Stutt lýsing
Annað árið í röð rennur jólasöfnun Biblíufélagsins til systurfélags okkar á Haítí. Að þessu sinni munum við hjálpa systurfélagi okkar á Haítí að gefa börnum og unglingum jólagjafir. Markmiðið er að gefa 10.000 Barnabiblíur til yngri barna ásamt litlu leikfangi. Ástandið á Haítí heldur áfram að vera grafalvarlegt og til að bæta gráu ofan á svart, skall fellibylurinn Melissa á landið núna í nóvember. Fjölskyldur hafa verið neyddar til að flýja heimili sín og leita hjálpar í neyðarskýlum, skólum og kirkjum. Íbúa skortir mat, vatn og von um betri framtíð.
Jólaljós á Haítí
-
500.000 kr.
Markmið söfnunar -
950 kr.
Upphæð sem hefur safnast -
0
Dagar til stefnu -
Markmið
Söfnun lýkur þegar
Ítarlegar upplýsingar um söfnun
„Við getum ekki gert þetta ein. Við þurfum þinn stuðning og þínar bænir til að geta umbreytt lífi þeirra sem þjást hér á Haítí.”
— Magda N. Victor, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins á Haítí.
Annað árið í röð rennur jólasöfnun Biblíufélagsins til systurfélags okkar á Haítí. Að þessu sinni munum við hjálpa systurfélagi okkar á Haítí að gefa börnum og unglingum jólagjafir. Markmiðið er að gefa 10.000 Barnabiblíur til yngri barna ásamt litlu leikfangi.
Ástandið á Haítí heldur áfram að vera grafalvarlegt og til að bæta gráu ofan á svart, skall fellibylurinn Melissa á landið núna í nóvember. Fjölskyldur hafa verið neyddar til að flýja heimili sín og leita hjálpar í neyðarskýlum, skólum og kirkjum. Íbúa skortir mat, vatn og von um betri framtíð.
Um leið og brýn þörf er á hvers kyns neyðaraðstoð í landinu, þá er líka mikilvægt að leyfa börnum að upplifa gleði og von. Af þeim sökum stefnir Biblíufélagið á Haítí áfram að útbúa jólagjafir fyrir börn sem annars fá enga gjöf um jólin.
Verkefnið er ekki stórt eða umfangsmikið. Á Haiti búa 3,2 milljónir barna. Rétt um 60% barnanna lifa við mikla fátækt og um 25% þeirra búa við það sem kalla algjöra fátækt. En þó við getum ekki hjálpað öllum, þá er mikilvægt að hjálpa einhverjum.
Kostnaðurinn við að gefa Barnabiblíu og lítið leikfang til eins barns er um 950 krónur. Biblíufélagið á Haítí mun annast prentun á Biblíunum og kaup á leikföngunum.
Með þínu fjárframlagi getur þú hjálpað Biblíufélaginu á Haítí til að gleðja börn í skelfilegum aðstæðum. Markmiðið er útbúa gjafir fyrir 10.000 börn.
Vertu með í að biðja fyrir þeim sem þjást á Haítí, að starf Biblíufélagsins þar sé ljós í myrkrinu og að morgundagurinn beri nýja von fyrir öll sem þar búa.
Til að hægt sé að skrá debit- eða kreditkortastuðning sem frádráttarbæran styrk frá skatti þarf að senda kennitölu ásamt upphæð styrksins og fjórar fyrstu tölur greiðslukortanúmers á netfangið vefumsjon@biblian.is.
Eins má leggja inn á reikning Hins íslenska biblíufélags í Landsbankanum.
Bankareikn. 0101-26-003555 – Kennitala 620169-7739 – Merkt: Haiti
