Könnun fyrir vefverslun Biblíufélagsins

Biblíufélagið vill alltaf gera betur. Það er metnaður okkar að aðgengi að Biblíunni sé sem best, hvort sem notast er við Biblíuapp, Biblíuvef, hljóðbók eða prentútgáfu Biblíunnar. Því er mikilvægt fyrir okkur að vefverslunin sé eins einföld og þægileg í notkun og hægt er. Þá er mikilvægt að allar pantanir skili sér hratt og örugglega til viðskiptavina. Því biðjum við þig að svara neðangreindum spurningum.