Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum. Vel farnast þeim sem vel rækir erindi sitt og sæll er sá sem treystir Drottni. Hinn vitri leitar ráða spekinga og vel mælt orð eykur fræðslu. Skynsemin er lífslind þeim sem hana á en heimskan er refsing heimskra.