Daglegur lestur2025-11-23T00:01:48+00:00

Biblíulestur – 1. desember – 5Mós 33.12–21

Um Benjamín sagði hann:
Sá sem Drottinn elskar
skal vera óhultur hjá honum.
Hinn hæsti verndar hann hvern dag,
hann býr milli fjallshlíða hans.
Um Jósef sagði hann:
Land hans sé blessað af Drottni,
með gæðum himins, með dögginni
og vatni djúpsins sem undir hvílir,
með þeim gæðum sem sólin færir,
ríkulegum gjöfum mánans,
hinu besta frá eldfornum fjöllum,
því dýrmætasta af eilífum hæðum,
með nægtum landsins og öllu sem á því er,
og náð hans sem í þyrnirunnanum býr.
Þessi blessun komi yfir höfuð Jósefs,
yfir hvirfil hans sem er höfðingi bræðra sinna.
Tignarlegur er frumburður nautsins.
Horn hans eru vísundarhorn,
með þeim rekur hann þjóðir undir,
hrekur þær allar til endimarka jarðar.
Þetta eru tugþúsundir Efraíms,
þúsundir Manasse.
Um Sebúlon sagði hann:
Gleðstu, Sebúlon, þegar þú heldur úr höfn,
og þú, Íssakar, í tjöldum þínum.
Þeir stefna ættbálkum til fjallsins
og færa þar réttar fórnir.
Þeir ausa af gnótt hafsins
og fjársjóðum huldum sandi.
Um Gað sagði hann:
Lofaður sé sá sem eykur við land Gaðs.
Hann liggur í leyni sem ljónynja,
slítur síðan af arm og höfuð.
Hann valdi sér landið sem fyrst var tekið,
landið sem ætlað var leiðtoganum.
Þar koma höfðingjar fólksins saman.
Hann framfylgdi réttlæti Drottins
og lögum hans í Ísrael.

Fara efst