Biblíulestur – 11. september – 2Kor 2.1–17
En það ásetti ég mér að koma ekki aftur til ykkar með hryggð. Ef ég hryggi ykkur, hver er þá sá sem gleður mig? Sá sem ég er að hryggja? Ég skrifaði einmitt þetta til þess að þeir sem áttu að gleðja mig skyldu ekki hryggja mig er ég kæmi. Ég hef það traust til ykkar allra að gleði mín sé gleði ykkar allra. Af mikilli þrengingu og hjartans trega skrifaði ég ykkur með mörgum tárum, ekki til þess að þið skylduð hryggjast heldur til þess að þið skylduð komast að raun um þann mikla kærleik sem ég ber til ykkar.
En ef nokkur hefur orðið til þess að valda öðrum hryggð, þá hefur hann ekki aðeins hryggt mig heldur að vissu leyti hryggt ykkur öll svo að ég geri ekki enn meira úr því. Látið þeim manni nægja þá refsingu sem allflest ykkar hafa veitt honum. Því ættuð þið nú öllu heldur að fyrirgefa honum og uppörva hann til þess að hann sökkvi ekki niður í allt of mikla hryggð. Þess vegna bið ég ykkur að sýna honum kærleika í reynd. Því að í þeim tilgangi skrifaði ég ykkur, til þess að ég fengi að vita hvernig þið reyndust, hvort þið væruð hlýðin í öllu. En hverjum sem þið fyrirgefið, þeim fyrirgef ég líka. Og það sem ég hef fyrirgefið, hafi ég þurft að fyrirgefa nokkuð, þá hefur það verið vegna ykkar fyrir augliti Krists til þess að Satan nái ekki tökum á okkur því að ekki er okkur ókunnugt um vélráð hans.
En er ég kom til Tróas til að boða fagnaðarerindið um Krist og Drottinn hafði þar opnað mér dyr til að starfa, þá hafði ég enga eirð í mér af því að ég hitti ekki Títus, bróður minn, svo að ég kvaddi og fór til Makedóníu.
En Guði séu þakkir sem fer með mig í óslitinni sigurför Krists og lætur mig alls staðar breiða út þekkinguna um sig eins og þekkan ilm. Því að Guði til dýrðar er ég ilmur sem flyt Krist bæði til þeirra sem frelsast og til þeirra sem glatast. Þeim sem glatast er ég banvænn daunn til dauða, hinum lífgandi ilmur til lífs. Og hver er til þessa hæfur? Ekki er ég eins og hinir mörgu er pranga með Guðs orð heldur flyt ég það af hreinum huga frá Guði frammi fyrir augliti Guðs með því að ég er í samfélagi við Krist.
Biblíulestur 30. október – 1Kor 12.1–11
En svo ég minnist á gáfur andans, systkin, þá vil ég ekki að þið séuð fáfróð um þær. Þið vitið að þegar þið voruð heiðingjar létuð þið leiða ykkur til [...]
Biblíulestur 29. október – Lúk 6.43–49
Því að ekki er til gott tré er beri slæman ávöxt né heldur slæmt tré er beri góðan ávöxt. En hvert tré þekkist af ávexti sínum enda lesa menn ekki [...]
Biblíulestur 28. október – Matt 21.18–27
Árla morguns hélt Jesús aftur til borgarinnar og kenndi hungurs. Hann sá fíkjutré eitt við veginn og gekk að því en fann þar ekkert nema blöðin tóm. Hann segir við [...]
Biblíulestur 27. október – Matt 5.21–26
Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist [...]
Biblíulestur 26. október – Okv 20.16–30
Taktu skikkjuna af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, taktu veð af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir framandi. Sætt er svikabrauðið en eftir á fyllist munnurinn [...]
Biblíulestur 25. október – Jer 27.12–22
Sedekía Júdakonungi flutti ég þennan sama boðskap. Ég sagði: Beygið hálsinn undir ok konungsins í Babýlon. Þjónið honum og þjóð hans svo að þér haldið lífi. Hvers vegna viltu falla [...]