Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 18. október – Slm 107.1–16

Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.

Fara efst