Tveimur ritum Gamla testamentisins hefur verið bætt við hljóðbókasafn Biblíufélagsins á biblian.is/hljodbok. Ljóðaljóðin og Rutarbók í lestri Þóru Karítasar Árnadóttur komu út í dag, 24. febrúar. Á næstu vikum munu fleiri rit bætast við, en verkefnið er unnið með góðum stuðningi Bakhjarla Biblíunnar sem er hópur fólks sem leggur 1000 krónur eða meira á mánuði til stafrænna verkefna Biblíufélagsins.