Biblíulestur – 6. september – Slm 105.36–45
Hann laust alla frumburði í landi þeirra til bana,
frumgróða karlmennsku þeirra.
Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli
og enginn af ættbálkum hans hrasaði.
Egyptar glöddust yfir brottför þeirra
því að ótti var kominn yfir þá.
Hann breiddi út ský sem hlíf
og eld til að lýsa um nætur.
Þeir báðu, þá sendi hann lynghænsn
og mettaði þá með brauði af himni.
Hann klauf klett og vatn vall fram,
rann sem fljót um skrælnað land.
Þar sem hann minntist síns heilaga heits
við Abraham þjón sinn
leiddi hann lýð sinn með gleði,
sína útvöldu með fögnuði.
Hann gaf þeim lönd annarra þjóða,
þeir eignuðust ávöxt af erfiði þjóðanna
svo að þeir héldu lög hans
og varðveittu boðorð hans.
Hallelúja.
Biblíulestur 30. september – 3Mós 19.9–18
Þegar þið skerið upp kornið í landi ykkar skaltu hvorki hirða af ysta útjaðri akurs þíns né dreifarnar á akri þínum. Þú skalt hvorki tína allt í víngarði þínum né [...]
Biblíulestur 29. september – Mrk 4.21–25
Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það [...]
Biblíulestur 28. september – Okv 20.1–15
Vínið er illkvittið, sterkur drykkur glaumsamur, fávís verður sá sem lætur leiðast afvega. Reiði konungs er eins og ljónsöskur, sá sem egnir hann gegn sér hættir lífi sínu. Það er [...]
Biblíulestur 27. september – 2Mós 23.1–13
Þú skalt ekki breiða út róg. Þú skalt ekki leggja þeim lið sem fer með rangt mál með því að bera ljúgvitni. Þú skalt ekki fylgja meirihlutanum til illra verka. [...]
Biblíulestur 26. september – Ef 2.1–10
Þið voruð dauð vegna afbrota ykkar og synda sem þið lifðuð í áður samkvæmt aldarhætti þessa heims að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú verkar í þeim, sem [...]
Biblíulestur 25. september – Róm 5.12–21
Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir. Víst var syndin í heiminum áður [...]