Biblíulestur – 3. desember – 5Mós 34.1–12
Síðan gekk Móse frá Móabssléttu og á Nebófjall, upp á Pisgatind gegnt Jeríkó, og Drottinn sýndi honum allt landið: Gíleað allt til Dan, allt Naftalí, Efraímsland og Manasse, allt land Júda vestur að Miðjarðarhafi, Negeb og Jórdanardalinn, dalinn við Jeríkó, pálmaborgina allt til Sóar. Síðan sagði Drottinn við hann: „Þetta er landið sem ég hét Abraham, Ísak og Jakobi er ég sagði: Niðjum þínum gef ég það. Ég hef leyft þér að sjá það með eigin augum en þú munt ekki komast þangað yfir um.“
Móse, þjónn Drottins, andaðist þar í Móabslandi eins og Drottinn hafði sagt. Hann gróf hann í dalnum í Móabslandi gegnt Bet Peór. Enginn veit enn þann dag í dag hvar gröf hans er. Móse var hundrað og tuttugu ára þegar hann lést. Sjón hans hafði ekki daprast né heldur hafði þróttur hans þorrið.
Ísraelsmenn syrgðu Móse á Móabssléttu í þrjátíu daga. Þá lauk sorgartímanum eftir Móse.
Jósúa Núnsson var fullur vísdómsanda því að Móse hafði lagt hendur sínar yfir hann. Ísraelsmenn hlýddu honum og breyttu eftir því sem Drottinn hafði boðið Móse.
Annar eins spámaður og Móse kom aldrei aftur fram í Ísrael. Drottinn umgekkst hann augliti til auglitis. Minnist táknanna og stórmerkjanna sem Drottinn sendi hann til að gera í Egyptalandi gegn faraó, hirðmönnum hans og öllu landi hans. Hafið í huga allt sem hann vann með sinni sterku hendi, öll hin miklu og ógnvekjandi verk sem Móse vann í augsýn alls Ísraels.
Biblíulestur – 2. desember – 5Mós 33.22–29
Um Dan sagði hann: Dan er ljónshvolpur sem kemur stökkvandi frá Basan. Um Naftalí sagði hann: Naftalí er saddur af velvild, mettaður af blessun Drottins. Hann skal hljóta vatnið og [...]
Biblíulestur – 1. desember – 5Mós 33.12–21
Um Benjamín sagði hann: Sá sem Drottinn elskar skal vera óhultur hjá honum. Hinn hæsti verndar hann hvern dag, hann býr milli fjallshlíða hans. Um Jósef sagði hann: Land hans [...]
Biblíulestur – Fyrsti sunnudagur í aðventu 30. nóvember – Lúk 4.16–21
Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja [...]
Biblíulestur – 29. nóvember – Okv 26.17–28
Sá sem blandar sér í annarra deilu er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur. Eins og óður maður sem þeytir eldibröndum og örvum [...]
Biblíulestur – 28. nóvember – 5Mós 33.1–11
Þannig blessaði guðsmaðurinn Móse Ísraelsmenn áður en hann dó: Drottinn kom frá Sínaí, hann lýsti þeim frá Seír, ljómaði frá Paranfjöllum. Hann steig fram úr flokki þúsunda heilagra, á hægri [...]
Biblíulestur – 27. nóvember – 5Mós 32.39–52
Sjáið nú að ég einn er Guð, enginn ríkir mér við hlið. Ég deyði og ég lífga, ég særi og ég græði, enginn fær frelsað úr hendi minni. Ég hef [...]