Biblíulestur – 8. maí – 1Kor 13.1–13
Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.
Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.
Biblíulestur – 7. maí – 1Kor 12.14–31
Því að líkaminn er ekki einn limur heldur margir. Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. [...]
Biblíulestur – 6. maí – 1Kor 12.1–13
En svo ég minnist á gáfur andans, systkin, þá vil ég ekki að þið séuð fáfróð um þær. Þið vitið að þegar þið voruð heiðingjar létuð þið leiða ykkur til [...]
Biblíulestur – 5. maí – 1Kor 11.17–34
En um leið og ég gef ykkur þessi fyrirmæli get ég ekki hrósað ykkur fyrir samkomur ykkar sem eru fremur til ills en góðs. Í fyrsta lagi heyri ég að [...]
Biblíulestur – 4. maí – Jóh 10.11–16
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar [...]
Biblíulestur – 3. maí – Slm 99.1–9
Drottinn er konungur, þjóðirnar skjálfa, hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötrar. Drottinn er voldugur á Síon og hafinn yfir allar þjóðir, þær lofi nafn þitt, máttugt og ógnþrungið. Heilagur [...]
Biblíulestur – 2. maí – 1Kor 11.2–16
Ég hrósa ykkur fyrir það að þið í öllu minnist mín og haldið fast við kenningarnar eins og ég flutti ykkur þær. En ég vil að þið vitið að Kristur [...]