Biblíulestur – 17. september – 2Kor 5.11–21
Með því að ég nú veit hvað það er að óttast Drottin leitast ég við að sannfæra menn. En Guð gjörþekkir mig, ég vona að þið gerið það einnig í hjörtum ykkar. Ekki er ég enn farinn að mæla með sjálfum mér við ykkur heldur er ég að gefa ykkur tilefni til að miklast af mér svo að þið getið svarað þeim sem hrósa sér af hinu ytra en ekki af hjartaþelinu. Enda þótt ég hafi fallið í leiðslu og talað tungum þá varðar það Guð. Þegar ég er með sjálfum mér þá er það vegna ykkar. Kærleiki Krists knýr mig því að ég hef ályktað svo: Ef einn er dáinn fyrir alla þá eru allir dánir. Og hann er dáinn fyrir alla til þess að þeir sem lifa lifi ekki framar sjálfum sér heldur honum sem fyrir þá er dáinn og upprisinn.
Þannig met ég héðan í frá engan að mannlegum hætti. Þótt ég og hafi þekkt Krist sem mann þekki ég hann nú ekki framar þannig. Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. Allt er frá Guði sem sætti mig við sig fyrir Krist og gaf mér þjónustu sáttargerðarinnar. Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig er hann tilreiknaði mönnum ekki afbrot þeirra og fól mér að boða orð sáttargjörðarinnar.
Ég er því erindreki Krists sem Guð notar til að hvetja ykkur. Ég bið í orðastað Krists: Látið sættast við Guð. Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í Guðs augum.
Biblíulestur 5. desember – Lúk 23.26–43
Þegar þeir leiddu Jesú út tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann að hann bæri hann eftir Jesú. En Jesú fylgdi [...]
Biblíulestur 4. desember – Opb 13.11–18
Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðunni og það hafði tvö horn lík lambshornum en það talaði eins og dreki. Fyrra dýrið hefur gefið því allt vald sitt [...]
Biblíulestur 3. desember – Jóh 20.19–29
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur 2. desember – Jón 4.1–11
Jónas fylltist mikilli gremju, honum brann reiðin og hann sagði við Drottin: „Ó, Drottinn! Var það ekki einmitt þetta sem ég sagði áður en ég fór að heiman? Það var [...]
Biblíulestur 1. desember – Matt 21.1–11
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna [...]
Biblíulestur 30. nóvember – Okv 21.1–15
Hjarta konungsins er sem lækir í hendi Drottins, hann sveigir þá hvert sem honum þóknast. Maðurinn telur alla hætti sína rétta en Drottinn vegur hjörtun. Að ástunda réttlæti og rétt [...]