Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum og annast útgáfu og dreifingu Biblíunnar á prenti, á vefnum og sem hljóðbók. Eins er Biblíufélagið virkt á samfélagsmiðlum, sendir út daglega Biblíulestra á tölvupósti og starfar með Biblíufélögum um víða veröld að útbreiðslu Guðs orðs.
Félagið heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna, en síðan er í stöðugri þróun.