Biblíulestur 14. janúar – Esk 1.15–28
Þegar ég horfði á verurnar sá ég eitt hjól á jörðinni við hliðina á hverri af verunum fjórum. Þessi hjól virtust vera gerð úr ljómandi krýsólítsteini og öll voru þau eins að sjá. Þau voru þannig gerð að eitt virtist vera innan í öðru. Hjólin gátu snúist í allar fjórar áttir án þess að breyta um stefnu þegar þau snerust. Á þeim voru hjólgjarðir og sá ég að allar fjórar voru alsettar augum allt um kring. Þegar verurnar gengu snerust hjólin við hlið þeirra og þegar verurnar hófu sig upp frá jörðinni hófust hjólin einnig. Þær gengu þangað sem andinn vildi að þær gengju og hjólin hófust um leið og þær því að andi veranna var í hjólunum. Þegar þær gengu snerust þau og þegar þær námu staðar staðnæmdust þau einnig og þegar verurnar hófu sig frá jörðu lyftust hjólin um leið og þær því að andi veranna var í hjólunum.
Yfir höfðum veranna var eitthvað sem líktist hellu og ljómaði eins og ógnvekjandi kristall sem þandist út yfir höfðum þeirra. Undir hellunni voru vængir þeirra þandir út svo að þeir snertu hver annan og hver vera um sig hafði tvo vængi sem huldu líkama hennar.
Þegar verurnar hreyfðu sig heyrði ég þytinn frá vængjum þeirra. Hann líktist nið mikilla vatna, þrumuraust Hins almáttka, háum hrópum og gný frá herbúðum. En þegar þær námu staðar létu þær vængina síga. Fyrir ofan helluna yfir höfðum þeirra heyrðist þytur en þegar þær staðnæmdust létu þær vængina síga.
Ofan við helluna yfir höfðum þeirra var eitthvað sem leit út eins og safír, eitthvað sem líktist hásæti og í því sem líktist hásæti sat einhver sem virtist vera í mannsmynd. Ég sá að frá því sem virtist vera lendar hans og upp úr var eitthvað sem líktist glóandi hvítagulli en frá lendum hans og niður úr var hann sem eldur og lagði skæran bjarma af allt umhverfis og frá honum stafaði geislaflóð líkast regnboga í skýjum á votviðrisdegi. Þannig var ímynd dýrðar Drottins á að líta. Þegar ég sá hana féll ég fram á ásjónu mína til jarðar. Þá heyrði ég rödd einhvers sem talaði.
Biblíulestur – 19. desember – Ef 5.1–20
Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans. Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur svo sem fórnargjöf, Guði til [...]
Biblíulestur – 18. desember – Ef 4.17–32
Þetta segi ég þá og vitna í nafni Drottins: Þið megið ekki framar hegða ykkur eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er allslaus, skilningur þeirra blindaður og þeir eru [...]
Biblíulestur – 17. desember – Ef 4.7–16
Sérhvert okkar þáði af Kristi sína náðargjöf. Því segir ritningin: „Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir.“ En „steig upp“, hvað merkir það annað en að [...]
Biblíulestur – 16. desember – Ef 3.14–4.6
Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi ykkur af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda [...]
Biblíulestur – 15. desember – Ef 3.1–13
Þess vegna er það að ég, Páll, bandingi Krists Jesú vegna ykkar, heiðinna manna, beygi kné mín. Víst hafið þið heyrt um þá náð sem Guð hefur sýnt mér og [...]
Biblíulestur – Þriðji sunnudagur í aðventu 14. desember – Lúk 3.1–18
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð [...]