Ágætu vinir

Hið íslenska biblíufélag hefur undanfarið staðið fyrir söfnun svo kaupa megi Biblíur handa Kínverjum sem þrá að lesa á sínu tungumáli þessi mögnuðu rit; Orðið heilaga. Þetta var jólasöfnunin okkar og enn er hægt að vera með því við skilum ekki af okkur söfnunarfénu alveg strax. Það nægir að fara hér inn og velja upphæð – margt smátt gerir eitt stórt: https://biblian.is/product/jolasofnun-hib-bibliur-til-kina/

En þá er rétt að koma sér að efninu. Hið íslenska biblíufélag sér nú enn einn vitnisburðinn um að Biblían er í sókn og Biblíufélagið er í sókn því sú bylgja góðvildar og áhuga sem við höfum fundið á undanförnum mánuðum skilaði því að þessi söfnun er ein sú stærsta í sögu félagsins á síðari árum!

Þessa söfnun lögðum við í Guðs hendur með bæn. Sú bæn skilaði fjármunum, og er enn að skila. Féð verður til þess að nýjar Biblíur fara í nýjar hendur – og þær verða lesnar af fólki sem þyrstir í Guðs orð.

Við þökkum ykkur öllum. Við þökkum Guði. Við þökkum einlæglega.

 

F.h. HÍB
Guðmundur Brynjólfsson