Biblíulestur – 6. apríl – Jóh 8.46–59
Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“
Þá sögðu þeir við hann: „Nú vitum við að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir og þú segir að sá sem varðveitir orð þitt skuli aldrei að eilífu deyja. Ert þú meiri en faðir okkar, Abraham? Hann dó og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?“
Jesús svaraði: „Ef ég vegsama sjálfan mig er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar. Og þér þekkið hann ekki en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans. Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn og hann sá hann og gladdist.“
Þá sögðu þeir við hann: „Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur og hefur séð Abraham!“
Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.“
Þá tóku menn upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og hvarf úr helgidóminum.
Biblíulestur – 11. mars – Jóh 5.1–18
Þessu næst var ein af hátíðum Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim [...]
Biblíulestur – 10. mars – Jóh 4.39–54
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til [...]
Biblíulestur – 9. mars – Matt 4.1–11
Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina til þess að djöfullinn gæti freistað hans. Þar fastaði Jesús fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður. Þá kom djöfullinn [...]
Biblíulestur – 8. mars – Slm 94.16–23
Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna, hver standa með mér gegn illgjörðamönnum? Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar. Þegar ég hugsa: „Mér [...]
Biblíulestur – 7. mars – Jóh 4.19–38
Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar [...]
Biblíulestur – 6. mars – Jóh 4.1–18
Farísear höfðu heyrt að Jesús fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes. Reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans. Þegar Jesús varð þess vís hvarf hann brott úr [...]