Leiðbeiningar fyrir Biblíuleit
Leitarvélin á forsíðu Biblíufélagsins leitar eftir niðurstöðum í köflum Biblíuþýðingarinnar frá 2007.
- Leitarvélin fyrir Biblíutextann hér á síðunni birtir í leitarniðurstöðum alla kafla sem leitarorð birtast, birtir jafnframt þann hluta kaflans þar sem orðið/orðin koma fyrst fyrir ásamt upplýsingum um hversu oft leitarskilyrðin koma fyrir í kaflanum. Þegar smellt er á kaflaheiti birtist kaflinn í heild og orð sem leitað var að eru merkt með gulri yfirstrikun.
- Ef einvörðungu er leitað eftir ákveðnum orðasamböndum, t.d. Faðir vor. Þá er hægt að notast við gæsalappir til að takmarka leitina við einvörðungu þá kafla sem orðasambandið kemur fyrir í. Þannig skilar leitar að „Faðir vor“, níu köflum. Ef hins vegar leitað er að Faðir vor (án gæsalappa) þá skilar leitin mun fleiri niðurstöðum.
- Ef notast er við fleiri en eitt leitarorð, þá er leitarvélin stillt þannig að ef enginn kafli inniheldur öll leitarorðin, þá skilar leitin engri niðurstöðu.
- Hægt er að leita eftir hluta af orði, ýmist upphafi eða lokum orðs. Þannig skilar leit að orðinu hestur, eingöngu þeim köflum þar sem orðið hestur kemur fyrir í nefnifalli. Hins vegar ef leitað er að orðinu hest*, þá finnur leitarvélin einnig orðið í öðrum fallbeygingum, með og án greinis og í öllum fleirtölumyndum.
- Hægt er að nálgast aðrar þýðingar í fellivalmynd efst á síðunni. Þegar eldri þýðingar hafa verið valdar er hægt að leita í þeim með því að notast við leitarreit á vinstri hlið viðkomandi síðu.
Leit eftir einstökum biblíuversum á bible.com
Ef þú kýst fremur að leita í biblíutextanum eftir einstökum biblíuversum, þá bendum við á Bible.com sem hefur nýjustu íslensku biblíuþýðinguna aðgengilega. Hægt er að nálgast Biblíutexta þeirrar síðu beint á https://www.bible.com/bible/1915/JHN.1.biblian, eða í gegnum Bible.com appið á símum og spjaldtölvum. Leitarglugginn hér fyrir neðan leitar eftir versum á Bible.com.