Biblíulestur – 18. október – Slm 107.1–16
Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.
Biblíulestur – 6. október – 5Mós 20.15–21.9
Þannig skaltu fara með allar þær borgir sem eru mjög fjarlægar þér og eru ekki meðal þeirra borga sem þjóðirnar hér ráða yfir. En þú skalt ekki láta neitt, sem [...]
Biblíulestur – 5. október – Lúk 7.11–17
Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að [...]
Biblíulestur – 4. október – Slm 106.24–39
Þeir fyrirlitu hið unaðslega land og treystu ekki orðum hans, mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu ekki á boð Drottins. Þá hóf hann hönd sína gegn þeim til að fella [...]
Biblíulestur – 3. október – 5Mós 20.1–14
Þegar þú ferð í hernað gegn fjandmönnum þínum og sérð hesta, hervagna og her sem er fjölmennari en þinn skaltu ekki óttast þá því að Drottinn, Guð þinn, er með [...]
Biblíulestur – 2. október – 2Kor 13.1–13
Þetta er nú í þriðja sinn sem ég kem til ykkar því að „aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri“. Það sem ég sagði ykkur við aðra [...]
Biblíulestur – 1. október – 2Kor 12.11–21
Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess. Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu [...]