Biblíulestur – 14. september – Lúk 10.23–37
Og Jesús sneri sér að lærisveinum sínum og sagði einslega við þá: „Sæl eru þau augu sem sjá það sem þér sjáið. Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið en sáu það ekki og heyra það sem þér heyrið en heyrðu það ekki.“
Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“
Hann svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“
Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa.“
En lögvitringurinn vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“
Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.
Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“
Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“
Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama.“
Biblíulestur 17. nóvember – Lúk 12.1–7
Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. [...]
Biblíulestur 16. nóvember – Slm 86.12–17
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu því að miskunn þín er mikil við mig, þú hefur frelsað sál mína frá [...]
Biblíulestur 15. nóvember – Esk 28.1–15
Orð Drottins kom til mín: Mannssonur, segðu þetta við höfðingja Týrusar: Svo segir Drottinn Guð: Hjarta þitt varð svo hrokafullt að þú sagðir: „Ég er Guð. Ég bý í bústað [...]
Biblíulestur 14. nóvember – 1Mós 19.12–18
Mennirnir spurðu Lot: „Hverja aðra átt þú þér nákomna hér? Tengdasyni, syni, dætur eða aðra sem þú átt að í borginni skaltu hafa á burt héðan. Við munum tortíma þessum [...]
Biblíulestur 13. nóvember – 1Mós 19.1–11
Englarnir tveir komu til Sódómu um kvöldið og sat þá Lot í borgarhliðinu. Og er hann sá þá stóð hann upp til þess að heilsa þeim og hneigði ásjónu sína [...]
Biblíulestur 12. nóvember – 1Mós 18.16–33
Mennirnir tóku sig nú upp þaðan og horfðu í átt til Sódómu. Abraham ætlaði að fylgja þeim áleiðis. Þá mælti Drottinn: „Hví ætti ég að dylja Abraham þess sem ég [...]