Biblíulestur – 13. september – Slm 106 1.1–12
Hallelúja.
Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins,
kunngjört allan lofstír hans?
Sælir eru þeir sem gæta réttarins,
sem iðka réttlæti alla tíma.
Minnstu mín, Drottinn,
er þú miskunnar lýð þínum,
vitja mín með hjálpræði þínu.
Lát mig sjá heill þinna útvöldu,
gleðjast með þjóð þinni
og fagna með eignarlýð þínum.
Vér höfum syndgað eins og feður vorir,
höfum breytt illa og óguðlega.
Feður vorir í Egyptalandi gáfu ekki gaum að undrum þínum,
minntust ekki mikillar miskunnar þinnar
en risu gegn Hinum hæsta við Sefhafið.
Hann bjargaði þeim vegna nafns síns
til að kunngjöra mátt sinn.
Hann hastaði á Sefhafið og það þornaði,
leiddi þá yfir djúpin eins og um eyðimörk.
Hann bjargaði þeim úr greipum hatursmanna þeirra,
leysti þá úr óvinahöndum.
Vötnin huldu ofsækjendur þeirra,
enginn þeirra komst undan.
Þá treystu þeir orðum hans
og sungu honum lof.
Biblíulestur 11. nóvember – 1Pét 1.13–25
Gerið því hugi ykkar viðbúna og verið vakandi. Bindið alla von ykkar við þá náð sem ykkur mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið [...]
Biblíulestur 10. nóvember – Matt 24.3–14
Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin [...]
Biblíulestur 9. nóvember – Slm 86.1–11
Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig því að ég er hjálparvana og snauður. Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum [...]
Biblíulestur 8. nóvember – 1Þess 4.13–5.11
Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. Því að ef [...]
Biblíulestur 7. nóvember – Mrk 13.28–36
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]
Biblíulestur 6. nóvember – Matt 24.32–51
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]