. apríl – 1Kor 10.1–18
Ég vil ekki, systkin, að ykkur skuli vera ókunnugt um það að forfeður okkar voru allir undir skýinu og gengu allir yfir hafið. Allir voru þeir skírðir í skýinu og [...]