Biblíulestur – 22. nóvember – Slm 109.1–15
Til söngstjórans. Davíðssálmur.
Þú, Guð lofsöngs míns, ver eigi hljóður
því að óguðlegan og svikulan munn opna þeir gegn mér,
tala við mig með ljúgandi tungu.
Með hatursorðum umkringja þeir mig
og áreita mig að ástæðulausu.
Þeir launa elsku mína með fjandskap
en ég endurgeld þeim með bæn.
Þeir launa mér gott með illu
og elsku mína með hatri.
Sendið óguðlegan gegn mótstöðumanni mínum
og ákærandinn standi honum til hægri handar.
Hann gangi sakfelldur frá dómi
og bæn hans verði honum til áfellis.
Dagar hans verði fáir
og annar hljóti embætti hans.
Börn hans verði föðurlaus
og kona hans ekkja,
börn hans fari á flæking og vergang,
rekin úr rústum heimilis síns.
Okrarinn leggi snöru fyrir allar eigur hans
og ókunnugir ræni afla hans.
Enginn sýni honum líkn
og enginn aumkist yfir föðurlaus börn hans.
Niðjar hans verði afmáðir,
nöfn þeirra þurrkuð út í næstu kynslóð.
Drottinn minnist misgjörðar feðra hans
og synd móður hans verði ekki afmáð,
séu þær ætíð fyrir augum Drottins,
hann afmái minningu hans af jörðinni
Biblíulestur – 16. janúar – Jes 8.23–9.6
Engin björgun býðst þeim sem er ofurseldur algjörum sorta. Ekki skal myrkur vera í landinu sem fyrr var í nauðum statt. Fyrrum lét hann vansæmd koma yfir Sebúlonsland og Naftalíland [...]
Biblíulestur – 15. janúar – Lúk 3.10–20
Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“ En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“ [...]
Biblíulestur – 14. janúar – Lúk 3.1–9
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð [...]
Biblíulestur – 13. janúar – Matt 23.34–39
Þess vegna sendi ég til yðar spámenn, spekinga og fræðimenn. Suma þeirra munuð þér lífláta og krossfesta, aðra húðstrýkja í samkundum yðar og ofsækja borg úr borg. Þannig kemur yfir [...]
Biblíulestur – 12. janúar – Matt 3.13–17
Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú [...]
Biblíulestur – 11. janúar – Slm 89.39–53
En nú hefur þú hafnað þínum smurða, útskúfað honum í reiði þinni, þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn, vanhelgað kórónu hans og fleygt til jarðar. Þú braust niður alla [...]