Biblíulestur – 31. ágúst – Lúk 18.9–14
Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“
Biblíulestur 20. ágúst – Ef 4.1–16
Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni ykkur þess vegna um að hegða ykkur svo sem samboðið er þeirri köllun sem þið hafið hlotið. Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, [...]
Biblíulestur 19. ágúst – 1Kor 12.12–31
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. Í einum anda vorum við [...]
Biblíulestur 18. ágúst – Mrk 8.22–27
Þeir koma nú til Betsaídu. Þar færa menn til Jesú blindan mann og biðja að hann snerti hann. Hann tók í hönd hins blinda, leiddi hann út úr þorpinu, skyrpti [...]
Biblíulestur 17. ágúst – Slm 78.65–72
Þá vaknaði Drottinn eins og af svefni, eins og bardagamaður sem vaknar af ölvímu. Hann rak fjandmenn sína á flótta, gerði þeim ævarandi háðung. Hann hafnaði tjaldi Jósefs, kaus sér [...]
Biblíulestur 16. ágúst – 1Kor 1.4–17
Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir ykkur, hann hefur veitt ykkur náð sína í Kristi Jesú. Hann hefur auðgað ykkur á allan hátt svo að þið búið yfir allri mælsku [...]
Biblíulestur 15. ágúst – Okv 8.22–36
Drottinn skapaði mig í upphafi, á undan öðrum verkum sínum, í árdaga. Fyrir óralöngu var ég mynduð, í upphafi, áður en jörðin varð til. Ég fæddist áður en hafdjúpin urðu [...]