Lykilorð 2021

2.200 kr.

Lykilorð færa þér texta úr Biblíunni, vers fyrir hvern einasta dag, því við vitum að Guð vill tala til þín. Bókin verður send í pósti til kaupanda.

Flokkur:

Lýsing

Lykilorð færa þér texta úr Biblíunni, vers fyrir hvern einasta dag, því við vitum að Guð vill tala til þín.

Í bókinni eru tvö vers fyrir hvern dag viðkomandi árs, eitt úr hvoru Testamenti. Fyrra versið er í raun dregið úr safni um 1880 fyrirfram valdra ritningarstaða og líkist því að nokkru leiti því að hafa dregið Mannakorn. Bókin á sér mun lengri og í raun mjög merkilega sögu sem nær allt til 18. aldar en árið 1731 kom út fyrsti árgangur af Losungen í Þýskalandi. Handritið kemur þaðan, þar eru versin valin og dregin, og Lykilorð er í grunninn sama bókin á um 60 tungumálum út um allan heim. Æði margir sem lesa sama „Mannakornið“ „saman“ dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld.

Bókin verður send í pósti til kaupanda.

Title

Fara efst