Biblíulestur – 1. desember – 5Mós 33.12–21
Um Benjamín sagði hann:
Sá sem Drottinn elskar
skal vera óhultur hjá honum.
Hinn hæsti verndar hann hvern dag,
hann býr milli fjallshlíða hans.
Um Jósef sagði hann:
Land hans sé blessað af Drottni,
með gæðum himins, með dögginni
og vatni djúpsins sem undir hvílir,
með þeim gæðum sem sólin færir,
ríkulegum gjöfum mánans,
hinu besta frá eldfornum fjöllum,
því dýrmætasta af eilífum hæðum,
með nægtum landsins og öllu sem á því er,
og náð hans sem í þyrnirunnanum býr.
Þessi blessun komi yfir höfuð Jósefs,
yfir hvirfil hans sem er höfðingi bræðra sinna.
Tignarlegur er frumburður nautsins.
Horn hans eru vísundarhorn,
með þeim rekur hann þjóðir undir,
hrekur þær allar til endimarka jarðar.
Þetta eru tugþúsundir Efraíms,
þúsundir Manasse.
Um Sebúlon sagði hann:
Gleðstu, Sebúlon, þegar þú heldur úr höfn,
og þú, Íssakar, í tjöldum þínum.
Þeir stefna ættbálkum til fjallsins
og færa þar réttar fórnir.
Þeir ausa af gnótt hafsins
og fjársjóðum huldum sandi.
Um Gað sagði hann:
Lofaður sé sá sem eykur við land Gaðs.
Hann liggur í leyni sem ljónynja,
slítur síðan af arm og höfuð.
Hann valdi sér landið sem fyrst var tekið,
landið sem ætlað var leiðtoganum.
Þar koma höfðingjar fólksins saman.
Hann framfylgdi réttlæti Drottins
og lögum hans í Ísrael.
Biblíulestur 10. mars – Opb 22.1–7
Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins, skæra sem kristall. Hún rann frá hásæti Guðs og lambsins eftir miðju stræti borgarinnar. Beggja vegna móðunnar var lífsins tré sem ber tólf sinnum [...]
Biblíulestur – 11. mars – Jóh 5.1–18
Þessu næst var ein af hátíðum Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim [...]
Biblíulestur 9. mars – Opb 21.9–27
Nú kom einn af englunum sjö, sem héldu á skálunum sjö, sem fullar voru af síðustu plágunum sjö, og talaði við mig og sagði: „Kom hingað og ég mun sýna [...]
Biblíulestur – 10. mars – Jóh 4.39–54
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til [...]
Biblíulestur 8. mars – Jóh 8.42–51
Jesús svaraði: „Ef Guð væri faðir yðar munduð þér elska mig því að frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki hef ég sent mig sjálfur. Það er hann [...]
Biblíulestur – 9. mars – Matt 4.1–11
Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina til þess að djöfullinn gæti freistað hans. Þar fastaði Jesús fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður. Þá kom djöfullinn [...]