HÍB er þátttakandi í samtökum biblíufélaga um allan heim, Hinum sameinuðu biblíufélögum (UBS), sem sett voru á fót árið 1946. Það eru 147 starfandi Biblíufélög í heiminum. Öll starfa þau eftir sömu hugsjón sem kviknaði í byrjun 19. aldar í Bretlandi þar sem fyrsta biblíufélagið var stofnað, Hið breska og erlenda biblíufélag (HBEB), árið 1804. Markmið biblíufélaganna er:
Að gera öllum kleift að eignast Guðs Orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði.
Á 19. öld studdi HBEB útgáfu Biblíunnar á íslensku. Í dag styður HÍB ýmis útgáfuverkefni á vegum UBS. Félagið velur úr lista yfir hátt í þúsund verkefni sem unnið er að árlega á vegum biblíufélag út um heiminn og efnir til safnanna meðal félaga sinna og stuðningsaðila til styrktar þeim. Á ári hverju sendir félagið peningaupphæð til UBS sem sér um að koma þeim til þeirra verkefna sem félagið hefur valið að styðja.
Á þennan hátt styðja Biblíufélögin við bakið hvert á öðru. Þau sem betur eru stæð hjálpa hinum, sem ekki hafa til þess bolmagn, við að gefa út Biblíuna á eigin tungumáli. Þetta starf að útbreiðslu fagnaðarerindisins um Jesú Krist er bæði gleðiríkt og gefandi og vill félagið eftir mætti efla það enn frekar.
Þeir sem vilja styðja HÍB við að hjálpa öðrum þjóðum við að gefa út Biblíuna á sínu eigin tungumáli geta gert það héðan frá heimasíðu félagsins.