Biblíulestur – 15. nóvember – Slm 108.1–14
Ljóð. Davíðssálmur.
Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð,
ég vil syngja og leika.
Vakna þú, sál mín,
vakna þú, harpa og gígja,
ég ætla að vekja morgunroðann.
Ég lofa þig meðal lýðanna, Drottinn,
vegsama þig meðal þjóðanna
því að miskunn þín nær til himna
og trúfesti þín til skýjanna.
Hef þig hátt yfir himininn, Guð,
dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.
Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig
til þess að þeir sem þú elskar megi frelsast.
Guð hefur sagt í helgidómi sínum:
„Ég vil fagna sigri, ég vil skipta Síkem,
mæla Súkkótdalinn.
Ég á Gíleað og ég á Manasse,
Efraím er hjálmurinn á höfði mér,
Júda veldissproti minn.
Móab er handlaug mín,
ég fleygi skóm mínum á Edóm,
ég hrósa sigri yfir Filisteu.“
Hver leiðir mig til virkisborgarinnar,
hver fer með mig til Edóms?
Hefur þú eigi útskúfað oss, Guð,
og ferð eigi út með hersveitum vorum?
Veit oss lið gegn fjandmönnunum
því að hjálp manna er einskis nýt.
Með Guðs hjálp munum vér vinna afrek
og hann mun troða óvini vora fótum.
Biblíulestur 5. desember – Lúk 23.26–43
Þegar þeir leiddu Jesú út tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann að hann bæri hann eftir Jesú. En Jesú fylgdi [...]
Biblíulestur 4. desember – Opb 13.11–18
Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðunni og það hafði tvö horn lík lambshornum en það talaði eins og dreki. Fyrra dýrið hefur gefið því allt vald sitt [...]
Biblíulestur 3. desember – Jóh 20.19–29
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur 2. desember – Jón 4.1–11
Jónas fylltist mikilli gremju, honum brann reiðin og hann sagði við Drottin: „Ó, Drottinn! Var það ekki einmitt þetta sem ég sagði áður en ég fór að heiman? Það var [...]
Biblíulestur 1. desember – Matt 21.1–11
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna [...]
Biblíulestur 30. nóvember – Okv 21.1–15
Hjarta konungsins er sem lækir í hendi Drottins, hann sveigir þá hvert sem honum þóknast. Maðurinn telur alla hætti sína rétta en Drottinn vegur hjörtun. Að ástunda réttlæti og rétt [...]