Ef þú hugsar með sjálfum þér: Hvernig getum við þekkt það orð sem Drottinn hefur ekki talað? skaltu vita: Þegar spámaður talar í nafni Drottins og það sem hann hefur sagt kemur hvorki fram né rætist, þá eru það orð sem Drottinn hefur ekki talað. Spámaðurinn hefur talað af ofdirfsku sinni, þú þarft ekki að óttast neitt sem hann segir.“